Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1947, Blaðsíða 4
344 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 Elliðaánna og þá í lok septembermán- aðar kom Gvendarbrur.navatnið í bæinn. Það var talið örugt að Gvendar- brunnar væri svo hátt, að nægur þrýstingur vrði á vatninu tll að koma því upp i hús þau, er hæst standa, og nægilegt vatnsmagn. En það kom þó fljótt í ljós, að svo var ekki. f þeim húsum, sem hátt standa, varð þráfald- lega vatnsskortur, einkum þegar vatnseyðsla var mikil t.d. við fisk- þvott og í sláturtíðinni. Þess vegna var bygður hinn stóri vatnsgeymir í Rauðarárholti. Vatnsveitan er eitt mesta menn- ingarfyrirtæki bæjarins. Viðbrigðin að fá hreint, rennandi vatn inn í hús- in voru svo mikil, að því verður naum- ast lýst svo vel sem skyldi. En það var fleira, sem sigldi í kjölfarið. Ó- hollu vatns'oólin voru úr sögunni. — Heilbrigði bæjarbúa var betur tryggð með því. Og nú voru líka sköpuð skil- yrði til þess að gera holræsi um allan bæinn, og hafa vatnssalerni í hverju húsi. Áður höfðu víðast hvar verið útikamrar, misjafnlega þriflegir og jafnvel hættulegir heilbrigði manna. Þeir lögðust nú smám saman niður, og var að því sannarleg landhreinsun. Fólk gat nú fengið bað í heimahús- um og við það jókst þrifnaður. Það má því segja að vatnsveitan heíur haft ómetanlega þýðingu, sem eitt hið merkasta fyrirtæki í þágu heilbrigðis- málanna. Og þó er ekki allt talið enn. Með vatnsveitunni sköpuðust skilyrði til þess að koma brunamálum bæjarins í betra horf, því að nú var hægt að nota hin fullkomnustu slökkvitæki. RAFMAGNSVEITAN ÞEGAR FARIÐ var að tala um það að raflýsa bæinn, risu þegar harðar deilur, því að sumir vildu heldur gas- stöð. Drógst þetta nokkuð á langinn, en 1908 fekk bæjarstjórnin tilboð frá Francke í Bremén um byggingu gas- stöðvar. Varð þá enn hin harðasta rimma út af því, og meðal annars út af því hvar gastöðin ætti að vera. En tilboðinu var tekið og gasstöðin reist. Var bygging hennar hafin í september 1909, og kveikt á götuljóskerum í fyrsta skipti 1. september 1910. Óánægjan með gasið helt samt áfram, og árið 1914 var haldinn al- mennur fundur um málið og skorað á ■ bæjarstjórn að reisa rafmagnsstöð sem fyrst. En þá kom stríðið og allar framkvæmdir stöðvuðust um sinn. Þó kom málið fyrir bæjarstjórn að nýu árið 1916. Þá gerðu þrír íslenskir verk fræðingar tiiboð um að reisa rafmagns stöð hjá Elliðaánum. Þetta varð til þess að samþykkt var að fá útlendan vatnsvirkjafræðing til þess að rann- saka hvar tiltækilegast væri að hafa stöðina, hjá Elliðaánum eða Soginu. í mars 1917 kom svo álit frá norska verkfræðingafjelaginu og var lagt til að reisa rafmagnsstöðina hjá Elliða- ánum. Var svo samþykkt í bæjar- stjórn 2G.^ept. 1918 að ráðast í fyrir- tækið og taka 2 milljónir króna að láni til þess. En það var ekki fyr en í desember 1919 að samþykkt var að stöðin skyldi vera hjá Ártúnum, þar sem gamli þjóðvegurinn hafði legið yfir árnar, og nokkru ofar en þver- girðingar Thomsens höfðu verið. Var fyrst komið upp 1000 hestafla stöð, svo var hún stækkuð upp í 2500 hest- öfl og seinna upp í 4500 hestöfl. ★ Laxinn gengur enn í árnar. En nú er það ekki lengur atvinnuvegur að veiða hann, heldur skemmtun fyrir áhugasama veiðimenn. í staðinn fyrir þvergirðingar Thomsens er nú komin hin mikla þvergirðing hjá Árbæ, og í staðinn fyrir áveitustíflu Benedikts Sveinssonar og á líkum stað, er nú kominn hinn voldugi stíflugarður fyr- ir neðan Vatnsenda. Báðar þessar þvergirðingar eru þúsund sinnum ramari en þvergirðingar Thomsens. En enginn amast við þeim. Engin málaferli munu rísa út af þeim, því að nú verður ekki um það deilt, að einn er eigandi að Elliðaánum. Það er Reykjavíkurbær. Hann á nú eigi að- eins vatnið í ánum og laxveiðina, heldur einnig þær jarðir, sem lönd eiga að þeim, „með öllum þeirra her- legheitum og rjettugheitum til lands og sjávar til ystu ummerkja“, eins og tekið var fram í afsalsbrjefum kon- ungs, þegar hann seldi þær. Á. Ó. ^ ^ >w - Molar - HECTOR MC NEIL aöstoöar utanríkisráöherra Breta er bœöi djarfur rnaöur og oröhepp- inn. Hann var áöur einn af bestu knattspyrnumönnum Skota, og hann kepti oftar en einu sinni meö „Queens Park“, hinu fræga knattspyrnufje- lagi Skota. Og hann er Skoti í húö og hár. Skömmu eftir að verkamannastjórn in tók viö völdum t Bretlandi, gekk hann á fund yfirboöara stns, Mr. Bevin, og baö um orlof, konan stn vœri komin aö því aö eiga barn og hann þyrfti aö fara meö hana til Skot lands. „Hva'ö er þetta, maöur?“ spuröi Bcvin undrandi. „Er ekki nóg af góö- um fœðingarstofnunum hjer í Lon- don ?“ „Þjer skiljiö þetta ekki,“ mœlti Mac Neil á breiðri skosku. „Ef drengurinn fœöist t Englandi, þá fœr hann ekki aö keppa fyrir Skota.“ I SORG Prestur kom t heimsókn og konan kom til dyra t sorgarbúningi. „Hvaö, er maöurinn þinn dáinn?“ sagöi prestur. ■ ■ „Nei, hann er ekki dáinn.“ „Hvers vegna ertu þá sorgar- klœdd?“ „Þaö skal jeg segja þjer. Maöurinn minn núverandi er svo nískur og sýt- ingssamur, aö jeg er aftur komin t sorg út af fyrri manninum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.