Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1941, Blaðsíða 2
366 LE8BÖK M0RGUNBLÁÐ8INS kom kingað. Kvaðst hann hafa í hvggjn að heimsækja ísland við fyrsta tækifæri á nv, sem seuni- lega yrði þó ekki fyr en að stríð- inu loknu. Hafði haun í huga að dvelja hjer lengur en tækifæri hefði verið til í fj'rra skiftið og kynna sjer rækilega landbxinað hjer á landi. ★ IR PATRICK á landsetur á ey einni í Thamesfljóti, sem Magna Charta-eyja heitir. Ber eyjan nafn sitt af því, að þar er talið. að Jóhann hinn landlausi Englakonungur hafi undirritað t'relsisskrána Magna Charta í júní- mánuði árið 1215. Er eyja þessi því ein af merkustu sögustöðum Bretlands, þar sem telja má, að frelsisskrá þessi sje upphaf að lýð- ræðisstjórnarfyrirkomulagi Breta. Sir Patriek Hannon bauð okkur íslensku blaðamönnunum að heim sækja sig á þessa eyju og þáðum við boð hans með þökkum, þar sem hvorttveggja var, að við kunn um vel við þenna vingjarnlega breska þingmann og svo ljek okk- ur hngur á að sjá hinn merka sögustað. Ileimsóku þessi var fvrir marga hluti lærdómsrík. Við hitt- um þar merkilegt fólk og kynt- umst ýmsu. sem við höfðum ekki áður haft tækifæri til að kynnast. Frá mínu sjónarmiði var einna skemtilegast að fá tækifæri til að vera bæði áhorfandi og þátttak- andi í eftirmiðdagsboði eins og það gerist hjá vfirstjettunum bresku. Jeg var farinn að hlakka til að fá tækifæri til að verða eins og þátttakandi í einu af teboðun- um í sögu Woodhouse. En það fór á annan veg, eins og síðar mun verða vikið að. ★ AGNA CHARTA-eyja er í ánni Thames, eins og fyr er getið. Eyjan sjálf er um þrjár ekrur að stærð og telst til greifa- dæmisins Bucks (eða Bucking- hamshire, eins og það heitir fullu nafni). Handan árinnar í Surreyhjeraði, er Rnnnymede og Longmead-sljetturnar. Söguritarar telja, að á þessum sljettum hafi til forna verið haldnir þjóðfundir, þar verið einskonar Þingvellir. Er ekki talinn nokkur vafi é, að á þessum slóðum liafi hinir samein- uðu landsdrotnar þvingað Jóhann konung til að undirrita Magna Ciiarta. ★ ÓHANN konungur landlausi var talinn maður grimmur og drotnunargjarn og ágengur við þegna sína. en ráðlaus og slysinn. Hann er talinn versti konuugur. sem Englendingar hafa nokkru sinni haft. Jóhann átti í deilu við Innocentius páfa 3. og jókst ekki vegur lians í þeirri viðureign, því hann fór hiuar mestu hrakfarir fyrir páfa. Það var útaf skipun í erkibiskupsembættið í Kantara borg, sem harðastar deilur urðu milli páfa og konungs. Eftir því sem leið á stjórnar- feril Jóhanns konungs, magnað- ist óánægja þegna hans og loks kom svo, að aðalsmenn, klerkar og bórgarar bundust samtökum að hefta ójöfnuð og gerræði kon- ungs. Ivonungur átti því einskis ann- ars úrkostar en að undirrita frels- isskrána, eða skilmálaskrána, sem nefnd var Magna charta libertat um. Þessi skrá varð grundvöllur- inn undir efri málstofu bresku þingsins. Skráin batt aðallega hendur konungs gagnvart æðri stjettum landsins, en ýms ákvæði hennar gengu þó lægri stjettunum í vil. Samkvæmt skránni voru öll rjettindi kirkjunnar staðfest. Ljensgjöld mátti konungur ekki leggja á aðalsmenn nema með samþykki „hins mikla ráðs“. Ekki mátti handtaka frjálsa menn, nje reka úr landi, nema með dómi, nje heldur var hægt að svifta menn eignum og rjettind- um, fyr en dæmt hafði verið í málum manna. } * Söguritari nokkur, George Lips- combe að nafni, ritar árið 1847 sögu Buckinghamshire og getur þar um fjögur valhnotutrje, sem vafalaust hafi verið gróðursett á Magna Charta-eyju til minningar um einhvern merkisatburð og að aldur þeirra komi heim við undir- skrift frelsisskrárinnar. Aðeins eitt trje er nú uppistandandi. Er það nokkuð frá húsinu sjálfu og stend ur eius og hetja, sem þolað hefir sjö og hálfrar aldar veðurbarning. Núverandi landsetur (mansiou) á Magna Cliarta-eyju var bygt ár- ið 1834. f húsinu er herbergi, seni lielgað er frelsisskránni miklu. Þar er steinn einn mikill, sem talinn er vera steinn sá, sem skráin var uudirrituð á, eða innsigluð. í her- bergi þessu er og skjaldarmerki Jóhanns konungs ásamt skjaldar- merkjum þeirra 25 aðalsmanna (baróna), sem að skránni stóðu. Þar er og eintak af hinni upphaf- legu Magna Charta. Tvö önnur eintök, sem til eru af Magna Charta, eru geymd í dómkirkj- unni í Lineoln og í Salisbury. Lincoln-eintakið var sent á heims- sýninguna í New York og var vá- trygt fyrir 100.000 sterlingspund, eða sem svarar 2-600.000 krónum. Magna Charta-eyja hefir einuig komið við sögu Englands oftar en í sambandi við frelsisskrána, því á eynni var gerður friðarsamning- ur milli Hinriks III. og Lúðvíks Frakkakonungs 1217. Jeg er liræddur um, að fram- angreint sje öll sú sögulega viska, sem í mjer býr um Frelsis- skrána miklu og eyjuna, sem við hana er kend, og sný mjer því aft- ur-að heimsókn okkar íslendinga til hins skemtilega gestgjafa okk- ar, Sir Patricks. ★ AÐ var heitt í veðri daginn, sem við vorum boðnir til Magna Charta-eyju og dagurinn hafði verið okkur erfiður. Um morguninn vorum við í heimsókn á skrifstofu Mr. Anthony Edens í utanríkismálaráðuneytinu, og norska stjórnin í London bauð okkur til hádegisverðar á Savoy- hóteli. Klukkan var langt gengin 3 er v.ið höfðum lokið hádegis- verðinum hjá Norðmönnunum, enda var um margt að spjalla. Jeg man að við fórum út „bakdyra- megin“ á Savoy, þar sem bílar okkar biðu. Þar á götunni var margt manna, sem virtist bíða ein- hvers. Jeg spurði einn af bresku fylgdarmönnunum okkar, eftir hverju fólkið væri að lianga og sagði hann, að það væri vafalaust eitthvert stórmennið, sem það ætti von á að kæmi út. (Það reyndist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.