Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1941, Blaðsíða 7
LISBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 Elstu íslensku grammó fónplöturnar Hvar eru þær nú? og Afríku verður skift í margar þýskar nýlendur og til Suður- Afríku á að senda fjölda þýskra landnema, svo að landið verði þýskt. Þá er England. Þar á að vera iðjuver og einkum á að smíða þar skip handa Þjóðverjum. En allar nýlendur og samveldisríki verði tekin frá Bretum og fjárhagslega á það að verða sett skör lægra e:i Norðurlönd. Þeir Englendingar, sem ekki komast af heima, mega flytja sig til Canada, Bandaríkj- anna eða Ástralíu. Annan iðnað en skipasmíðar mega Bretar ekki stunda, til þess að þýskur iðnað- ur fái ekki samkepni. Þannig er mvnd hinnar nýju Evrópu, eins og hún er skoðuð í Berlín í dag. En þetta er aðeins byrjun. Það er vonast eftir þýsk- um nýlendum í Suður-Ameríku, þegar tími er kominn til að gera byltingar í löndunum þar. Þá hef- ir Þýskaland öll ráð yfir verslun- inni í Evrópu, Afríku og Suður- Ameríku. Japan fær Austur-Asíu. Bjartsýnir naistar gera sjer vonir um, að þegar þar að kemur mum Bandaríkin sjá sjer hag í að hafa samvinnu við Þýskaland, eða jafn- vel að það takist að gera úr þeim nazistaríki með tilstyrk Þjóðverja vestra. Ef hvorugt gerist, verður beðið átekta þangað til Þýska- land getur vaðið inn í Bandaríkin og hernumið þau. Afi er að segja Jónsa litla frá því, þegar hann tók þátt í heims- styrjöldinni. Þegar hann hefir lok- ið því, segir Jónsi: — En afi, til hvers voru þá all- ir hinir hermennirnir? ★ Hann: Viljið þjer kyssa mig, Elsa? Hún (feimin): Jeg hefi aldrei kyst karlmann áður. Hann: Þá pössum við ágætlega saman, því það hefi jeg nefnilega ekki gert heldur. ★ — Hvaða munur er á strúti og einum pakka af haframjöli? — Það get jeg ekki getið upp á. — Strúturinn verpir eggjum, en haframjölspakkinn fæðir lit’- andi börn. Frá gömlum manni, sem ekki kærir sig um að láta nafns síns getið, hefir Lesbók borist eftirfarandi frásögn. egar jeg heyrði í gærkvöldi lesna upp í útvarpinu ræðu hr. Sveins Björnssonar ríkisstjóra af grammófónplötu, þá rifjaðist upp fyrir mjer, að jeg hafði í eitt skifti á æfinni hevrt lesna upp á grammófónplötu stutta ræðu Björns sál. föður hans. Þó ræða sú væri ekki löng, þá hafði hún alla kosti ræðusnildar hans. Tilefni þeirrar ræðu var það, að Guðbrandur konsúll Finnbogason fjekk sjer sendan nýjan grammó- fón frá Kaupmannahöfn, af þeirri gerð, er þá var tíðkuð þar, en þeir' voru vinir Björn og hann. Varð Björn fúslega við þeirri bón vinar síns að vígja áhald þetta með ræðu sinni. Næstur Birni talaði á dönsku Kristján konsúll Siemsen, tengdabróðir Guðbrandar, og að síðustu söng Guðmundur kaup- maður Ólsen kvæðið Ólafur reið með björgum fram. Það var nokkru síðar, að jeg kom til Reykjavíkur og heimsótti að vanda vin minn og æfilangan velgjörðamann, Guðbrand. Þá var það eitt af fleiru, sem þau heið- urshjón gerðu mjer til ánægju að lofa mjer að hevra hjer umtalaða plötu, flutta á þennan sarna grammófón. Áhald þetta var lítið á móti nú- tíðargerð, og hlustunartæki þess voru klemmur settar á bæði eyru í senn, og með snúru þaðan var sambandið við aðal áhaldið. Ekki man jeg, hvað margir gátu hlust- að í einu, en um leið og jeg hlust- uðu aðrir tveir. Þar sem jeg í flaustri aðeins í eitt skifti hlustaði á þessa plötu, og síðan eru fleiri áratugir liðn- ir, þá man jeg nú aðeins fyrstu og síðustu setningu í ræðu Björns sál. Byrjunin var þessi: „Þetta er sá fyrsti grammófónn, sem komið hefir til íslands; Fischersverslun flutti hann upp“. Svo kom lýsing nákvæm og greinileg; svo voru hugleiðingar um framfarir manns ins á ýmsum sviðum, og um hvaða þing þessi uppfinning væri í því falli, að geta um aldur og æfi geymt mannsröddina í töluðu máli, og að síðustu nefndi hann upphæðina í krónutali, sem hlut- ur þessi kostaði, og endaði á þess um orðum: ,,Það er ekki mikið verð fyrir svo góðan grip“. Jeg harma þann skaða, að nú að líkindum er þessi grammófón- plata töpuð, og hefi jeg ekki haft ástæður til að grenslast eftir þessu eins og mig hefir langað til hjá ættingjum Finnbogasens sál. Jeg geri ráð fyrir, að hlutur þessi hafi haldist í eign ekkjunnar eftir lát Gúðbrandar, en hvort að henni látinni hafi orðið vart hlutar þessa í eigum hennar, eða platan hafi löngu áður verið eyðilögð, um þetta hefði mjer þótt gaman að vita, væri þess kostur, en enn- þá meiri gleði væri mjer og fleiri mínum líkum, ef svo gifsusam- lega tækist til, að þessi oftnefnda plata væri enn til í því ástandi, að hægt væri að endurnýja hana og bjarga þannig frá algerðri glötun rödd annars eins viður- kends ræðusnillings, sem Björn sél. Jónsson ritstjóri var með rjettu viðurkendur að vera. 18. júní 1941. Þjónninn vekur furstann um hánótt og segir honum, að það sjeu innbrotsþjófar í bókasafn- inu. — Hvað segið þjer! Náið þjer strax í byssuna mína og leggið fram köflóttu veiðifötin mín. ★ — Jeg er ekki — hik — fyllri en það, að jeg gæti fundið — hik — leiðina heim, ef jeg vissi að- eins, hvar jeg á heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.