Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1944, Blaðsíða 3
IÆSBÓK MORCÍUNBLAÐSINS ÖD5 lá að vatnið færi í vjelarnar og stöðvaði þær. En þó var verst að komast upp hinum megin. Þar var bratt og jarðvegur svo gljúpur að nærri hafði að hjólin fcstust þar. Samt gekk yfirförin slysalaust. Þarna töfðumst vjer klukkustund, en það gerði ekkert til, því að áj meðan var Búðaós ekki fær. ★ BÚÐAÓS eða Ilraunhafnarós, eins og hann mun heita rjettu nafni, mjTidast þannig, að dálítil vík skevst inn austan við Búðir og fcll- ur Hraunhafnará í botn he'nnar og cru þar leirur. Með flóði gengur sjór upp í ána og verða bílar því að, sæta sjávarföllum til þess að kom- ast yfir ósinn. Er að þessu mikið óhagræði, en skamt mun nú þess að bíða. að bílar ]>urfa ekki að leggja í ósinli, því að nýr vegur er í smíð- um nokkru ofar, frá heiðarsporð- inu og skáhalt yfir mýrlendið þar fyrir austan. Ósinn' var um það bil að verða fær, þegar vjer komum að honu.m og voru bílar að byrja að leggja í hann. Djúpt var á þeim fyrstu, svo að lengi var tvísýnt hvort þeir mundu komást yfir, því að vaðall- inn er nokkuð breiður og farvcgir í hann hingað og þangað. Skuggsýnt var orðið er vjcr íögðum í ósinn. Undir þokunni í fjallinu sást ljós. Þar hafði fólk tjaldað í grænum hvammi og hafði nú kveikt hjá sjer. Friður og ró ríkti þarna yfir láði og legi, og var kvöldkyrðin ekki rofin af neinu nema skvampinu í bílunum og köll- um bíistjóranna, er þeir hrópuðit hvatníngarorðum eða viðyörunar- orðúm hver til annars. Áfram rnjök- úðust bílarnir, tóku stundum dýfut? svo að aurskarirnar voru í kafi, en skriðum samt áfram, því að botninn var góður. Að lokum voru allir komnir yfir og hrósuðu þá margir happi, en sumir sögðu: „ójá, þessu er nú lokið, en hún Fróðárheiði er eftir“. Nú liggur vegurinn upp til heið- arinnar, en finnn sinnum urðunl vjer enn að fara yfir ána, því að hún rennur þarna í ótal hlykkjum og krókum. Vcgurinn liggur upp Fróðárheiði rjett fyrir austan Axlarhyrnu og cr brattur þegar í stað, en góður yf- irferðar. I neðstu brekkunum skell- ur þokan á oss, dökkgrá og þvöl, og þyknar óðum eftir því sem ofar dregur. Ljósker bílanna eru tendr-t uð, en þau verða villuljós. Þokati er svo þykk, að Ijósin ná ekki að rjúfa hana, heldur skapast líkt og rosabaugur rjett fyrir framan hvern bíl. Og það er hálf drauga- iegt að sjá þessa glampa frá bíl- unum á iði í þokuhafinu. „Það hefir nú löngum þótt reimt hjerná á henni Fróðárheiði“, segir einhver. „Margir hafa orðið hjer úti og þeir villa fyrir vegfarend- -um“. „Segðu okkur nokkrar drauga- sögur af heiðinni“, biðja margar' raddir í senn. „Þær eru allar eius. Þær eru unii menn. sem villast og hrapa fyrir björg. Leiðirnar eru tvær suður af heiðinni, önnur um Kambskarð og hin hjerna, og skiftast á miðri heiði. Ef hríð er, og menn taka skakka stefnu, hvora leiðina, sem þeir ætla, ganga þeir fyrir hamra, eða falla í gljúfur. Einu sinni var maður á ferð að vetrarlagi og var ríðandi. llann ætlaði að fara Kambskarð. Mojluhríð var á og sá ekkert fram, undan. Maðurinn viltist. Skyndi- lega nemur hesturinn staðar og verður honum eigi þverfótað. Mað- urinn fer þá af baki og ætlar að teyma hann, en hesturinn stóð kyr í sömu sporum. Þá fauk í manninn. llann vafði beislistaumunum um hönd sjer og rykti í. Hesturinn rykti í á móti. Við það slitnuðu taumarnir og þar skildi með þeim. Ilesturinn, kom fram með slitið beislið og var þá farið að leita að manninum. Slóð hestsins var rakin fram á hamrana á Knarrarhlíð. Þar hafði bann staðnæmst fremst á brúninni, sjeð hættuna, en maðurinn sá hana ekki. Og lík hans fanst limlest og sundurhöggvið undir björgunum og voru slitrin af beislistaumunum enn um aðra höndina“. Bíllinn tekur ofurlítinn hnykk og steypir sjer svo niður í eitthvert gil. Það verður hljótt í honum um stund. Svo skríður hann upp úr gilinu aftur. Þá tekur annar til máls: „Jeg þekti einu sinni mann, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.