Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1945, Side 14
494 ^ ' 7 i*:-'IP3l4 Kunnugir finna gaman og alvöru í þessu, og dettur í hug nágranni Björns. „Ungur má en garnall skal.“ Það er enginn kvíði, en aðeins heilbrigð hugsun í þessari stöku: Einn spáir ellin há eins og þráfalt sker. Að jeg sje þá og .þegar frá og þurfi að gá að mjer. Svona minntist hann æskunnar og ellinnar án saknaðar eða kvíða: Æskan er ljett á allan hátt en aldurdómur þungur. Skallinn ber og skeggið grátt. Skárri var jeg ungur. Þetta skrifar Björn meðal ann- ars í brjefi til Jóhanns sonar síns, sem fór utau: Fengi jeg vængi af fuglum þeim sem firðar sjá af grúa skyldi jeg út um allan helm á einum degi fljúga. En svo mjer haldið forlög íast fá með valdi sínu. 'Jeg má aldrei út skyggnast af jarðtjaldi mínu. Þarna kemur fram löngun, til þess, að sjóndeildarhringurinn væri stærri. Þegar líkamskraftarnii’ þverra. þá er eðlilegt að trúmaðurinn þrái að losast úr þessum dvalarheimi og komast á „lífsins land“, því kveð- ur hann á þessa leið: I þungu skapi þankinn er þrái vina íundinn. Löngu er farið að leiðast mjer hvað lengi er sálin bundin. Daprast sjón og sinnið með svona er allt á förum. Þctta fæst ci lcngur Ijeð, þó lýsi daufuni kjörum. Og enn kveður hann: Burðir Iæðast burt frá mjer bestu gæðum rúinn. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS llálfníræður orðinn er eins og skræða fúinn. Lúinn þykist líkaminn og langar ofaní kistu. Sálin er við sama enn sem hún var í fyrstu. Það er auðheyrt á eftirfarandi vísu að hún er kveðin af Ijettlynd- um og glaðværum manni að upp- lagi, þó mótlætið sje farið að beygja hann. Jeg þó hjari í sorgarsæti svona er náttúran, minnst þá varir kviknar kæti og kemur uppundan. Sá er þetta skrifar, komst í góð- aiukunningsskap við gamla mann- inn fyrir nokkrum árum. Honum þótti ganmn að ýmsu rusli sem jeg þá var að safna og skrifa upp, en hann batt jafnóðum inn. Þá var það einhverju sinni, að hann lán- aði mjer, svo lítið bar á, ýmislega tækifæriskveðlinga sína, auðsjáan- lega nýskrifaða eftir minni, og sagði mjer þá um leið tildrög margra þeirra. Hefi jeg nú því ver gleymt sumum. Björn gamli hefir víst aldrei hirt um, að skrifa eða safna saman í eitt ljóðum sínum, eins og faðir hans og afi gerðu, sjera Björn, og sjera lljálmar. Ljóðasöfn þeirra eru hjá Birni gamla með eigin hendi höfundanna, en jeg á afrit af þeim. Beiddi Björn mig þess, að Játa vísur sínar ekki koma fyrir almenningssjónir, fyrr en liann væri andaður. Miklu fleiri tækifærisvísur eftir Björn gæti jeg tilfært hjer, en nú hefi jeg gert, en læt þó við þetta lynda. Miðdalsgröf 28. jan. 1907. H. J. (Björn dó 2. nó*r. 1908 fullra 99 ára að aldri). ■ Úr sumarferðaliigi Framh. af bls. 490. inn og nefnist Harastaðaklif. Áður ^ lá reiðvegur yfir klifið og er þar bratt að fara svo að ekki þótti rjett að láta bílveginn fylgja reið- veginum þar. — Þess vegna var sprengt fyrir honum framan úr klif- inu. Þar er blágrýti, og þvílíkt grjót! Alt saman í ferhyndum stuðl- um. Eru suínir eins og stoðir, alveg ferstrendir, en aðrir eins og borð, misjafnlega breið og þykk. Eu merkilegast er þó það, að allir flet- irnir eru svo sljettir sem þeir væri nýheflaðir. Seinna komst jeg að því, að í þetta klif hafa menn áður sótt legsteina. Ilefir þáð þótt handhægt að þurfa ekki annað en klappa á þá letur eins og þeir komu fyrir. Það væri ekki ónýtt ef Reykjavík ætti slíka grjótnámu, því að stein- ana mætti nota í gangstjettir eius og þeir eru. Tveir Frakkar töluðust við. Annar: Mjer skylst á öliu, að þú hafir átt langt samtal við M. Bourque í gærkveldi. Hinn: — Já, þegar jeg fór gat hann varla hreyft handleggina fyr- ir þreytu. ★ Dómarinn: — Þjer fáið fimmtán ára fangelsi. Sakborningurinn: —Já, en dóm- ari góður, jeg er orðinn svo gamall, að það er engin von til þess, að jeg lifi svo mörg ár í viðbót. Dómarinn: — Ilafið þjer engar áhyggjur út af því, þjer gerið bara yðar besta. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.