Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Síða 4
212 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Sigið í Hornbjarg Eftir Sigurð Bjarnason frá Vigur Hornbjarg. Fot.: Máttugt í mikilleik sínum horfir Hornbjarg hrímug- um tindum á vetrardegi út yfir auðn íshafsins. Nágustur norðurs- ins leikur um brjóst þess, en við rætur þess svellur brimaldan. Bár an brotnar og hjaðnar við hamra- vegginn, löðrungar hennar raska ekki ró bergsins, sem stendur á- fram óbifanlegt og helkalt eins og dauðinn, ekkert raskar ró þess. Jafnvel hafísinn, „landsins forni fjandi“ fær hjer engu um þokað. Þögult en þungbúið horfir bjarg- ið á hinar kaldlyndu og ærslafullu Ránardætur læsast í dróma frosts og ísa. Svo langt sem augað eygir liggur hafísinn. Turnar borgaríss- ins rísa tignarlegir upp úr flatn- eskjunni. Við stöku vök í haf- þökin sjest ef til vill selur eða luralegur ísbjörn. Annars er alt líf viðjum bundið. — Á alt þetta horfa tindar Hornbjargs, úr há- sæti sínu, stundum gegnum hríðar kóf stundum á stjörnubjörtum frostköldum tunglskinsnóttum. ★ En nú er sumar. Myrkrið er á flótta undan hækkandi sól, birtan hefir sigrað þótt sigur hennar hjer í norðurveg sje skammær. Og nú blasir ný veröld, veröld vaknandi lífs og fagnandi náttúru við sjón- um bergvættanna. Það er sólbjartur maídagur, naumast skýhnoðri á lofti, hægur norðvestan andvari er á. Það er eins og sjálft þverhnýpi bergsins hafi gæðst lífi. Á hinum breiðu brjóstum þess iðar alt af lífi og starfi. Hundruð þúsunda, ótöluleg mergð önnum kafinna lífvera hef- ir numið hjer land. Svartfuglinn er kominn í vor- heimsókn sína. Bjarghillurnar, snasir og ranar eru þaktar þess- um einkennilega harðgera fugli, sem forðast að verpa eggjum sín- um í námunda við nokkurn gróð- ur, grastó eða skarfakálsblöðkur. Á nöktum berghillunum liggja egg hans í löngum þjettum röðum. Þarna' er líka fíllinn (skrofan) kominn. En hann er makráðari og verpir þar, sem gróður hefir náð að skjóta rótum. H|inn ekkaþrungni sogandi brim- gnýr íshafsöldunnar er hljóðnað- ur. Það er eins og báruvætlið við rætur bjargsins sje að gera gælur við það eins og til þess að bæta fyrir harðýðgi hretviðranna. Og framundan til norðurs, vesturs og austurs um Húnaflóa liggur blátt hafið gárað fyrir andvaranum. Bjargið ómar af kurrandi hljóði svartfuglsins. En í dag, þennan bjarta maí- dag, ætla mennirnir að sækja gull í greipar Ilornbjargs, svartfuglinn á von á mannaheimsókn, það á að síga í bjargið. Heima á hlaðinu á Horni er uppi fótur og fit við að skipta eggjafengnum frá því daginn áð ur, því þá hafði einnig verið „far ið á bjarg“ eins og það er kall- að. Þarna eru, auk Hornbændanna sjálfra, saman komnir nokkrir aðr- ir bændur, sumir komnir lang.i leið að til þess að taka þátt í eggjatökunni og fá sinn hlut í fengnum að leikslokum. Svart- fuglseggin eru drjúgur búbætir og hin ágætasta fæða. Eggjaskrín- urnar, sem flestar taka um 200 egg hver, eru tæmdar og talið upp úr þeim. E. t. v. hefir brotnað V. Sigurgeirss. egg í einstaka skrínu, en lítil brögð munu þó að því ef varlega er farið með hið brothætta inni- hald þeirra. Bera menn skrínurnar á herðum sjer. Nokkru fvrir hádegi er skiptum lokið, hver hefir fengið sinn hlut, en festarbóndinn, sá sem ræður fvrir festi þeirri sem sígið er í, og sigmaðurinn sjálfur, sem kallað ur er „fvglingur“, mest. Fær „fygi- ingurinn“ svokallaðan „áhættu- hlut“ til viðbótar venjulegum hlut. Eftir að hafa snætt hádegisverð er nú lagt af stað heiman frá Horni norður á bjargbrún. Að- eins fullorðnir karlmenn eru með í förinni. Bjargsig, og það sem þar að lýtur, er ekkert barna- gaman. Þar er oft skamt milli skers og báru, lífs og dauða. Leiðin út á bjarg er fremur stutt, nimlega hálftíma gangur. Flestir ganga með tóma eggja- skrínu á herðunum, því fenginn á að flytja heim að kvöldi. Festin, vaðurinn, sem sigið er í. er úti á bjargi síðan daginn áður. f dag á að síga í tveimur fest- um. Hópurinn, sem lagði upp heim- an frá Horni, skiptist því og held- ur hver til þess staðar á b.jarginu, sem honum er fyrirhugað að dvelja á um daginn. Við erum komnir upp á bjargbrún. Á vinstri hönd við okkur hefja Kálfatindar, eitt hæsta fjall á Vestfjörðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.