Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Page 1
25. tbl.
XXVI. árgangur.
Sunnudagur 1. júlí 1951.
Erlingur Þorsteinsson læknir:
KRABBAMEIIM I EYRUM, IMEFI,
HÁLSI OG MUISIIMI
STJÓRN Krabbameinsfjelagsins
hefur beðið mig að segja dálítið frá
byrjunareinkennum krabbameins
í þeim hlutum líkamans, sem mín
sjergrein nær yfir, sem sje hálsi,
nefi og eyrum, og auk þess munni,
sem við hálslæknar fáumst einnig
talsvert við.
Jeg bið velvirðingar á því, að ein-
stöku atriði, sem jeg mun minnast
hjer á, hafa verið nefnd í útvarps-
fyrirlestri annars læknis, ekki alJs
fyrir löngu. Mjer þótti samt rjett
að taka þau með hjer, þar eð góð
vísa er aldrei of oft kveðin.
Jeg ætla að byrja á munninum.
Krabbamein í vör kemur helst fyr-
ir Jijá karlmönnum, einkum roskn-
um mönnum, og hefur tóbakspíp-
unni löngum verið kent þar um,
en e. t. v. er sígarettan nú orðin
algengari orsök, að því er Ameriku-
mcnn telja. Meinið kemur þó engu
að síður fyrir hjá fólki, sem aldrci
Jiefur neytt tóbaks t. d. út frá
skurfum, sprungum og smá sárunr
eða af allsendis óþektum orsökum.
Það byrjar sem dálítið þykni eða
liersli í vörinni, oftast neðri vör.
Fyr eða síðar liemur svo á það sár,
ef eJckert er að gert. Þessa tegund
krabba cr yíirlcitt auðvclt að
lækna að fullu á byrjunarstigi, með
skurði, röntgen- eða radiumgeisl-
un.
Krabbamein inni í munni cr cng-
an vegin sjaldgæft. Algengasti stað-
urinn er tungan, að því að taiið er.
Slæmar tennur, skemdar, með beitt
um brúnum, sem særa tunguna eru
sennilega öðru fremiyr tíð orsök
meinsemdarinnar, þó oft sje orsök-
in ókunn. Smá sár á tungu, sem
ekki vilja gróa, cru ávalt grunsam-
leg, og jafnvel þótt ekki sje um
krabbameinssár að ræða, getur
slíkt sár, sem stöðugt er rifið upp
aftur og aftur, t. d. af tannbroti,
fyr eða síðar orðið að illkynjaðri
meinsemd, ef það er látið eiga sig.
Þrimla, hersli, útvexti eða sár á
tungu ætti óvalt að sýna lækni sem
fyrst, svo hann geti úr þvj skorið,
hverrar tegundar þau eru.
Gerfitennur, scm sitja ekki vel,
særa oit gómana og geta vafalaust
stundum orsakað krabbamein. Fyr-
ir rúmu ári síðan leitaði til mín
gömul kona með sár aítarlega á
neðra gómi, undir geríitöimum.
Sárið hafði verið þar í nokkra mán- .
uði, og vildi ekki gróa. Þarna var
talsvert þykkildi með sári á. Jeg
skar það burtu og sendi það til
smásjárrannsóknar, og kom þá í
ljós að þetta var krabbamem.
Konan fekk svo röntgengeisla-
meðferð og er nú heilbrigð að því
er virðist, enn sem komið er a.m.k.
Það er þvi mjög nauðsynlegt að
láta tannlækni athuga gerfigóma,
sem ekki sitja vel eða særa, og sjeu
komin sár undir þeim, bcr að sýna
þau lækni. Tannbrot, tennur með
Irvössum nibbum o.þ.h. þarf einnig
að láta tannlækni athuga. Sömu-
leiðis ætti fólk að hafa gætur á
stækkuðunr eitlurn undir kjálka-
börðum, einkum ef þcir eru að smá
slækka og eru cymslalausir.
Menn a;ttu að hafa það liugfust,
að krabbamcin í munni, eins og
viðast hvar annars staðar, er venju
lega sársauka- og eymslalaust í
íyrstu og oft lengi framan af, en
þegar sár eru komin og máslie bólga
í þau, koma fyrst þrautir.
Auk þeirra staða í munni, sem