Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Side 8
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jeg segja, ef þetta orð væri jafn gott í merkingu nú, eins og þá. Trvgglvndar voru þær með af brigðum og vinfastar. Var jeg nú gestur Guðrúnar um jólin, í besta yfirlæti. Hún fór með mig á þann stað sem flestir strákar þrá mest að sjá, dýra- garðinn með sínum óteljandi teg- undum dýra og fugla. Það var „innihaldsríkur" dagur. A jólunum kom fröken Olga (Nulle) Finsen, leiksystir þeirra systra í gömlu Reykjavík, í heim- sókn. Hún var dóttir Hilmars Fin sens landshöfðingja og hafði verið árum saman á heimili Björnstjerne Björnsons. Og svo fór jeg einn daginn í heimsókn til Sigríðar. Jeg hafði mikið gaman af því að skoða gripi þá er hún hafði haft með sjer frá Indlandi, listilega gerða, bæði úr málmi og marm- ara. — Og gamli prófessor Krabbe var hinn elskulegasti og bauð mjer vindil á eftir kaffinu. Harald Krabbe var þá um átt- rætt og orðinn hrumur. Kona hans, Kristín, dóttir Jóns Guð- mundssonar ritstjóra Þjóðólfs, var þá látin fyrir nokkrum árum. Krabbe var sjerfræðingur í inn- ýflaormum húsdýra og mættum við íslendingar vel muna að það var hann sem sýndi fram á það samband sem er milli sullaveiki og bandorma í hundum. Það skildi hann fvrstur manna og samdi um það doktorsritgerð sína. Var hún 13 blaðsíður og er hin stysta dokt- • orsritgerð sem tekin hefir verið gild við Hafnarháskóla. Þannig liðu þessi jól. Um þrett- ándann varð jeg að fara til Hró- arskeldu aftur og hinir virku dag- ar byrjuðu aftur og voru lengi að líða. Meira. Prófessorinn: í stærðfræðinni finnur maður hin eilífu óhrekjan- legu sannindi, sem enginn getur vjefengt. T. d. ef einn maður er 12 daga að stinga upp garðinn sinn, þá eru 12 menn að því í einn dag. Áheyrandinn: Og ef t. d. að eitt skip er 12 daga á leiðinni yfir Atlantshaf eru þá 12 skip einn dag? ? Atlantshafið Framh. af bls. 211. um að gera okkur ljóst er það, að ef við viljum komast hjá ið fara í stríð í þriðja sinn, þá verð um við að gæta þess að ensku- mælandi þjóðirnar skilji ekki og verði ekki vanmáttugar. Við vitum nú að þessi önnur stríðsíhlutun er ávöxtur 20 ára skilnaðar, einangr- unar, afvopnunar, friðartefnu og fávisku. Og ef við höfum, eins og vel er hægt, ekki 20 ára falskan frið, heldur öld friðar og reglu, þá mega þjóðir Atlantshafsheims- ins aldrei skilja nje verða veik- ar. A þeirri öld, ef við varðveit- um forlög Ameríku, munum við öðlast mikinn frið með því að veita heimi framtíðarinnar þá reglu og þau lög, sem Rómverjar veittu til forna og Bretar veittu þeim heimi, sem nú er að líða hjá. — Sú regla að lögum er eina leiðin til að varðveita frelsið. Sigið í Hornbjarg Framh. af bls. 214. landi. Og jeg hefi jafnframt kynst fólki, sem býr að sínu bet- ur en aðrir og er afburða gest- risið og þjóðlegt. Það er sagt að staðhættir móti skapgerð manna, að sjerhver beri „síns heimalands mót“. Hin fornu Hávamál orða þetta þannig: „Lítilla sanda, lítilla sæva. lítil eru geð guma“. Við litla sanda og lvgn höf býr skap- lítið og daufgert fólk. Þeir sem byggja Horn og Horn- strandir búa við svipmikil nátt- úruskilyrði, víðáttu og umrót út- hafsins og hrikaleik hárra bjarga. Það eru m. a. þessar aðstæður, sem hafa skapað unglingnum, sem ótrauður hleypur um í bjarghill- unum, festu hans og hugdirfsku, trú hans á mátt sinn og meginn. Árin líða. Hinir ungu menn, sem nú draga björg í búin úr skauti bjargsins, hætta hinum áhættu- sama starfa. Það koma nýir menn. En Hornbjarg verður hið sama og áður. Óbifanlegt stendur það á verði sínum við úthafið, hrjúft og ógnandi í kalviðrum vetrarins, tignarlegt og fagurt í blámóðu vorsins. Fjaðrafok Dóttirin; Mamma, jeg verð að fá peninga fjrrir nýjum kjól. Viltu ekki biðja pabba um þá. Móðirin: Nei, það verður þú sjálf að gera. Þú ert nú komin að því að gifta þig, svo það er best að þú farir að venja þig við að biðja um þá sjálf. ★ Hættu nú að gorta af hugrekki þínu. Þegar ræningjarnir skipuðu þjer að rjetta upp hendurnar hlýddir þú án tafar orðalaust. — Já, að vísu, en jeg krepti hnefana. ★ Hún: Eitt sinn sagðir þú að jeg væri þjer allrar veraldarinnar virði. Hann: Já, en sjáðu nú til; síð- an hefi jeg aukið mjög við landa- fræðiþekkingu mína. ★ — Ef þú vilt ekki giftast mjer, þá hengi jeg mig. — En í guðanna bænum ekki hjer, því pabbi segir einmitt að hann vilji ekki hafa þig hangandi hjer frá inorgni til kvölds. ★ — Svo þjer eruð hundrað ára í dag. Hvað álítið þjef að hafi að- allega orðið til þess að þjer náðuð svo háum aldri. — Jeg hefi ekki bragðað brauð síðustu tvö árin. ★ Dómarinn; Þjer viðurkennið að hafa stolið kartöflum úr geymsl- unni. Hve mörgum sekkjuin í alt? Sá ákærði; Sjö, þrem á mánu- daginn og tveim á miðvikudaginn. Dómarinn: Það eru ekki nema 5. Ákærði; En jeg ætlaði mjer að taka tvo í kvöld. ★ Eiginmaðurinn rannsakar bú- reikninga konu sinnar. Stendur þar þessi skammstöfun: H. M. V. T. H. — Má jeg spýrja hvað þetta þýðir ? — Húsmóðirin: Það þýðir: „Hús bóndinn má vita til hvers“. ★ Sannleikurinn er stundum ó- sýnilegur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.