Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1943, Blaðsíða 1
3MðtgtnUa}$k« 38. tbl. Svmnudaginn 10. okt.óber 1943. XVII. árgangw. b.C. nann fór um öll heimshöfin Samta1 við Sveinbjörn Egilson Sveinbjörn Egilson átti átt- ræðisafmæli í ágúst síðastliðn- um. Hann hafði lofað því fvrir löngn, að gera mér aðvartítæka tíð svo eg fengi viðtal við hann í blaðið í tilefni dagsins. Hann gleymdi því. Eða kannske kærði hann sig ekki um að muna það. Fyrir mörgum árum mætti eg honum stundum á morgnana, á leið minni á skrifstofuna. Þá sagði hann sitt af hverju við mig. Það kom fyrir að hann las það í blaðinu daginn eftir. Hon- um var ekki um það gefið, því honum fannst það sitthvað, að skrafa við náungann eða skrifa í blað. En þetta rennur stund- um saman í eitt fyrir blaða- manninum. Til þess að Sveinbjörn slyppi ekki alveg, heimsótti eg hann nokkru eftir afmælið inn í Höfðahverfi, kom þar að morgni dags, og sagðist þurfa að fá hann til þess að segja mér fá- ein orð úr sinni 80 ára æfisögu. — Það verður víst ekki mik- ið. — Jú, það má nú eittmitt vera mikið, því af miklu er að taka. — Jæja. Ertu nú alveg ,fallit‘ með efni í blaðið? — Nei. En það mætti vera þröngt, ef ekki kæmist við tæki- færi nokkur orð frá þér. — Það má þá ekki vera ein- hver bölvuð vitleysa, eins og , þarna um daginn, þegar eg var 75 ára. Þá sagðir þú í blaðinu að þú hefðir komið inn á skrif- stofu til mín, en eg þotið í burtu Sveinbjörn Egilson og sagt að eg þyrfti vestur í Slipp. — Var það ekki rétt? — Auðvitað þurfti eg vestur í Slipp — ekki svo að skilja. Allt útselt En ef eg ætti að fylla dálk- ana fyrir þig, þá satt að segja langar mig til að skrií'a um eitt og það er farþegafjöldinn með Laxfoss. Þeir sögðust hafa farið þarna niður eftir á dögunum til þess að telja hve margir færu út í skipið. En þó þeir stæðu við landganginn og teldu hve marg- ir kæmu þar, þá fóru menn að klifra yfir borðstokkinn og þá var ekki hægt að telja. Og svo var hætt við allt saman. Og svo gleyma menn þessu, sem öðru. Því alltaf kemur eitthvað nýtt í daglega lífinu, rottueitur einn daginn, slagsmál hinn og „á- stand“ og horfur og hver veit hvað. Og Laxfoss siglir með þá sem koma um landganginn og hina, sem klifra yfir borðstokk- inn. Eg er gamall sjómaður og eg veit að svona á þetta ekki að vera. Og ekki get eg fengið það inn í minn áttræða haus, að ekki sé hægt að selja far- miða á Laxfoss áður en hann fer og auglýsa svo allt útselt, eins og bíóin og aðrir, þegar svo ber undir. Hœtti siglingum — En hefir þú ekki gaman af að rifja það upp, sem á dag- ana hefir drifið.“ — Eg minnist sjaldan á það, en hef gaman að rifja það upp með sjálfum. mér, þegar eg er lagstur útaf á kvöldin. — Eg reyndi tvisvar að koma heim meðan eg var í siglingum, en varð að fara strax aftur, leiddist svo óskaplega hér heima. — Hvernig atvikaðist það að þú loks hættir siglingum? — Þú mannst nú líklega hvernig á því stóð að eg sigldi ekki haustið 1903. Átti von á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.