Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Síða 7
LESBÓK M0RQUNBLAÐSIN9 487 « Úr sumarferðalagi: Þriðja grein Á F E L L SSTRÖND Eftir Árna Öla NESIÐ, sem gengur fram í Breiða fjörð milli Hvámmsfjarðar og Gils- fjarðar, er nær samfelt fjallendi. Ér þo undirlendi nokkurt meðfra'm sjónum og ganga upp fráþví margir dalir. Um miðbík skagans er fjall, sem heitir Skeggöxl og er 815 metra að hæð. Stefna þangað allir dalirn- ir að norðan, sunnan og austan, og er engu líkara en að þeir geislist út frá fjallinu. Talið er, að 18 dala- drög liggi að Skeggöxl. Nafn henn- ar taldi síra Friðrik Eggerz að mundi hafa afbakast. Hún mundi að rjettu lagi heita Skeggjaöxl, og má vera að (hún sje kend við; Skeggja í Hvammi. Bygðin er meðfram sjó hringinn í kring um nesið og kallast í einu lagi Strandir og voru áður kallaðir Strendir, þeir sem þar búa. Syðri ströndin heitir Fellsströnd (eða Meðalfellsströnd). Hin var áður nefnd Nyrðriströnd, en nvi jafnan Skarðsströnd. Á nesinu eru fjórir hreppar, Ilvammshreppur, Fells- strandarhreppur, Klofningshreppur og Skarðshreppur. IClofningshrepp- ur fylgdi áður Skarðsstrandar- hreppi og áður en þeir skiftust í tvo hreppa, voru hreppatakmörkin hjer um bil nákvæmlega hin sömu og landnámstakmörkin upphaflegu, eins og frá þeim er sagt í Land- námu, þó þannig, að Skarðsstrand- arhreppur hinn gamli hefir náð yf- ir tvö tandnám, Geirmundar heljar- skinns og Steinólfs hins lága. Að Steinólfur bætti síðar við sig Saur- bænum og Bæjardal í Króksfirði, kemur þessu ekki við. Er það at- hvglisvert hve víða á landinu eru hrepparnir hin gömlu landnám, eins og þau voru afmörkuð í upp- hafi. Á suðurströndinni eru tvö fell fram við sjóinn, lág að norðan- verðu, en með háum standbjörgum að sunnan og eru það kallaðar Brúnir. Eru nokkrir bæir fyrir framan fellin, undir því innra Teig- ur, Ketilsstaðir og Skoruvík vest- astundir fellinu, sem þar nefnist Skoruvíkurmúli. Undir ytra fell- inu eru bæirnir Staðarfell, Ilara- staðir (sem nefndir eru Árastaðir í Sturlungu) og Ytra-Fell. Fyrir ofan þessi fell er lægð, og þar er aðal bygðin. Þegar farið er frá Akri út á Strönd er fyrst farið fram hjá bæun um Skarfstöðum og Kýrunnarstöð- um út að Ivnarrarhöfn. Þar skift- ast vegir. Bílvegurinn liggur fyrir ofan fellið og vegna þ^ss að við erum í bíl, verðum við að fara hann þótt neðri vegurinn með sjónum sje ólíkt skemtilegri. Liggur nú leiðin upp í hvosina milli fellsins og fjallsins og var hún fyrrum nefnd Finnmörk og bendir til þess að mikill skógur hafi verið þar. En hann er horfinn eins og víðar. Þar eru þessir bæir: Rauðbarða- holt, kent við hól sem þar er og heitir Rauðbarði, Hóll (ysti bær í Ilvammssveit) Hafursstaðir, Breiða bólstaður, Yalþúfa og Kaldakinn. Á Hóli er nýbygt steinhús, en ann- ars eru byggingar hjer yfirleitt Ijelegar á að sjá. Þegar grafið var fyrir kjallara hússins komu menn niður á gamla skyrsái, djúpt í jörð. Hjá Valþúfu fer vegurinn að beygja niður á við fram h.já bæun- um Skógum og Hellu niður undir Skoruvíkurmúla. Eru hjer enn kross götur og skiffir nú svo um, að bílvegurinn er hjer eftir meðfram sjónum, en gamla alfaraleiðin um Efribygð, en svo nefnist slakkinn fyrir ofan fellið. Leiðin hefir verið tilbreytingarlítil áður, en nú skiftir iim. Nú taka við klettar og maður fer að finna angan af birkikjarri. Brátt er nú komið að Staðarfclli og er staðarlegt þangað heim að líta. Þar er skóli, íbúðarhús og kirkja. Jeg ætla þegar að geta þess, að Staðarfell er endastöð á bílleið sem póstmálastjórnin hefir ákveðið. — Þangað er fullkomin dagleið frá Reyk.javík. Ilíkið rekur þarna á vetrum heimavistarskóla og virð- ast þar öll þægindi til þess að hægt sje að taka á móti ferðafólki. Jeg hafði þess vegna búist við því, að þar væri alt til reiðu fyrir þreytt ferðafólk. Mjer datt ekki í hug að grenslast neitt eftir því fyrirfram. Þetta lá alveg í augum uppi. —■ Þarna er endastöð langferðaþíjsins. Hann kemur þar seint um kvöld. Auðvitað hefir verið s.jeð fy,rir því, að fólk sem ferðast með honum fái þar allan greiða. Og auðvitað fá þeir inni í skólanum, sem er til- valinn sumargististaður. Yfirvöldin, sem stjórna bílferðunum og skólan- um sjá auðvitað um það að fprða- langarnir þurfi ekki ,að hafa nein- ar áhyggjur út af sínum næturstað. En hvei’nig fór? Skólinn var lok- aður, og hjá bóndapum eru svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.