Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Page 3
lesbOk morgunblaðsins 343 Kirkja fyrsta lút. safnaðarins ensku, vegna þess hve margir í söfn- uðinum gátu ekki haft not pi ís- it nsku messunum. Allmargt af ensku íólki hefir gengið í söfnuðinn, með- e' annars vegna þess, að það er ^enslað og tengt íslendingum, eins og eðlilegt er, því ástin fer ekki alt- sí eftir þjóðerni. Þeim fer af eðlilegum ástæðum fækkandi, sem koma á íslensku mess- urnar. Er það aðallega eldra fólkið, sem þangað kemur. En þó yngra safn- aðarfólkið hafi yfirgefið íslenskuna, þá yfirgefur það ekki söfnuðinn. Ræktarsemi þess við hugsjónir feðr- anna kemur í veg fyrir það, Unga fólkið vill ekki hverfa frá þeim fjelagsskap, sem feður þeirra stofn- uðu. Kirkjan kjarni fjelagslífsins. — Hvernig er samkomulag og sam- vinna milli hinna íslensku safnaða í Winnipeg? — Samkomulagið er prýðilegt og góð vinátta milli kirkjufjelaganna. Það hefur verið til gagns að kirkju- fælögin eru tvö, hefir skapað heil- brigða samkeppni þeirra á milli. Utanum söfnuðina og kirkjufjelög- ir. hefir svo myndast önnur fjelags- starfsemi Vestur-íslendinga, svo sgm Þjóðræknisfjelagið. Frá fyrri tíð eru lika stúkur í sambandi við báða söfnuðina. Eru þær að miklu leyti starfræktar af eldra fólkinu og fer þar allt fram á íslensku. Það var einkum á fyrstu áratug- um Islendinga vestanhaís, að talsvert los var á mörgum þeirra- Þá bljesu ýmsir vindar um menn og lífið var á margan hátt frumstætt, eins og oft á sjer stað í nýjum bygðarlögum. Bindindisstarísemin meðal íslend- inga var þá mörgum til blessunar, hjáipaði ýmsum til að ná þeirri kjöl- festu, er nauðsynleg var í stórborg- inni. — Hvað verður að yðar áliti um islensku söfnuðina, þegar íslenskan hverfur úr daglegu lífi þar vestra? — Hugmyndin er að færa kirkju- starfsemina yfir í enska málið. Halda söfnuðunum við lýði á þennan hátt, þótt íslenskan af óumflýjanlegum á- stæðum hverfi af vörum manna. Þannig hafa innflytjendur annarra cg fjölmennari þjóða orðið að fara ab. Kirkjuleg starfsemi frændþjóða okkar á Norðurlöndum heldur áfram vestra, enda þótt þeir hafi horfið frá tungu sinni að miklu leyti. En með þessu móti flytja innflytjenda- þjóðirnar hugsjónir og trúarlíf heima þjóða sinna inn í hinn enskumæl- andi heim. Sama er að segja um þjóðræknismálin, tengslin við heima- þjóðirnar haláa áfram, þótt tungan breytist. Fimmtíu þúsund manns. — Hve margir teljið þjer að sjeu i Kanada og Bandaríkjunum sem eru af íslenskum ættum? — Mjög er erfitt að koma tölu á það, því fólkið er svo dreift, og þeg- ar íslenskar stúlkur giftast annarra þjóða mönnum, taka þær upp þeirra nöfn og þá er erfiðara að átta sig á, að börn þeirra eru Islendingar að hálfu, Rögnvaldur heitinn Pjetursson rannsakaði þetta mál eftir því sem írekast var unnt og komst að þeirri niðurstöðu, að alls myndu menn af íslenskum ættum í Ameríku vera um 50 þúsund, 35 þús. í Kanada og 15 þús. í Bandaríkjunum. V. St. ^ V k, V k/ -S ófaró&ur: ÁGÚST Ileiöan láttu liimininn hvelfast dátt og lcngi, veita máttu vannann pinn vinnusáttu mengi. Friöarboga fríöan Ijá fossasogum tryltu, storö og voga steyptu á stöfum logagyltu. Benedikt Einarsson Miðengi. ÍW ^ - Molar - Sonur Hitlers. MaÖur nokkur frá Hannover, Ilel- rnuth Riegge aÖ nafni, klipti mynd af Hitler og Evu Braun úr ensku blaÖi og límdi þar ofan á mynd af barni, svo aÖ þaÖ sýndist sem Eva sœti méÖ þaÖ í kjöltunni. SíÖan ferö- aÖist hann viöa, sýndi myndina og baÖ um samskot til þess aÖ frelsa barniÖ, sem hann sagÖi aÖ vœri á hernámssvœöi Rússa. Harin hafÖi safnaÖ 500.000 mörkum áÖur en komst upp urn hann. ★ Það er vani heimsins áÖ tigna dauÖa menn, en ofsœkja þá lifandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.