Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Page 12
492
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
senn he£ lil'að átta ár
yítr sjö tugana
Næst yrkir hann:
Einn til áttræðs vantar vetur
víða cr leiðin tresr.
Skulu allir bera betur
baggann sinn en jeg.
Attatíu ára:
A síðasta hlutann sækja fer
senn er von á betra.
Xú í tlag jeg orðinn er
áttatíu vetra.
Áttræðis mjer ablurinn
orðin injög er þungur
kátur sundum kroppurinn
kvikaði betur ungur.
Glaðværðin með dáð og dug
deyfir lífsins ama,
þar til sálin fer á flug
frá dauðans líkama.
Vísu þessa kvað Bjöm einhverju
sinni er hann sá vfirlætislegan em-
bættismann á reið um hjerað:
Áldir fákar fold um þvera
fjúka eins og ský
en hinir mega byrðar bera,
bundnir aftaní.
Einhverju sinni var Björn við
slátt, varð þá steinn fyrir ljá hans,
eins og oft vill verða. Þar var dý
nærri. Ilann tekur steininn upp og
segir:
Bannsettur, þú sem brenglar ljá-
inn
og bitið úr honum tekur a]t
og hreiðrar þig svo undir stráin
eins og þjer geti verið kalt.
Út í dýið að þeyta þjer
þáð tek .jeg ekki nærri mjer.'
í
og um leið þeytti hann steininum
út í dýið. Þetta getur nú heitið að
mæla af munni fram, og svona er-
indi, þó efnislítil s.jeu, kveða ekki
nema góðir hagyrðingar, að mjer
skilst.
Stúlka var lofuð pilti, þó eigi
opinberlega, og liðu svo nokkur ár.
Bað hcnnar þá prestur og giítist
stúlkan honum. Aiælt var að hann
nmndi kaupa á hana frúartitil. Þeg-
ar Björn heyrði þetta kvað hann:
Tryggðin jafnan sómir sjer
en sú varð kljcn að vonum.
Því frúarnáfnið fagurt er
og fæst með peningunum,
Þegar Finnbogi sonur Björns var
barn að aidri, og svaf til fóta föð-
ur síns kvað Björn um hann vrsu
þessa:
Þú færð prís af þægðinni
þjer ei skellur boðinn.
Fótagrísinn Finnbogi
föðurs elii stoðin.
Þetta rættis, því Finnbogi var
hjá föður sínum þar til hann gift-
ist, eftir það í húsmennsku; og svo
þegar Björn var hniginn á efri ald-
ur, og hætti sjálfsmennsku, fór
Björn og bæði þau hjón til Finn-
boga og voru hjá honuni til ævi-
loka. Til þessa lítur Björn í vísu
er hann kvað þegar honum brást
liðsinni hjá öðru barni sínu:
Hver vill hlú að sjálfum sjer
og sínum árum damla,
er nú drjúgust orðin mjer
ennþá spáin gamla.
Maður hjet Guðmundur, kallað-
ur spói. Um hann kvað Björn vísu
þessa, cr hann var að kýta við
annan mann:
Fallega syngur fuglinn minn
flest er honum gefið
ávallt dillar ómurinn
út um langa nefið.
Tómas hjet maður og var Guð-
mundsson, sem víða fór um og
hjelt sjer þannig uppi á gestrisni
bænda. Var hann almennt kallaður
„Tómas víðförli". Hann var drykk-
feldúr í meira lagi. Einu sinni kom
hann að Klúku augafuilur, lagðist
þar upp í rúm og fjekk ógleði
mikla og uppsölu eins og drykkju-
mönnum er títt. Þá kvað Björn:
Ef að sálin skilur við skrokkinn,
skeindu henni ekki þarna við stokk-
inn.
Farðu strax og íieygðu henni í
hrkinn..
flýttu þjer, og hjerna eru tækin.
l'm leið og Björn talar síðustu
orðin, rjettir hann Tómasi nætur-
gagnið.
Meðan sjera Ilalldór og mad.
Oddfríður voru í Tröllatungu, var
það talið sjálfsagt, að enginn sem
til kirkju kom, færi án þess að hat'a
áður drukkið kaffi, hjá prestshjón-
ununf, og þá ekki síður Björn, sem
var aldavinur sr. Halldórs, og þar
að auki forsöngvari. En er presta-
skifti urðu og Jón, sem þá tók við
jörðinni, kom þangað, var lítið um
greiða fyrstu árin. Þá var það ein-
hverju sinni er Björn kom til
kirkju, og var ekki boðinn inn. að
hann kvað er hann fór af stað:
Jeg vel lynda læt mjer það
langt burt hrinda reiði.
Fólk í sltyndi fer á stað
fyrsf ei hindrar greiði.
Þegar fyrst var lagður nefskatt-
ur á sóknarmenn til að borga með
því forsöngvara við Tungukirkju,
þá kvað Björn:
Sönglistin er sæt og há
sú er ekki gefin.
Sá sem byrjar, sjúga má
sóknarbarna nefin.
Um hnignandi kirkjurækni sókn-
armanna kvað Björn vísu þessa:
Sá var áður siður góður
að sækja fundi andaktar.
En nú er allt of margra móður
minna að sinna um kirkjurnar.
Einhverju sinni er tilrætt var
um barnsfæðingar í sveitinni lcvað
Björn: