Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1941, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1941, Page 6
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Strandamönnum þótti það miklar búsifjar og kærðu sauðaþjófnað inn fyrir sýslumanni, Halldóri Jakobssyni, sem safnaði 30 mönn- um til þess að leita að bæli úti- leguþjófanna. Þeir Eyvindur og Abraliam voru staddir norður á Dröngum þegar mannsöfnuðurinn kom þangað og voru þeir teknir þar fastir, enda komið að þeim óvörum. Síðan var haldið til kof- ans og voru þar þá Halla, Arnes og Steini „skeinkur“, en svo var þar líka „kvensnift“ ein, Salbjörg að nafni, sem hafði „slangrað11 vestan úr f jörðum norður á Strand ir og var nú orðin fylgikona Ar- nesar. Þegar Strandamenn koniu að kofanum var Þorsteinn „skeink ur“ þar úti staddur ásamt Höllu, og voru þau bæði handsömuð, en Salbjörg hljóp úr höndum þeirra og nentu þeir ekki að elta hana. Arnes svaf inni í kofanum og vaknaði hann við hávaðann og stökk upp úr fleti sínu á nærföt- unum einum, en um leið greip hann stóra öxi, sem var í kofan- um, sveiflaði henni og hljóþ út < gegnum mannþröngina og hrukku þá allir frá. Svo hljóp Arnes alt hvað fætur toguðu og slapp und- an, þótt honum væri veitt eftir- för. Hann hljóp alla af sjer, en svo hjálpaði það honum líka, að leiti bar á milli. — Salbjörg „ást- mey“ Arnesar hefir víst gefist upp á útilegunni eftir þetta, og löngu síðar skaut henni upp vest- ur undir Jökli. Hún var mesti svarkur og lenti þar í deilu við Guðmund skálda í Rifi og þótti snúa á hann í orðahnippingum, en þá kvað Guðmundur ósnotrar vísur um Salbjörgu og nefnir hana þar „Strandafjalla-stóðmer- ina“. — Eftir að Arnes hafði sloppið úr höndum Strandamanna í þetta skifti, fór hann samt ekki langt, en hafðist við á ýmsum stöðum á Ströndum og sló sjer að lokum að í Drangavík. Þar frjettist til hans og var þá ákveðið að taka hann fastan og fóru 8 menn sam- an til Drangavíkur í því skyni, en þegar Arnes sá mannfjöldann, flýði hann af bænum sem skjót- ast og veittu þeir honum eftir- för, en í þetta skifti fór nú svo, að Ames var . fangaður og frelsi sviftur, en þar lágu ákveðnar á- stæður að. — Arnes var með sár eða „sull“ á fæti og gat því ekki hlaupið eius fljótt og hann átti að sjer, en komst þó í svokallaða Hrúteyjarneskleif, sem er mjög stórgrýtt. Þar náði Arnesi sá mannanna, sem snarastur var og stökk hann upp á herðar hans. Fjell þá Arnes og sagði: „Vera má, að þú verðir eigi jafn fót hvatur um það jafnlengd kem- ur“. — Svo komu fleiri menn að og var Arnes þá yfirbugaður og fluttur að Felli, til Halldórs sýslumanns. Það eru munnmæli, að maður sá, er hljóp á Arnes, hafi fótbrotnað á báðum fótum áður en ár var liðið frá því Ar- nes var tekinn og því trúðu menn því, að þetta hefðu orðið áhríns- orð hjá Arnesi. ★ Það vildi nú svo til, að þegar komið var með Arnes til Halldórs sýslumanns í Felli, að þá var ný- búið að setja hann frá embætti og þess vegna sendi hann Arnes til hins nýsetta sýslumanns, Gróu- staða-Jóns og er sagt, að hann ljeti Arnes sjálfan bera brjefið til Gróustaða. Arnes hjelt, að í brjefi þessu beiddi Halldór vægð- ar sjer til handa, en það var víst öðru nær en svo væri. Jón á Gróu stöðum ljet taka Arnes og leggja í fjötra og senda hann síðan bund inn til Guðmundar sýslumanns í Gullbringusýslu. — Guðmundur dæmdi svo Arnes til staurhýðing ar, brennimarks og æfilangrar þrælkunar á Brimarhólmi. Þess- um dómi var skotið til Alþingis og þangað var Arnes fluttur í böndum. — Guðmundur sýslu- maður heimtaði dóm sinn staðfest- an, en á Alþingi var síra Þorlák- ur Guðmundsson, faðir síra Jóns á Bægisá, skipaður til þess að verja Ames- Hann krafðist þess að dómurinn væri linaður og færði Arnesi ýmislegt til afböt- unar, svo sem það, að hann hafi meðgengið alt „ljúfléga“, sem borið var á hann og meðgengið jafnvel meira og greinilegar en vitnin báru, og svo væru vitnis- burðir um góða hegðun hans úr ýmsum stöðum, sem sýndi löngun hans til iðrunar og afturhvarfs. Lögsögumönnum, Sveini Sölva syni og Birni Markússyni leist annað en síra Þorláki og staðfestu þeir dómimi í öllum greinum, en síðar miskunaði konungur Arnesi og breytti hegningunni í æfilanga tugthúsþrælkun, og svo var hann settur í tug.thúsið á Arnarhóli í Reykjavík. — Fangavörðurinn þar var danskur og hjet Brun og var alræmdur fyrir hörku og strang- leik við fangana. Hann þótti reglu- legt illmenni og lá það orð á, að hann hafi barið fanga svo, að þeir dóu úr afleiðingum þeirrar illu meðferðar. Og það er víst, að einn fangi, Jón Björnsson úr Skagafirði, sem kallaður var Tugthús-Jón og dæmdur hafði verið í langa hegningu fyrir að hafa sýnt kvenmanni banatilræði. hafi komið allur bæklaður úr tugthúsinu eftir barsmíð Bruns. En þrátt fyrir það, að Brun væn slíkt illmeuni, kom Arnes sjer þó svo vel við hann með kænsku sinni, að hann setti hann vfir aðra fanga. ★ Arnes var oft lánaður í vinnu að Bessastöðum og er sagt. að alt af, þegar færi gafst, hafi hann vitjað peninga sinna, sem hanu hafði grafið í Garðahrauni og tek- ið var eftir því, að aldrei skorti hann aura, ef honum lá á. Arnes kom sjer svo vel í vinn- unni á Bessastöðum, að Wibe amt- maður fjekk konung til þess að náða hann að fullu. Sagt er, að Arnes hafi með snarræði sínu bjargað heilli skipshöfn úr sjáv- arháska á Álftanesinu, en allar kringumstæður að því eru gleymdar. Arnes varð gamall maður, en varð aldrei snauður og hafði altaf nokkur peningaráð. Þó að alt væri honum andstætt og öfugt fvrri hluta æfinnar, þá var hann á elliárunum vel látinn af öllum, sem hann kyntist. Að lokum var Arnes niðursetukarl í Engey og þar dó hann 91 árs gamall 7. september 1805 og var jarðaður fjórum dögum síðar í kirkjugarð inum í Reykjavík. Þar livíla lú- in bein hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.