Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1943, Blaðsíða 6
374 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hans var vandi, að grímuklæða tilhneigingu til viðkvæmni með ofsareiði. ,,Gamli vindbelgurinn þinn,“ hreytti hann út úr sér gegnum vindilreykinn. „Ég held þú sért vitlaus. Ég sagði þér að fara heim, Bushrod. Svo að frú Lucy sagði þetta; var það ekki? Jæja, við höfum ekki haldið skildinum sérlega hreinum. í síðastliðinni viku voru tvö ár liðin frá því hún dó. Hver andskotinn er þetta! Ætlarðu að standa hérna í alla nótt og gagga eins og gæsarsteggur ?“ Nú heyrðist aftur í eimpípu Íestarinnar. Hún var í svo sem mílu fjarlægð. „Hera Robert!" sagði Bush- rod gamli og lagði hendina á töskuna, sem bankastjórinn hélt á. „í hamingjunnar bænum, takið ekki þessa tösku með yður. Ég veit hvað er í henni. Ég var í bankanum um leið og þér. Þessi taska varpar vanvirðu á Weymouth-nafnið. Uerra Ro- bert! Þér getið dreþið þennan gamla negra, ef þér viljið, en takið ekki þessa tösku með yður. Ef ég fer einhvern tíma yfir Jórdan, hvað á ég þá að segja, þegar frú Lucy spyr mig: Bushrod gamli, hvers vegna hugsaðirðu ekki vel um Robert?“ Robert henti frá sér vindlin- um. Bushrod gamli bjóst víð öllu illu. En ef heiður Wey- mouth-ættarinnar átti að falla, þá vildi hann falla með. Bankastjórinn talaði og Bush- rod varð steinhissa. Röddin var mildari: „Bushrod," sagði hann lægri röddu en venjulega, „þú ferð út fyrir allan þjófabálk. Svo þú veizt, hvað er í þessari tösku? Löng og dygg þjónusta þín er dálítil afsökun, en — farðu heim, Bushrod — segðu ekki orð í viðbót." En Bushrod þreif í töskuna, alls óskjáifhentur. Ljós lestar- innar lýstu upp svæðið. Allt var að komast á' tjá og tundur. „Herra Robert! Látið mig fá töskuna. Ég hef rétt til að tala við yður á þennan hátt. Ég hef þrælað fyrir yður allt frá barn- æsku. Ég var þjónn yðar í stríð- inu, þangað til við börðum á Norðurríkjamönnunum og hrökt- um þá norður á bóginn. Ég var í brúðkaupinu yðar, og ég var ekki fjarri, þegar frú Vesey fæddist og börn hennar. Þau bíða á hverju kvöldi eftir því, að Bushrod gamli komi heim. Ég hef verið meðlimur Wey- mouth-fjölskyldunnar að öllu leyti — að undanskildum litar- hætti og titlum. Það verður ekki langt, þangað til við hittum frú Lucy og verðum að gera reikn- ingsskil gjörða okkar. Það verð- ur ekki við því búizt, að gamli svertinginn segi meira en það, að hann hafi gert allt, sem h-ann hafi getað, fyrir fjölskylduna, sem átti hann. En meðiimir Weymouth-fjölslíyldunnar, þeir verða að segjast hafa lifað hreinir, óttalausir og óflekkaðir á mannorði. Látið mig fá tösk- una, herra Robert. Ég ætla að fara með hana í bankann og læsa hana inni í peningageymsl- unni. Ég ætla að hlýða fyrir— skipunum frú Lucy. Sleppið töskunni, herra Robert!“ LESTIN var stönzuð. Menn alnboguðu sig áfram. Tveír eða þrír syfjaðir farþegar komu út. Lestarstjórinn sveifl- aði ljóskerinu og kallaði á ein- hvern: „Sæll, Frank!“ Bjöllu var hringt, lestarstjórinn kall- aði: „Allir inn í lestina!“ Robert sleppti töskunni. Bush- rod gamli þrýsti henni að brjósti sér eins og maður fyrstu stúlkunni, sem hann verður ást- fanginn af. „Farðu með hana, Bushrod,“ sagði Robert og stakk höndun- um í vasann. „Og láttu málið niður falla! Þú ert búinn að segja næsta nóg. Ég fer með þessari lest. Segðu William. að ég komi aftur á laugardaginn. Góða nótt!“ Bankastjórinn gekk inn í lestina. Bushrod gamli stóð enn kyrr og faðmaði að sér hina dýrmætu tösku. Hann lygndi aft- ur augunum, og varir hans bærðust í þökk til himnaföður- ins fyrir að hafa bjargað heiðri Weymouth-ættarinnar. Hann var viss um, að Robert kæmi til baka, úr því að hann hafði sagt það, því að menn af Weymouth- ættinni sögðu aldrei ósatt. Svo hélt gamli maðurinn á- leiðis til bankans með töskuna. EFTIR ÞRIGGJA stunda ferðalag fór Robert út úr lest- inni. Hann gat greint mann, sem beið á stöðvarpallinum, ekil og vagn með 5 eða 6 veiðistöngum. „Þú ert þá kominn, Bob,“ sagði Archinard dómari, vinur Roberts og gamall skólafélagi. „Það verður ágætt veiðiveðuv Mig minnir, að þú segðir — hvað, ertu ekki með þetta?“ Bankastjórinn tók af sér liatt- inn og strauk gráa lokkana. „Gott og vel, Ben. Sannleik- urfnn er sá, að firnadjarfur, gamali negri sem er í eigu fjöl- skyldu minnar, eyðilagði ráða- gerð mína. Hann elti mig niður á brautarstöðina. Honum geng- ur gott eitt til, — og ég viður- kenni, að hann hefur á réttu að standa. Einhvern veginn hefur hann fengíð nasasjón af því, hvað ég var að pukrast með, þótt ég fæli það í peninga- geymslu bankans og læddist með það út um miðnætti. Ég býst við því, að hann hafi séð, að ég hef verið óstöðugri á svellinu en sæmir aimennilegum manni." „Ég ætla að hætta að drekka,“ sagði Robert loksins. „Ég sé bað að maður getur ekki haldið því áfram og verið um leið það, sem maður vill vera, — hreinn, óttalaus og óflekkaður á mann- orði — eins og Bushrod gamli sagði.“ ..Já, ég verð að játa það,“ sagði dómarinn hugsandi um leið og hann steig upp í vagn- inn, ,.að gamli negrinn hefur nokkuð til síns máls.“ ,,Já,“ sagði Robert daufur í dálkinn, ,.og samt voru í þessari tösku tvær heilflöskur af betra whisky en nokkurn tíma hefur runnið um kverkar nokkurs manns.“ Varið ykkur á vatninu sem sefur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.