Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1948, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
347
landskoti, næsta bæ fyrir austan
Hörgsland. Efst í túninu þar er
klettadrangur einn allmikill og
stendur einn sjer í brekkunni. Upp
úr honum stendur hár steinstöpull,
og er kletturinn tilsýndar eins og
turn með krossmarki á. Hann heit-
ir Gosutindur eða Álfakirkja. Ef
horft er á hann frá ákveðnum stað,
breytist krossinn og verður eins og
stór líkneskja. Og á einum stað fanst
mjer, er jeg horfði á hann, sem jeg
sæi úthöggna í stein, mynd sem jeg
hefi sjeð af Kristi, þar sem hann
hastar á sjó og vind, en lærisvein-
arnir halda sjer dauðahaldi í klæða-
fald hans.
Þegar nokkuð kemur austur fyrir
bæinn og horft er til baka, kemur
fram í klettabrúninni mjög glögg
«
mannsmynd, andlit á manni, sem
horfir hátt. Jeg þekti svipinn undir
eins. Þetta var enginn annar en Guð-
mundur heitinn Bárðarson náttúru-
íræðingur. Bandaríkjamenn láta
höggva geisistórar myndir af for-
setum sínum í kletta. Hjer hefir ís-
lensk náttúra sjálf mótað slika
kiettamynd af einum námfúsasta
lærisveini sínum. —
Frá Hörgslandskoti austur að Fossi
er nokkuð löng bæjarleið, eftir því
sem hjer gerist. Á þeirri leið geng-
ur fram á einum stað grasi vaxin
tunga milli tveggja lækja og er hún
kölluð Hróarstunga. Þar á Hróar
Tungugoði að vera heygður. Hann
var sonur Una hins danska og Þór-
unnar dóttur Leiðólfs kappa að Á í
Skógahverfi. Það var næsti bær
við Skál, nokkuð ofar með fjallinu
og Skaftá, en hann er nú í eyði.
Á Fossi er mikil bygð og margir
bændur. Mörgum þykir þar einna
íegurst á Síðunni og mun þar aðal-
lega um valda fossinn, sem steyp-
ist lóðrjett fram af hárri klettabrún
fyrir ofan bæinn. Er bærinn við
hann kendur. Lækurinn, sem fossinn
er í, kemur úr Þórutjörn þar uppi
í heiðinni og var nefndur Þórutjarn-
arlækur og sennilega hefur fossinn
vpphaflega verið nefndur Þórutjarn-
arlækjarfoss, en það hefir þótt of
langt og óþjált nafn, svo að hann
befir oftast verið nefndur foss að-
eins. Og því hefir farið hjer eins
cg víða annars staðar, þar sem bæ-
ir eru kendir við kennileiti eða nátt-
urueinkenni, að þau fara aftur að
bæta við sig bæjarnafninu. Og nú
er fossinn kallaður Fossfoss, eins og
sjá má á landabrjefi Geodætisk
Institut.
Skamt fyrir austan Foss er Foss-
núpur og í honum tveir hellar. Húð-
arhellir og Klukkuhellir, „og eru þeir
að engu leyti merkilegir", segir í
sóknarlýsingunni er áður getur, en
að vísu segir hún hið sama um
Gunnarshelli í Keldunúpi. Húðar-
hellir dregur nafn sitt af því, að
þar voru þurkaðar húðir.
Þarna hjá núpnum eru tveir hól-
ar, sem heita Dverghamrar. Er það
talin sjálfsögð skylda hvers sem
kemur þarna í fyrsta sinn, að skoða
þá, enda eru þeir afar einkennilegir.
Að ofan eru þeir kollóttir og grasi
vaxnir og ber mjög lítið á þeim frá
veginum. En að framan er hátt og
þverhnýpt berg — hið fegursta
stuðlaberg, hver súlan við aðra í
þjettum röðum, og er þessi einkenni-
lega hleðsla einn af hinum skemti-
legu dutlungum íslenskrar náttúru.
Væri heflað ofan af Dverghömrum
mundi þar koma fram mjög svipuð
kirkjugólf eins og Kirkjugólfið hjá
Klaustri.
Við Fossnúp sveigist klettabeltið
til norðausturs og blasir þar fremst
við annar núpur, sem nefnist Þver-
árnúpur.'(Annar hver þessara núpa
hefir heitið Móðolfsgnúpur í forn-
öld). Og nú lýkur hinu grasi gróna
undirlendi og eystra eldhraunið, sem
kallað er Brunahraun, teygist með-
fram heiðarröndinni vestur undir
íossnúp. Er það grátt og úfið. Milli
þess og hlíðarinnar er straumvatn,
sem nefnist Fossálar. Fram af hraun
inu er Brunasandur, sem nú er að
mestu gróinn, en þar fram af er vítt
ílæmi, sem nefnist Skjaldbreið. Það
er nú að mestu yfir flotið af vatni.
En munnmæli segja, að eitt sinn
hafi verið mikil bygð í Skjaldbreið
cg segir Sveinn Pálsson að kirkju-
staðurinn þar hafi heitið Saurbær,
cg sjera Jón Steingrímsson getur
þess að þar hafi verið 8 bæir. Bygð-
in hefir sennilega eyðst af ágangi
Hverfisfljóts, sem áður hjet Al-
mannafljót, og er í Landnámu get-
ið um hlaup í því: „Áður Almanna-
fljót hlypi var það kallað Raftalæk-
ur“. í máldaga Kristsbús að Þverá
1367 er talið að það eigi „lx mels í
skialdbreid“, og af því er að ráða
að bygð hafi þá verið horfin þar,
en aðeins meltekja eftir. Sagt er,
að bændur þeir, sem þarna bjuggu,
hafi flutst vestur í Landbrot, því
að þar hafi engin bygð verið áður.
Fram af Þverárnúpi, skamt úti í
hrauninu, stendur stakur hóll eða
fell, og nefnist Orustuhóll. Hann er
287 fet á hæð og mikill um sig, með
klettabelti á þrjá vegu og er kletta-
veggurinn að norðan sljettur sem
þil. Að ofan er hóllinn kollóttur og
grasi vaxinn. Verður tæplega kom-
ist upp á hann nema í einum stað.
Engar skráðar sagnir hefi jeg sjeð
um það af hverju hóllinn dregur
rafn sitt, en bóndi þar eystra sagði
mjer að þau munnmæli fylgdu nafn-
inu, að þarna hefði Hróar Tungu-
goði barist við Þorkel Alviðrukappa
og felt hann. Þessum Þorkeli má
ekki rugla saman við Þorkel hinn
auðga í Alviðru vestra. Sú er sögn, að
norðv. af Álftaveri hafi verið bygð,
sem kölluð var Dynskógahverfi, en
eyddist í Kötluhlaupi um 900. Þar
eru nafngreindir nokkrir bæir, og
einn af þeim hjet Alviðra. Og enn
í dag heita Alviðruhamrar á sönd-
unum fram af Álftaveri. Ætti þessi
Þorkell Alviðrukappi því að vera
kendur við þann bæ.
Við Þverárnúp beygir heiðarbrún-