Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Page 6
48G
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
að hví. Yeðrið var ágætt og gest-
ristni fólksitis, Itvar, sem við kom-
um, var svo eínlæg og hlý, að seint
mun gleymast.
Jeg get ekki stillt mig um að láta
nokkrar ferskeytlur, er ortar voru
í ferðinni, fylgja þessum línum.
Þær gera ekki kröfu til að vera
talinn veigamikill skáldskapur. En
þær gefa nokkra hugmynd um til-
finningar ferðafólksins og hug til
Breiðafjarðar og áhrifin, sem það
varð fyrir þar. Jeg læt höfundanna
ekki getið, enda skiptir engu máli
hverjir þeir eru. En fullyrða má,
að þeir sjeu jafnmargir og vísurn-
ar.
Fyrsta ferskeytlan var nefnd:
Til Breiðafjarðar.
%
Er glampaði sól urn grund og stig,
þú gleði veittir sanna,
við lengi munum líta þig
í ]jósi minninganna.
I
Næstu vísu kallaði höfundnrinn
Jónsmessunótt.
Fjöll að baki, fjöll á hlið,
fegurð í öllum línum,
Breiðafjörður brosir via
liörnunum glöðu sínum.
I
Nú er blítt við Breiðafjörð,
bjartur fjailahringur,
blálygn sær og blómguð jörð
björtum tónum syngur.
Við undurþýðan álftasöng
er mjer glatt í sinni,
sumarkvöldin ljós og löng
líða seint irr minni.
(
Og að síðustu:
i
Nú skal haldið heim á leið
hratt um landið fríða,
sumardægrin sólskinsheið
seint úr minni líða.
20. sept. 1945.
Jón Sigtryggsson.
Gullbrúðkaup
éJirtís ^ónSSonar oy Sujrí&ar ^JJanncsJótl
i JJjjúpada ( i dJlacja^. 13. jú(í 1943
Fjalladalur fegurð alla,
faldar hátt í sumarvaldi.
Glitra tún, en glóa brúnir,
geislamagn er til sín beisla.
Blasir þrótt að öllum áttum,
útsýn glæst í myndum stærstum.
Blönduhliðar höfuðprýði
hamraþil, og klettagilin.
Vakir yfir ættar akri,
aldinn jöfur fjalla haldinn.
hæstur, rís mót himni glæstur
hrifni eykur Glóðafeykir.
Beljar fram, af orku og elju,
áin Dals, úr gljúfra falsi.
Römm af þrótt rífur hvamma
rembileita flagðið sveitar.
Ættarstofn, við ímu sættir,
aldir tvær, hjer hefur tjaldað.
Frægðarorð er bar af borði,
best á þingum Skagfirðinga.
Garðinn þennan gjörði varða,
garpar lífs í sóknum snarpir.
Hátt ber Eirík enn með slíkum
íturmennið kosta nýta.
Ungur rjeri árum þungum,
einn varð leita frama sveinninn.
Klífa brattann, brjótast yfir,
brúnum ná er fjarri lágu.
Lærði smíðar, fjölist fræði,
fegraði inni granna sinna,
Ljóshagúr, sem lýðir kjósa,
listamenni æ til kynna.
Straumablakki stýrði í flaumi,
stafnbúa var hverra jafni.
Hlutgengur að hærra fengi,
heiðursmaður sveitai* slyngur.
Snörp var lund á snerru fundum,
snillitök, um fimu rökin.
Þoldi engum órjett lengi,
ástfúsastur þó til sátta.
i
Minnast gjörir rtiargur hennar,
móðurinnar hjartagóðu,
Hennar, sem að öllum önnum,
afkastar án gjalda taxta.
Kvennaprýði er kom að þrinna,
kærleik, ást, við gleði stærsta.
Drottningu í Dalnum lotning,
drengir munu sýna lengi.
Fimmtíu ár, á æfi bárum,
ýtt var knör, úr hjóna vörum.
Kröpp við efni, ei hverful höppin,
keppt, og vinning aldrei slepptu.
Sóma vafin, sjá nú ljóma,
sólareld, á björtu kveldi.
Hyllingu í hugum öllum,
hrifnis mál frá gestaskálum.
Blessi drottinn brúðhjón þessi,
blessunar rík svo eigi víki.
Hamingjusól frá höfuðbóli,
heiður og vald um Dalinn faldi.
Enn munu vitar andans brenna,
enn blika log á hvarma vogum.
Minning ykkar í okkar kynnum,
aldrei deyr, svo mæla fleiri.
Magnús á Vöglum.
— Ifvort vildurðu heldur eiga
eina miljón króna eða 12 dætur?
— Tólf dætur.
— Hversvegna?
— Ef jeg ætti eina miljón, myndi
mig langa til þess aS eiga tvær
þrjár, tíu, hundrað miljónum meira.
En, ef jeg ætti 12 dætur, mvndi
jeg láta mjer nægja það.