Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Blaðsíða 2
482 '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Skipulögð íerðalög um laiulið til
skertmitunar og fróðleiks hafa auk-
ist injög síðtistu árin, og er það vel.
Sumarleyfi og orlof eiga drjúgan
þátt í því. Flestir koma úr þessum
ferðum með gildan sjóð ljúfra end-
urminninga, aukna þekkingu á
iandi sínu og þjóð og vaxinn skiln-
ing og traust á framtíð hennar.
Breiðfirðingakórinn í Reykjavík
haíði ákveðið söngför urn Ifala-
sýslu og Breiðafjörð í júnílok, ein-
mitt um það leyti, er fegurstu tón-
amir hljómuðu frá gígju sumars-
ins. ðljer var gefinn kostur á að
taka þátt í henni. .Teg greip tæki-
færið alls hugar feginn og gerði
nijer miklar vonir um góða skennnt
un. Enda kom á daginn, að engar
tyllivoiiir liöfðu glapið mjer sýn.
Sennilega fyrnist hún aldrei í end-
urminningum okkar. Fagurt veður
ferðadagana, ástúðlegar móttökur
fólksins, er við heimsóttum, og sam-
stilltir hugir og hendur söngfje-
lagánna gerði hana óvenjulega
minnisstæða. Á tvenan hátt var
hún farin sem skemmtiferð. Söng-
fólkið, sem flest er ættað úr byggð-
um Breiðafjarðar, hafði óskipta á-
nægju af að heimsækja æskustöðv-
arnár, og fólkið þar átti einnig
hugþekkar gleðistundir við söng
,jfárfuglanna;‘ Það má segja, að
hún liafi verið sumarkveðja frá
fjarlægum Breiðfirðinguni, er í
senn fylgdu óskir og þakkir fyrir
ógléymanlega daga heima í faðmi
blárra fjalia. f ljóðlínum, sem ort-
ar voru í ferðinni, er söngfólkið
nefnt ..svanir Breiðfirðinga." Það
var vel að orði komist. „Svanimir"
þeir sungu áreiðanlega af fölsk'va-
lausri gleði mcð huga þninginn
þökkum til átthaganna.
Söngstjóri kórsins cr Gunnar
Sigurgeirsson, píanóleikari, en far-
arstjóri var Jón Emil Guðjónsson.
Lagí var af stað hjeðan úr bænum
að morgni hins 22. júní og ekin
þjóðleiðin vestur. Þegar farið er
vestur Bröttubrekku, blasir Baula
við á hægri hönd. Hún er syipuð
pýramída og er úr líparíti. Það
veldur því, að hún er ljósari en
umhverfið og minnir hclst á ösku-
dyngju. Menn scgja, að hún sje
alltaf að minnka undan fingur-
gómum veðurs og vinda. Líklega
tekst aldanna, tonn smám saman að
leggja þessa svipmiklu fjalla-
drottningu að velli.
Brattabrekka er okkur, sem þjót-
um í bifreiðum um landið þvert og
endilangt, lítill farartálmi. Þó er
ekki langt síðan hún var talin erfið
ur og allhættulegur fjallvegur. Öðru
bverju sjáum við móta fyrir göml-
um vegi, sem áður fyrr var aðal-
leiðin milli Borgarfjarðar og Dala.
Enn þá sjást í hellum hófaförin,
harðir fætur rttddu braut í grjóti.
kveður Grímur Thomsen. En hvað
verður það lengi ? Fyrr eða síðar
hverfa einnig þau vegsummerki um
aldalanga og stranga lífsbaráttu,
erfiða aðdrætti og ferðalög á'
klungróttu og vegasnauðu landi.
Svo kann að fara, að „tryggasti
þjónninn" verði aðeins notaður til
skemmtunar, og liðni tíminn cinn
gleymi minningu uni harða vist og
oft illa hjá hrottalegum húsbænd-
um.
Fyrsti dalurinn, sem farið er um,
þegar komið er„í Dalina af Bröttu-
brekku, heitir Suðurárdalur. Austan
megin við hann er hátt fjall og
þverhnípt, er heitir Bani. Um hann
hefi jeg heyrt þá sögu, að nokkrir
skólapiltar — sumir segja vermenn
— hafi hrapað þar til bana fyrir
löngu síðan í norðan stórhríð og
náttmyrkri, er þeir voru á hcimlcið
vestur í Dali. í fjallinu miðju er
allstór skál eða hvilft. Þar er sagt,
að Grettir Ásmundsson hafi leitað
athvarfs um skeið, og heitir hvilft-
in Grettisbæli.
Þegar við förum inn Miðdali,
opnast fagurt útsýni yfir grösugt
undirlendi, og lengst í vestur sjest
út á Hvammsfjörð. Á báðar heud-
ur eru fjallranar. Þeir eru ekki há-
ir en víða grasi váxnir, og niður
þá falla smálækir, ljettir og gáska-
fullir. Yíða blasa við sumargrænir
hvammar, hlýlegir og fagrir. Allt
undirlendið framuridan *hefir efa-
laust verið skógi prýtt í fornöld,
því að mörg ömefni cru þar kennd
við skóg. Til hægri handar rís
fell eitt, hátt og mikið, Sauöafell.
Undir þ\4 að vestan stendur sögu-
staðurinn kunni, og drcgur hann
nafn af fellinu.
1
Við sjáum í huganum flokk Vatns
firðingá á leið hlim að Sauðafelli
til þess að fara að Sturlu Sighvats-
syni og drcpa hann. En eins og seg-
ir í Sturlungu, var hann ekki
heima, er þeir komu. Gengu þeir þá
í skála í hinum mesta vígamóð og
hjuggu hvað sem fyrir varð, jafn-
vel konur og börn. Unnu þeir þann-
ig mörg svívirðileg níðingsverk.
Enda mun för þeirra til Sauðafells
jafnan verða talin með ódrengi-
legustu aðförum Sturlungaaldar-
innar. Ef við gefum hugmynda-
fluginu lausan tauminn, heyrum
við tíðasöng Jóns biskups Arason-
ar, er hann söng messu í Sauðafells-
kirkju 1550 og mcnn Daða í Snóks-
dal kornu að honum og handtóku
liann og sonu hans. En Snóksdal
sjáum við ekki. Staðurinn.er í
hvarfi bak við svo nefndan Bæjar-
háls. Þangað hefði vafalaust verið
gaman að koma, en til þess höfuni
við engan tíma.
Síðdegis erum við komin vestur
í Búðardal, en þar átti kórinn að
hafa fyrstu söngskemmtun sína.
Ungmennafjelagið „Ölafur Pái“
hafði búið honum rausnarlegar
móttökur, og var setst að kaffi-
drykkju í boði þess áður en söng-
inn hófsf.
Skammt fyrir ofan Biiðardal er
höfuðbólið forua, Hjarðarholt, þar