Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1946, Blaðsíða 12
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „aukagetu“, svo að þeir gteti drukkið fararheilla skál mína. Þeir fengu það. Þá sagði skrifar- inn að það væri venja að láta fylgd armanninn fá einn real fyrir fóðri handa hestinum og annan fyrir sig, svo að hann gæti haft með sjer vasapela, og..........Þá flýði jeg af hólmi og leitaði skjóls í herbergi mínu. Klukkan sex næsta morgun var jeg ferðbúinn. Einni stundu síðar kom leiðsögumaður til þess að vita hvort hann ætti virkilega að koma með hestinn. Klukkan átta braust jeg inn á borgarstjórann, sem var steinsofandi, til þess að herma upp á hann að hann hafði lofað að sjá um að matur væri til handa mjer í dögun. Hermaður var sendur á stað til að rannsaka málið. Aftur kom hann og sagði að matreiðslu- maður væri ekki vaknaður. Klukk an níu kom reiðskjótinn, ójárnað og ótamið flókatryppi, litlu stærra en asni. Við hann var lagt kjálka- laust ólar beisli, og á honum var hnakkpúta með stórum trjeístöð- um. Þegar jeg kvaddi borgarstjór- ann sagði hann: — Þjer skuluð ekki kvíða neinu. Jeg skal síma til landstjórans í Corongo og borgarstjórans í Huay las, og biðja þá að síma til yfir- valdanna í Huaráz. Alt í lagi, sen- nor, stjómin mun sjá um alt. Klukkustundum saman klifruð- um við upp fjöllin, alt upp undir snælínu og þar var hríðarveður og kuldinn svo napur að hann nísti mig og beit. Bykkjan mín var svo veimiltítuleg, að jeg átti von á því á hverri stundu að hún mundi detta með mig. Og svo lítil var hún, að jeg rak altaf ístöðin í hnjesbæt- urnar á henni. Að lokum hall^ði þó undan fæti niður í dal nokkurn, og örþreyttur og illa iil reika helt jeg innreið mína í Corongo. Um þann stað sagði Stevenson fyrir einni öld: „Coronga er áreiðanlega viðbjóðslegasta Indíánaþorpið, sem jeg hefi komið í“. Það er óbreytt enn. Borgarstjórinn sat þar í moldar- kofa og þar var sími. En hann hafði ekki fengið neitt skeyti frá Cabana. Þar sem símskeyti kosta „yfirvöldin" ekkert, hafði jeg leyft XXI. Hjá UM miðjan dag komum við til Huaylas. Mjer hafði verið sagt mikið af ágæti þess staðar, en hann reyndist eins og hvert annað fjalla þorp um þessar slóðir. „Don Ric- hardo“ var helsti kaupmaðurinn þar, dvergur og átti að héita hvít- ur. Hann rak líka nokkurs konar veitingahús, þar sem verðlag var eins og á dýrasta gistihúsi í New York. Borðstofan var húsagarður milli hesthúsa, og maturinn kom seint og síðar meir út um gat á húsveggnum. Jeg var settur í hálf gert kjallaraherbergi, og hinir góðu íbúar höfðu sjer það til gam- ans að kalla til mín svívirðingaf- orðum inn um gluggann, og kasta inn moldarhnausum og steinum. Það var hið sama innræti, sem læt ur men$> hafa gaman af sorgleg- ustu aflaurðunum við nautaat, eða fær fullnægingu við það að hrekkja volaða vesalinga. „Taco“ kom sein ast mjer til hjólpar. Hann var Jap ani og aðalþjónn Don Richardo, eini gáfaði og siðmentaði maður- inn, sem jeg hafði hitt síðan jeg fór frá Huamachuco. Ráðgert var að leggja á stað snemma næsta morgim, en þá sat fylgdarmaður minn á knæpu og var ókominn klukkan tíu. Jeg fór að bera mig illa út af þessu; því að löng leið var fyrir höndum, en eng inn sinti því. Þá kom alt í einu mjer 'að buast við að borgarstjór- inn í Cabaha mundi efna loforð sitt. En nú var jeg kominn þarna, og borgarstjórinn varð nauðugur viljugur að fara með mig heim til sín. Löngu eftir að jeg kom þang- að færði sóðaleg kerling mjer graut, og var það fyrsta lífsnær- ingin sem jeg fekk þann daginn. lækni hvítur maður, með leðurhúfu og á reglulegum stígvjelum, og kvaðst vera þingmaður þessa hjeraðs. Þegar hann heyrði í hverjum nauð um jeg var staddur, skrifaði hann brjef til læknisins í Caraz um það að láta mig fá sjúkrahúsvist. Þessi læknir hjet dr. Luis A. Phillips. Og svo rak hann hinn drukna fylgdar mann minn á stað með harðri hendi. Jeg hlakkaði svo sem ekkert til þess að koma til Caraz, bjóst við að þar væri svipað og annars stað- ar. En það hækkaði á mjer brún- in er við komum fram á háls nokk urn og við blasti fögur_ sljetta á bökkum Santa-árinnar, og mörg hundruð fallegra húsa með aldin- görðum umhverfis og grænum grundum, en yfir gnæfðu snætypt Cordillafjöllin. íbúarnir þarna voru hvítleitir á höngnd, en blóðið í þeim var víst dökt. Þegar jeg kom að húsi lækn- isins, hitti jeg konu hans. Hún var vel til fara og siðmentuð að ytra útliti. En umhverfið skapar menn og hún var lítt frábrugðin öðrum. Hún svaraði mjer kuldalega að læknirinn væri ekki heima og hún neitaði mjer algerlega um það að koma inn og bíða eftir honum. Það var þá ekki um annað að gera fyr- ir mig en bíða úti. Hópuðust nú að mjer óþrifalegir krakkar og höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.