Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1946, Blaðsíða 6
450 LESBOK MOIIGUNBI^AÐSINS A HAFSBOTNI Ameriskur vísindamaður heíir mörgum sinnum kafað niður á botn í Karabiskahafinu og hafst þar við tímun- uin saman. Hann var nieð kafarahjálm og í — baðfötum. Settist hann svo einhvers staðar þar sem honum þótti gott að vera og athugaði dýra- og jurtalíf í sjónum. Hafði hann nieð sjer skrifföng til þess að rita á allt. sem fyrir augun bar, en skrifföngin voru zinkspjald og stálgriffill. MENN hafa heyrt getiö um em- eríska vísmdamanmnn Wuliam Beebe, sem tók sjer lyrir hendur að kanna dýra og jurtalíf í Kara- biska hafinu. Var ætlunin sú aó komast eftir því, hve margar fiska- tegundir lifðu í sjónum hjá Haiti og reyna að kynnast háttum þeirra. Beebe hefir skýrt frá rannsókn- um sínum í stórri bók og segir þar meðal annars: — Jeg bið þig, kæri lesari að deyja ekki fyr en þú hefir fengið þjer kafarabúning — það er sama hvort þú rænir honum, færð hann að láni, eða smíðar hann sjáifur — og sjerð með eigin augum þenn- an dásamlega nýja heim. í samanburði við það eru náttúru gripasöfn, fiskaker og bækur áiíka eins og að lesa fercaáætlun járn- brauta samanborið við það að ferð- ast með járnbrautum.“ Síðan lýsir hann ýmsu því, sem hann sá á sjávarbotni. Hann útbjó sig með kafarahjá'm en var að öðru leyti aðeins í bað- fötum og svo kafaði hann til botns. Þar gekk hann svo ósköp hægt eftir sandinum. En hvílíkar furðu- sjónir blöstu við honum! Hvert augnablik uppgötvaði hann ný og ný undur og hann seg- ist hafa verið svo heillaður að hann hafi farið að tala við sjálfan sig um allar þessar dásemdir. Svo settist hann niður á ofur- lítinn sandhól og um leið sá hann að alt var á iði umhverfis hann. Þar voru hundruð af gulum kröbb- um, sem stygst höfðu við komu hans. Rjett hjá honum glitraði á eitthvað, sem í fljótu bragði leit út eins og borð úr hreinum „lapis- lazuli“ og á því stóðu þrjú blóm, sem líktust orkideum. Hann ætlaði að slíta upp eitt blómið til minja, en þá hurfu þau öll, eins og þau hefði verið snert með töfrasprota, og ekkert vorð eftir nema bláa gljáandi borðið, sm reyndist vera hlaupkent glit. Ótrúleg mergð af alla vega litum smáfiskum sveimaði umhverfis hann og komu þeir svo nærri hjálm augunum, að hann sá gjörla hvern- ig þeir opnuðu trantana og lokuðu þeim í sífellu, eins og þeir væri að tala við hann. Menn nota ólíkar aðferðir til þess að kafa. Perluveiðarar í Suðurhöf- um kafa til botns á alt aS 20 metra dýpi til þess að ná í perluskelina. Þeir eru allsnaktir og hafa hvorki kafarahjálm nje annan útbúnað. Ekki geta þeir því verið lengur í kafi í hvert sinn nema tæpar fimm mínútur. Beebe kafaði ekki dýpra en 10 metra og hann hafði kafarahjálm sem fersku lofti var sífelt dælt í. Hann gat því verið alt að 40 mínút- um í kafi í einu. En sje kafað dýpra þurfa menn að vera í sjerstökum gúmmíbúningi til þess að hlífa lík- amanum við vatnsþunganum og kulda. Þannig útbúnir geta menn verið nokkrar klukkustundir í kafi, en þó eigi á meira dýpi en 80 metr- um. Ef menn kafa mikið dýpra verða þeir að vera járnklæddir frá hvirfli til ilja og hafa með sjer súrgeymi, því að ekki er hægt að dæla lífslofti niður til þeirra í svo miklu dýpi. Það borgar sig að fara rannsókn- arferð niður í sjávardjúp. Þar blas- ir við mann hið furðulegasta líf. Hvarvetna mæta mann ný undur. Manni getur sýnst að þar sje hús skrautlegustu blóm, líkt og anem- onur, nellikur og rósir, en hann kemst fjótt að faun um að það eru missýningar. Því að þetta eru ekki blóm, heldur lifandi verur. Blóm- blöðin eru fálmarar, sem eru á sí- feldu iði til að krækja sjer í fæðu. Þarna er nú t.d. „einbúinn“, lítið dýr, sem velur sjer tómann bobba fyrir bústað. Skríður hann aftur á bak inn í bobban, svo aeins haus- inn stendur út úr. En sjer til hlífð- ar hefir hann svo eitt af þessum „blómadýrum“. Hann gróðursetur það sjálfur á bobbanum, og það er fullkomin samvinna milli þeirra. Þegar einhver hætta er á ferðum, breiðir blómið blöð sín yfir höfuð einbúans, en þessi blöð brenna eins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.