Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1948, Blaðsíða 10
534 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ríkiserfingi og svipar mjög til móð- ur sinnar. Hann er tröll að vexti og yfirlætislaus. Tíu ár dvaldist hann í Ástralíu til þess að nema lög og iðka fagrar listir. Hann er hæggerður maður og talar fátt. Það er bannað með lögum í Tonga að versla með áfengi. En ráðherrarnir þóttust þó þurfa á á- fengi að halda, þegar tekið væri á móti erlendum gestum. Var því um 120 helstu mönnum þjóðarinnar veitt undanþága frá lögunum þann ig að þeir mætti flytja inn áfengi til eigin nota. En það kom fljótt í ljós að þetta var misnotað Þá gekk Tungi ríkiserfingi á undan öðrum með gott eftirdæmi, og af- salaði sjer rjetti sínum til þess að hafa áfengi um hönd, og ljet stjórnartíðindin birta þessa ákvörð un sína. Þessi tilvonandi konungur, sem nú er heilbrigðis- og mentamála- ráðherra, hefir þá einkennilegu náttúru að safna allskonar ónýtum gripum, svo sem gömlum sjálfblek ungum, blaðlausum rakvjelum o. s. frv. Hann gifti sig í fyrra. Bróðir hans heitir Fatafeki og eru þeir mjög ólíkir. Yngri bróð- irinn er nú 22 ára. Hann er jafn- vel enn stærri en ríkiserfinginn, en Ijettlyndur og kátur, og jafnan hrókur alls fagnaðar á mannfund- um. En sje hann í samkvæmum með Evrópumönnum, þá talar hann fátt, en hugsar margt. Hann er ræktunarráðunautur stjórnarinnar og ferðast um ríkið þvert og endi- langt til þess að ieiðbeina mönn- um. Hann giftist samtímis bróður sínum. Við það tækifæri söfnuð- ust 7000 þegna þeirra fyrir utan kirkjuna, þar sem hjónavígslan fór fram, til þess að hylla drotninguna og syni hennar. Mátti þá glögt sjá hvað þau eru ástsæl af öllum landslýð. Þetta var einkennileg hjóna- vígsla. Fyrst voru hjónin gefin saman fyrir altarinu í kirkjunni, en á eftir fóru fram ævafornir hjónavígslusiðir þeirra Tonga-búa, siðir se?h eiga upptök sín aftur í römustu heiðni. En þetta þótti al- veg sjálfsagt og eðlilegt þar. Tonga skeytir ekki um nýustu tækni nje gróðabrall. Þess vegna hafa þar verið gerðar ráðstafanir til þess að stjaka frá sjer gróða- brallsmönnum og kaupmönnum. Tonga hefir engan áhuga fyrir því heldur að hæna að sjer ferðamenn. Þar hefir hin illræmda dollara- sýki ekki gert vart við sig. Tonga- búar vilja fá að lifa í friði og fylgja sínum eigin venjum og lifn- aðarháttum. Síðan stríðinu lauk hafa þús- undir af fyrverandi hermönnum skrifað stjórninni í Tonga og mælst til þess að fá að setjast þar að sem nýræktarmenn, kaupmenn eða umboðssalar. En allir hafa fengið það svar, að þeim sje alveg of- aukið þar. Viðskiftalífið í Tonga hafi ekki neitt brúk fyrir þá. Tonga vill engin afskifti hafa af alheims stjórnmálum, en hugs- ar um það eitt að vernda sjálf- stæði sitt. Og sjálfstæð er þjóðin að öllu öðru leyti en því, að síðan árið 1900 er í gildi samningur, sem hún gerði við Breta um það; að þeir heldu verndarhendi sinni yf- ir ríkinu, en fengi í þess stað að fara með utanríkismál þess. Og til þess hafa Bretar þar konsúl, og hann er líka ráðgjafi stjórnarinn- ar í helstu f jármálum. Enginn ann- ar erlendur embættismaður er þar, og Tongabúar skoða breska kon- súlinn fremur sem sinn mann held- ur en útlending og erindreka ann- arar stjórnar. Brjefin, sem fara á milli hans og drotningarinnar eru og mjög ólík því, sem tíðkast um opinber brjef, því að hann kallar hana altaf „kæru vinkonu" og hún kallar hann „kæra vin“ sinn. ^ 4^ -V á Barnahjal Mamma var ákveðin í því að kenna Siggu borðsiði, en Sigga var ekki nema sex ára. Eitt sinn er setið var að morgunverði, var mamma að lesa í blaði, en hjá disknum hennar Siggu hafði ver- ið sett linsoðið egg. — Mamma, sagði Sigga alt í einu. Jeg vil ekki egg. Jeg fekk egg í gærmorgun. — Það kemur ekki málinu við hvað þú fekst í gærmorgun, sagði mamma án þess að líta upp úr blaðinu. Egg eru holl og borðaðu það nú alt undir eins. Það hnaut eitthvað í Siggu, en hún þorði ekki annað en hlýða. Eftir litla stund sagði hún: — Mamma, jeg vil ekki þetta egg. Það er ekki gott. — Víst er það gott; sagði mamma og hjelt áfram að lesa. Flýttu þjer nú að borða það. Svo líður enn góð stund. Þá segir Sigga: — Mamma, jeg er nærri búin með eggið. Má jeg ekki skilja þetta eftir? — Sigga, þú veist að jeg á ekki að þurfa að segja þjer hið sama mörgum sinnum. Jeg hefi sagt þjer að borða alt eggið, og þú verður að gera það. — Æ, mamma, sagð* Sigga og fór að væla. Þarf jeg að boi-ða lapp- irnar og nefið iíka? ★ Ola var sýndur iitli nýfæddi bróðir. — Hvað varstu að borga fyrir hann? spyr hann með spekings- svip. — Ekkert, segir mamma. — En hvað þurfturðu þá marga skömtunarseðla? ★ Tvær litlar stúlkur komu heim til Ingu og hittu pabba hennar. — Má ekki Inga koma út og leika við okkur? — Nei, hún er með rauða hunda. — Hún má hafa hundana með sjer. i-----------------------------r—•

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.