Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 4
312 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HIÐ MIKLA Þ J ÓRSÁRHR AUN KORTRISS af Þjórsárhrauni eftir Guðmund Kjartansson. Hraunið sjálft merkt með deplum, en upptiik þess hjá Tjörva- felli merkt með hring. ÞEGAR MENN fara um Flóa og Skeið, verður ekki hjá því komist, að sú spurning vakni upp hjá manni, hvað eftir annað: Hvaðan er þetta mikla hraun komið, sem flætt hefur um þessar sveitir? Þegar menn fara um sljettlendi Flóans, undrast menn, að hraunið, sem trryndar undirlagið þar, skuli hafa rúnnið yfir svo flatt land, við- stöðulaust í sjó fram, hafa komist svo langt frá upptökunum, að sjálf- ar eldstöðvarpar eru hvergi sýni- legar. Nýlega . hafa landsmenn verið sjónarvottar að Heklugosi, sieð hve hraunið komst skammt frá upp- tökum sínum, áður en það storkn- aði og stöðvaðist. í íslandslýsingu Þorvaldar Thor- oddsen, er að sjálfsögðu talað um þennan hraunstraum, er hulið hefir Skeið og Flóa, sem hinn mesta, sem nú er sýnilegur á yfirborði landsins. íslandslýsing Þorvaldar Thor- oddsen var, eins og kunnugt er, yfirhtsrit. Hann einn hafði engin tök á að eyða tíma og kröftum til þess að grandskoða fjölmörg ein- stök atriði í jarðfræði landsins. — M. a. gafst honum ekki tími til að ráða þá gátu, hvar upntök þessa mikla hraunstraums hafa verið. Þar sem upptökin eru, sýnilega ná- lægt Veiðivötnum, nefnir hann hraun þetta í ísiandslýsingu sinni, Veiðivatnahraun. Hann segir m. a.: „Enginn veit enn, með vissu, hvað- an þessi stórkostlegu hraun eru komin eða úr hve mörgum eld- vörpum þau eru runnin?" Á sumardaginn fyrsta, flutti Guðmundur Kjartansson jarðfræð- ingur mjög eftirtektarvert og skemmtilegt erindi um hraun þetta. í tíu ár hefur hann varið mörgum tómstundum sínum til þess að grandskoða svæði þetta, upptök hraunsins, hve víðáttumikið það er og hverjum breytingum þessi hraunstraumur hefur valdið á Suð- urlands-undirlendinu. Jeg hlýddi á erindi þetta með mikilli athygli, en hef síðar átt tal við Guðmund, til þess að rifja upp aðalatriðin úr niðurstöðum hans, en þau eru svohljóðandi: Iiann kallar hraunin Þjórsár- hraun. Eitthvað af þessu samfellda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.