Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Síða 2
342
LESBÖK morgunblaðsins
l:\arf hjeðan, átti jeg tal við hann
til þess m. a., að fá nokkurt yfirlit
yfir kirkjulíf íslendinga vestanhafs.
Ln það er hin kirkjulega starfsemi
cr hefir frá öndverðu verið megin-
kjarninn í samheldni og þjóðrækni
landa vorra vestan hafs, sem kunn-
ugt er.
Sjera Valdimar er maður á besta
rldri. Viðkunnanlegur í viðmóti,
hreinskilinn og hreinskiptinn kem-
ir hann mönnum fyrir sjónir. Hann
skýrði mjer m. a. svo frá námsferli
sínum:
1 skólum Norðmanna.
— Jeg fór vestur um haf árið 1922.
Var þá tilgangur minn að afla mjer
þar menntunar meðal Vestur-ís-
lendinga en hverfa síðan heim að af-
loknu námi. Hafði jeg einkum hug
á því að læra til prests. Jeg hafði
tekið gagnfræðapróf og stundað nám
1 tvö ár í lærdómsdeild Menntaskól-
ans hjer heima áður en jeg fór. Þeg-
ar vestur kom var jeg við nám í 6
ár. Lauk jeg þar menntaskólaprófi
og síðan guðfræðiprófi. Gekk jeg
í menntaskóla Norðmanna í Minne-
sóta. Norðmenn eru þar fjölmennir
og hafa lengi haft þar fjóra mennta-
skóla. Hafa margir merkir Vestur-
íslendingar sótt þessa skóla Norð-
manna. Meðal þeirra var dr. Brand-
son, Hjálmar Bergmann og Barði
Skúlason.
Eftir sex ára dvöl mína vestra er
jeg hafði lokið guðfræðiprófi, gerð-
ist jeg prestur hjá íslenskum og
norskum söfnuðum í N.-Dakota.
Lengi vel var norskan ríkjandi 1
kirkjum Norðmanna vestra. En nú
hefur enskan tekið við fyrir löngu
i flestum söfnuðum þeirra.
Á Kyrrahafsströnd.
Er jeg hafði verið prestur hjá
Norðmönnum í þrjú ár, flutti jeg
vestur að Kyrrahafsströnd. Þjónaði
jeg þar íslenskum söfnuðum í Blaine
og Point Roberts, og enskum söfnuði
í Bellingham, Washingtonríki.
Dœtur Eylandshjónanna
Lilia Maria og Elene Helga
í Blaine er öflug bygð íslendinga.
Þeir hafa haft íslenska kirku þar
síðan árið 1912 og þar eru nú tvær
íslenskar kirkjur. Jeg starfaði þar í
Lúterska kirkjufjelaginu. Er það
frekar öflugur fjelagsskapur. í
Blaine er nú að koma upp reisulegt
elliheimili fyrir íslendinga.
Tveir forystumenn eru þar helstir
meðal Landa. Albert Kristjánsson, er
hefur verið leiðtogi fyrir frjálslynda
söfnuðinn og Andrjes Daníelsson er
var þingmaður fyrir Washingtonríki
i 12 ár. — Mikilhæfur maður.
Jeg var í sjö ár í borginni Bell-
ingham á Kyrrahafsströnd. Er hún
álíka stór og Reykjavík. Bæjarbúar
stunda þar fiskiveiðar, timburverslun
og samgöngur á sjó.
Eftirmaður Björns B.
Jónssonar.
Þaðan fór jeg árið 1938 og gerðist
aðstoðarprestur sjera Björns B. Jóns-
sonar, er var prestur Fyrsta lútherska
safnaðarins í Winnipeg. Hann var
einn fremsti kennimaður meðal Vest-
ur-íslendinga, bróðursonur Kristjáns
Jónssonar Fjallaskálds. Er jeg kom
til Winnipeg var sjera Björn farinn
að heilsu. Andaðist hann nokkrum
mánuðum síðan. Var jeg síðan kjör-
inn eftirmaður hans.
— Hve margir eru í þessum söfn-
uði?
— Þetta er langstærsti söfnuðurinn
meðal Vestur-íslendinga, alls eru
sóknarbörnin um 1500.
Sextíu söfnuðir.
— En hve margir eru hinir ís-
lensku söfnuðir í Vesturheimi alls?
— Þeir eru samtals um 60 í báð-
um kirkjufjelögunum. En jeg geri
ráð fyrir að í þeim sjeu samtals 9—
lt þús. manns. í Lútherska kirkju-
fjelaginu um 6 þús. manns í 40 söfn-
uðum.
Allur kostnaður safnaðanna er
ftnginn með frjálsum samskotum
sem kunnugt er. Það gefur að skilja,
að útgjöld þeirra, sem mest leggja
af mörkum til safnaðarstarfseminnar,
eru talsvert tilfinnanleg, þar sem
söfnuðurnir allir eiga sínar kirkjur,
er þeir hafa bygt af eigin fje, auk
þess sem þeir borga prestunum laun
þeirra.
Á báðum tungunum.
Kirkja Fyrsta Lútherska safnað-
arins í Winnipeg var bygð 1914.
Byggingarkostnaður hennar varð um
100 þús. dollarar. Tiltölulega fáir
menn lögðu fram meginhluta þessa
kostnaðar. Urðu framlög manna sem
stórtækastir voru, hátt í 10 þús. doll-
arar. Allmargir lögðu fram 2—5 þús.
dollara.
Söfnuður þessi er hinn elsti meðal
Islendinga vestan hafs, stofnaður fyr
ir rúmlega 70 árum. Á hverjum
sunnudegi er messað í kirkju hans í
Winnipeg á íslensku og ensku. Safn-
aðarfólkið er yfirleitt kirkjurækið,
en fyrir alllöngu síðan varð að láta
guðsþjónusturnar líka fara fram á