Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1943, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINSft: 295 „Haldið þér yður saman“, hróp- aði forsetinn. „Skiptið yður ekki af því, sem yður kemur ekki við“. „Gott og vel“, sagði herra Matu- shek. Það getur verið að mér komi það ekki við, en þér ættuð ekki að vera svona vingjarnlegur við sak- sóknarann. Hann á það ekki skilið. Vitið þér hvað hann skrifaði ný- lega um yður í bréfi?“ Ákærði tók nú bréf upp úr vasa sínum og las: „Aldrei á æfi minni hefi ég kynnzt öðrum eins aulabárði og dómsforsetanum okkar . . .“ Réttarhaldinu lauk skyndilega. Forsetinn arkaði út úr réttarsaln- um með saksóknarann á hælunum. Hann kallaði ámátlega á eftir hon- um og kvaðst mundu skýra allt, en forstinn harðneitaði að hlusta á hann. Ákærði settist niður. Bak við hann stóð lögregluforingi. Ákærði sneri sér að honum og sagði: „Mér er alveg ómögulegt að skilja hvers vegna fólk lýgur svona mikið. Ef það segði ætíð sannleik- ann, myndi heimurinn áreiðanlega vera skemmtilegri og betri en hann er“. Fimm mínútur — Framh. af bls. 293. farin að bila. Enginn mælti orð af munni, og ekkert heyrðist í sjónum fyrir utan. Hoerneman liðsforingi sat lengi grafkyr og beið eftir engu. Hásetarnir höfðu farið úr föt- unum og drógu nú allir andann þunglega eins og í takt. Að lok- um, án þess að segja nokkurt orð, tók hann skammbyssuna úr hulstrinu og rjetti hana til eins þeirra. Annar háseti fylgdi á eftir þeim fyrsta og síðan koll af kolli. Að síðustu voru engir eftir nema hann og Gruening. Liðsforinginn gerði ráð fyrir því, að hann ætti fimm mínútur eftir ólifaðar. Hann verkjaði í lungun, og hjartað barðist veik- lega en hræðilega ótt. Armbands- úrið gaf honum til kynna, að sólin mundi bráðum koma upp, en hann vissi, að jafnvel um hádegi mundi hún ekki- hita sjóinn svo langt niðri. Hann haföi næstum því lokið við að skrifa í dagbókina, og alt það, sem honum bar skylda til haíöi verið fært inn, — nöfn og tign hásetanna, andlátsstund þeirra og auk þess nokkur orð um sjálían hann. Að síðustu skrifaði hann nokkur orð um foringjann. Hann fann til mik- ils sársauka í lungunum. Þegar þessu var lokið, tók hann skammbyssuna, þurkaði vandlega af hlaupinu, stóð tein- rjettur og skaut sig. Skipstjórarnir þrír voru ekki seinir á sér að gefa skýrslu til flotastjórnarinnar, og strax í dögun var botnvörpungur kom- inn á vettvang með kafara. Þegar kafarinn kom upp aftur var hann með dagbókina í vatns- heldu hylki. „Dýptar- og þrýst- ingsmælarnir stóðu á sér á 290” sagði hann og dálitlar hrukkur titruðu í kringum augun. Hann leit út yfir borðstokkinn, beint niður á grynninguna. Hann gat greinilega sjeð kafbátinn. Litlir fiskar syntu letilega í kringum hann og yfir sandbotnin. BOLUNGAVIK Frh. af bls. 291. fyrst í Bolungavík. Brimbrjótur- inn er orðinn dýr og enginn gengur að því gruflandi að hafnargerðin öll verður mjög dýr. En hún mun fljótt borga sig. — Haldið þið að tveggja stunda sigl- ing á dag fyrir allan bátaflota Isafjarðar kosti ekki neitt? ójú, hún kostar stórfé, og það er máske hægt að reikna það dæmi nokkurn veginn. En þetta fé sparast, þegar bátarnir hafa viðlegu í Bolungavík. Og svo afla þeir máske helmingi meira en áður. Eitthvað kemur þar upp í hafnargerðarkostnaðinn. Og svo eykst útgerðin í Bolungavík sjálfri stórkostlega. Gullkistu Þuríðar sundafyllis er upp lokið til fulls, og úr henni ausa menn eftir vild. Efnahagur þorpsbúa batnar. Hagur þjóðarinnar batnar um leið, því þarna hefir hún byggt sér nýtt og traust vígi í baráttu sinni fyrir tilverunni. Það hefir verið haft það lag við hafnarbæturnar í Bolungavík, sem jafnan reynist dýrast og ófarsæl- ast, að veita svo lítið fé til verksins á hverju ári, að sama sem ekkert miði áfram, og það sem gert er liggi undir skemdum. Brimbrjótur- inn í Bolungavík hefir því oft bilað vegna þess, að ekki var hægt að ganga frá honum öðruvísi en illa, og berskjölduðum fyrir áhlaupum reginbrims. Og enn er þetta mann- virki, sem nú er orðið all-mikið, í stórhættu þegar mikið hafrót kem- ur. Það þarf að bylta þúsundum smálesta af grjóti í sjóinn utan við garðinn honum til hlífðar, svo að öldurnar brotni áður en þær skella á honum. Og nóg er grjótið til rétt við hendina, í Traðarhyrnu, og auð- velt að koma því út á sinn stað. Til flutningsins þarf ekki annan kraft en hallinn skapar — tvö- falda sporbraut, þar 'sem tómir vagnar eru dregnir upp af þeim hlöðnu, sem renna niður brekkuna. Það er svo mikill sandur þarna á sjávarbotni, að hann mun fljótt fylla allar holur í grjótinu og skap- ast þá af sjálfu sér eyri þarna ut- an við garðinn. Svo þarf að lengja brimbrjótinn, smíða hafskipa- bryggju og bátabryggjur innan við hann og hlaða skjólgarð innan við höfnina til þess að varna því að hún grynki af sandi. Þegar þetta er fengið, þá hefst frægðarsaga Bolungavíkur. BOLUNGAVlK er betur sett um landnytjar en margir aðrir staðir 4 Vesturlandi, því að þar eru all víðáttumiklar graslendur, bæði í dölunum upp frá víkinni og þó sérstaklega í Skálavík. Þarna er því hægt að hafa svo mikil kúabú, að nægileg mjólk mundi verða handa öllum þorpsbúum. Þar skipt- ir í tvö horn og um ísafjörð, því að þar er mjólkurskorturinn eitt af aðaláhyggjuefnum bæjarbúa, og sér enginn ráð til að bæta þar úr svo að fullnægjandi sé. Það er ó- gaman að búa í sjávarþorpum, þar sem engin mjólk fæst, en verst kemur það niður á uppeldi barn- anna. Bráðum búa allir í nýtísku húsum í Bolungavík og hafa nóga mjólk. Þar alast þá upp nýir sjó- menn, sem verða enn hraustari heldur en feður þeirra, og eru Bol-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.