Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1943, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1943, Qupperneq 1
36. tölubl. ^IðtBunUa&im Sunnudagur, 26. september 1943. XVIL árrangur .. fcj. ÁRNI ÓIA: BOLUMQAVÍK. Útsýn yfir Bolungavík. Á miðri myndinni sjest brimbrjóturinn, og innan við hann höfnin. ÞAÐ var fagurt sumarkvöld, eitt af þeim fáu á því herrans ári 1943. Við vorum að koma innan úr Syðridal, og gengum hægt út veg- inn til Bolungavíkuc. Himingnæf- andi fjöll til beggja handa og eins fram undan. Fyrir þann, sem vanur er víðum sjóndeildarhring og bián- andi fjöllum í fjarska, verður ná- lægð fjallanna þarna hálf ógnandi, og gerir mann sjálfan lítinn. Þóeru fjöllin fögur, fegurri en flest önn- ur fjöll á Vestfjörðum. Þau eru ekki stýfð að ofan, heldur eru þetta tindar, tígulegir tindar, og áþekkir nm svip, og halda þeir skruðgræn- um dölum og blárri víkinni á milli sín. Það var forsæla í dalnum og þorpinu, því að Ernir*, sem stendur á dalamótunum, og Trað- arhyrna, sem gnæfir yfir þorp- ið, köstuðu skuggum sínum þar yf- ir. Þau voru dökkleit sjálf, en þrátt fyrir nálægðina sló á þau dimm- blárri slikju. En að sunnanverðu *) Ókunnugum lætur það kynlega í eyra að fjall skuli kallað Ernir. En hjer er í rauninni um tvö fjöll sam- vaxin að ræða. Er hið ytra 688 metra hátt, en hið fremra 685 metra. Á milli þeirra er mjór háls og mikið lægri. Nafnið á því við bæði fjöllin. Sama máli mun vera að gegna með fjalls- nrfnið Ernir handan ísafjarðar, að það mun eiga við fjöllin beggja megin Arnadals. reis Óshyrna og teygði sig upp í skin hinnar hnígandi sólar. Það var eins og hún hefði gullhúfu og bjartan, rauðleitan brjóstdúk. Við gengum meðfram vatninu í dalnum. Það var spegilslétt, því að enginn blær andaði þetta kvöld. Á því var sami bláleiti liturinn og á nýhertu stáli, og stafaði af því, að yfirborð þess speglaði dökkar hliðar og græna geira Ernis, en endurkasti sólglitsins á óskyrnu sló þar á. Tveir svanir hófu sig til flugs af vatninu og sungu svo að þýður bergmálskliður fór um fjöll- in. Þeir flugu út dalinn, og sýnd- ust gráleitir á meðan þeir voru í skugganum, en um leið og þeir komu upp í sólskinið urðu þeir svo skjallhvítir, og viðbrigðin svo snögg, að það var eins og við fengjum ofbirtu í augun. Fram úr dalnum milli óshyrnu og Traðarhyrnu, sá út á dimm- blátt Isafjarðardjúp. Handan við það blasti Ritur við. Sól skein béint framan á hann, og hann hóf sig þarna upp úr blámanum eins og hann væri úr glófægðu látúni, en mjúkan eimyrja bjarma lagði langt inn eftir ströndinni. „Finst ykkur ekki fagurt hér?“ spurði heimasæta úr þorpinu að- komumenn. Og augu hennar ljóm- uðu um leið af aðdáun. Hvað þarf frekar vitnanna við?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.