Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1945, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1945, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 A LAXAMÝRARLEITI v Hugsað til Jóhanns Sigurjónssonar, skálds BRÓÐIR! Nú væri kvöld að kalla á kærustu vitnin bemskudögum frá við mjúkan Laxár nið og laufvindsljóð, litbrigði hausts um víði og hvannastóð, kvöldgeislabros um hrjúfan hraunsins vegg, hólma og kvísl og glæstan iðustegg, um blika og kollu, urt og typpta önd, er una lífi, synda strönd frá strönd og talast við í dalsins aftandraumi um dag og veg, á bláum elfarstraumi. HVE oft við lítil undum svona kvöld við okkar draum og haustsins kyrru völd, hugfangin böra, í sælli sveitaró, sveimhuga gengum út um hlíð og mó, hvísluðum alein okkar fyrstu ljóð •— sem enginn mátti heyra — í kvöldsins glóð, horfðum á lóur hlaupa stillt við fót og heiðasvani fljúga á vinamót lengst lengst til suðurs — blærinn lyngið bærði og bliknað sef við tjarnir örljett hrærði. JEG innst í dal, þú yst;— en sama nið og álftaflug og blæ og gullinhlið síðsumaraftans áttum við í ró, svo óralangt frá stríðs og harma sjó. Og siðar — hvar sem leið um álfur lá þeim ljósdraum ekkert svifti okkur frá. 1 djúpi hugans reis hans bjarta borg á bak við önn og framkvæmd, gleði og sorg. — Gef barai frið og fegurð — og það geymir þá fyrstu sýn — og aldrei síðan gleymir. AF Leitinu’ eg lít og kveð þinn bæ. J>ar lifir minning þín — við sól og blæ. Við haust og vor og vetrar mjallarlín hjer verða alltaf rakin spora þín. Hjer streymdi lind, sem lög sin kenndi þjer, hjer lifði reyr, sem fjarlægð angan ber og ilmsæt hvönn við undurbláan straum — það allt, er vekur sofinn beraskudraum. l>ví blæddi þangi, er fuglar loftin liðu: í liðins álfu hjartans ættlönd biðu. I HÁUM sal við hörpuglaum og söng, í heimsins eftirlæti og vina þröng þig mændu smáblóm æskudalsins á bg augu þeirra voru daggarblá. í gígju þinnar ómi alla stund var anganblær frá grænum víðilund og Norðurlandsins fjarskabláu fjöll þjer fylgdu um höf — og sumarkvöldin öll. Um nafn þitt andar ilmur bjarka sætur og elfar ljóð og fossa — góðar nætur! arinnar — sem jeg myndi þó kjósa öðruvísi að ýmsu leyti. ★ — Næsta morgim var jeg svo í Chieago á ný og daginn þar á eftir úti í þorpinu Des Plains. Harding sölustjóri tók brosandi á móti mjer. Gengið var um skóla og verksmiðj- ur lengi vel. Tekin mvnd af gestin- um og galdrasöginni, o. fl. Síðar um daginn ókum við ásamt braziliskum verkfræðingi og nofekr- um starfsmönnum Do-All út á snævi þakktar sljetturnar í leit að hress- ingarskála. Vaý skæðadrífa, en hitarinn, og útyarpið í gangi inni í bílnum. Minti þetta, ferðalag mjög á Island. Ilelsti munurinn að veg- urinn var syo breiður og góður. Eftir að þafa komið að tveim veitingaskálVim, sem háðir voru lokaðir, fundum við þann þriðja sem var opinn. Dustuðum af okk- ur snjóinn í anddyrinu og gengum inn. Skálinn minti mig töluvert á skíðaskálann í Hveradölum. Þó var hann hlýlegri. Eldur brann á arni og útvarpsfónn ljek ljett og fjörug lög. En við uppljómaðan barinn stóðu nokkur ung pör og hlógu ,að einhverju, sem ómögulegt er að reikna út hvað var. Þarna hagræddum við okkur við stórt og traust eikarborð og var nú borinn á borð matur og hressing. Tók nú að færast líf og gleð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.