Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 2
370 Í.ESBOK M0KOUNBLiAÐSLNH gull og græna skóga. Hann var vel efnaður maður er hann fór vestur, 25 ára gamall, og' hafði góða at- vinnnu og framtíðarmöguleika, heima. En það má segja, að það hafi verið einskær forvitni, sem rak hann til þess, að fara vestur um haf — eftilvill örlítil íslensk þrjóska líka — en meira um það síðar. Æskuárin. ÁSMUNDUR er fæddur að llaugi í Miðfirði 6. júlí 1875. Ólst hann þar upp hjá föður sínum til 16 ára aldurs. Þá fluttist hann að Breiða- bólsstað í Vesturhópi til Vilhjálms Halldórssonar og lærði hjá, honum trjesmíði. Vann Ásmundur við smíði kirkju þar á staðniun. Að trjesmíðanámi loknu fór hann að vinna upp á eigin spýtur og nam, auk trjesmíðanna, jámsirtíðar. Oekk honum vel að fá atvinnu og vann á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu, á Blönduósi, Þingi og Vatnsdal. Hann smíðaði meðal annars Hnarrsa- bæinn fyrir Magniís Steindórsson bónda og einnig á Sveinsstöðum. Framtíðin blasi björt og breið við hinum unga iðnaðarmanni. Ilann þurfti ekki að leita til annara landa til að fá atvinnu og hafði enga löngun til þess lengi framanaf. Um þessar mundir tíðkuðust vesturflutningar mjög frá íslandi. Bræður Ásmundar tveir og systir hans höfðu farið vestur til Ameríkrt. Þau systkinin höfðu skrifað heirn um líðan sína og ánnara íslendinga í Ameríku. Einkum voru fregnir í brjefum þessum ítarlegar um menn, sem farið höfðu vestnr úr Miðfirðinum. Sumir höfðu farið af eigin efnum, en aðrir voru stvrktir til vesturfarar af sveitinni, eíns og þá áttj sjer'stað. Bræður Ásmundar, Gunnlaugur og Skvili, skrifuðu löng og ítarleg brjef og Ijetu vel af líðan tslend- inga fyrir vestan yfirleitt. Ástæðan til Ameríkuferðarinnar. ÁSMUNDUR segir, að þessi brjef hafi ekki vakið hjá sjer neina löng- un til Ameríkuferðar, en hinsveg- ar hafi hann verið málum vestur- fara allkunnugur vegna brjefa- skrifta systkina sinna. En á þessa leið segir Ásmundur frá tildrögum að því, að hann rjeðist til Ameríku- ferðarinnar: — Jeg var fjelagi í málfundafje- lagi, sem nokkrir ungir menn höfðu stofnað til á Blönduósi. Var fjelag þetta stundum kallað „Kjaftaklúbb- urinn“ og tók til meðferðar margs konar vandamál. Veturinn 1899 var á einum fundinum til umræðu, hvort væri meira framtíðarland Is- land eða Ameríka. Um þetta leyti var jeg á móti Ameríkuferðum ís- lendinga. Meðal fjelaga í málfunda- fjelaginu okkar, voru þeir Jóhann Möller kaupmaður, Sæmundsen kaupmaður, sýslumaðurinn og lækn irinn. Þeir komu ekki á fund, sem haldinn var í aprílmánuði um vor- ið og þar sem Ameríkuferðirnar voru ræddar af kappi. Urðu fund- armenn óðamála mjög er leið á fundihn, enda vantaði forystumenn- ina í fjelagsskapnum os embættis mennirnir ekki viðstaddir til að halda uppi reglu og vjrðingu fund- arins. Sú var regla í fjelagi okkar, að fundir máttu ekki standa íengur en til kl. 12 á miðnætti og fór þann- ig í þetta skifti, að er fundartími var úti var dagskrármálið hvergi nænú útrætt og engin niðurstaða fengin. Varð það að ráði að fresta málinu til næs’ta fundar. sem halda átti að tveim vikum liðnum. Það mun hafa látið nærri. að helmingur fundarmanna væri með Ameríku erð um, er fundinum lauk. Ekki tók jeg til máls á þessum fundi. Frjettin um kappræðurnar n fund inum flaug eins og eldur í sinu um þorpið og vakt: málið mikla at- hvídi. Yfirvöldin koma til skjalanna. Á NÆSTA fundi voru þeir mætt ir kaupmennirnir og embættismenn- 'irnir og ætluðu þeir sjer að kveða niður þennan Ameríkudrau.g fv>' fu!t og p.lt. Jóhaun Mö lertók fyr,st- ur til máls og bannsöng Ameríku og vesturferðir Islendinga og vest- urfara „agentana". Þar’næst tal- aði sýslumaður og var ekki myrk- ur í máli á móti Ameríkuferðunum. Þegar þeir voru búnir að tala var enginn til að andmæla þeim. Þótti m.jer þetta hinn mesti aum- ingjaskapur. Það væri lítið gagn í málfundafjelagi, þar sem málin væru rædd frá einni hlið. Jeg bað því um orðið til að verja Ameríku og Ameríkuferðir. Jeg skýrði frá því, að jeg þekti til Ameríkuferða Islendinga allra manna best af þeim sem sátu fundinn, þar sem jeg hefði haft frjettir af vesturferðunum frá bræðrum mínum. Jeg lýsti því yfir að jeg væri reiðubiiinn til að fara sjálfur til Ameríku til að kynna mjer málið og eyða til þess aleigu minni. Þegar leið á ræðu mína fóru menn að grípa frammí fyrir mjer og gekk það svo langt, að jeg varð að snúa mjer til fundarstjóra og spyrja hvort málfrelsi ríkti á fund- inum, eða ekki. En jeg var orðinn einn málsvari Ameríku og það end- aði með því, að sýslumaður kallar til mín: „Ásmundur, þjer mætið á kon- tórnum hjá mjer í fyrramálið kl. 10 og þjer verðið kærður fyrir land- ráð“. Ekki mætti jeg á kontórnum og aldrei heyrði jeg meira um land- ráðakæruna. Ásmundur fer til Ameríku. HUGMYNDIN um vesturferðina varð níi æ sterkari hjá Ásmuridi. Ekki ætlaði hann sjer að setjast nð v^stra, en hugsaði sjer að fara til Kanada og dvelja þar um tveggja ára skeið og kynna sjer allar að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.