Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Síða 2
334 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jeg nú hef nefnt, kemur krabba- mein einkum fyrir í slimhúð innan á kinnum aftan til og í munnbotni undir tungunni. Þar, sem annars staðar, bvrjar það sem þykkildi, en síðar kemur svo sár. Þá komum við að hálskirtlunum. Krabbamein í þeim er fremur sjaldgæft, og uppgötvast því miður oftast seint, þó merkilegt megi virðast, þar sem svo auðvelt er fyrir fólk að skoða þá. Þau fáu tilfelli, sem jeg hef sjeð, voru orðin mjög slæm, með sári yfir mikinn hluta hálskirtilsins og meinið jafnvel tekið að breiðast út um nágrennið. Hve seint fólk kemur til læknis með meinsemd í hálskirtlum, stafar sennilega af því, að hún gerir jafn- aðarlega lítið vart við sig, fyr en hún er orðin nokkuð stór og jafn- vel komin út fyrir hálskirtilinn. Fyrstu einkennin eru venjulega einhver óþægindi í hálsinum, sárs- auki við kyngingu eða kökkur í hálsi, auk þess oft slæmt bragð í munni og andremma. Þegar þessi einkenni eru komin er sjúkdómur- inn að jafnaði kominn af byrjunar- stigi. Hið ákjósanlegasta er auðvitað að finna krabbameinið í fyrstu byrjun, en það er því miður venju- lega tilviljun ein, þegar það skeð- ur. Sjúklingurinn sjer þá máske sjálfur í spegli einhvern grunsam- legan þrimil eða smá sár á háls- kirtli, eða læknir rekst á eitthvað svipað við almenna læknisskoðun. Alla slíka óvenjulega hluti, einn- ig stækkaða eitla undir kjálkabarði eða á hálsi, sem geta stafað frá meinsemd í hálskirtli, munni eða öðrum nálægum stöðum, ber að sjálfsögðu að sýna lækni, enda þótt krabbamein í hálskirtlum sje sjald- gæft og þau einkenni, sem jeg nefndi stafi venjulega af öðrum meinlausum hlutum. Sár á háls- kirtlum eru nefnilega algeng, kökk- ur í hálsi enn algengari og sársauki við kyngingu lang algengastur og aðaleinkennið við smávægilegasta þrota í hálsi. Krabbamein í koki aftan og neð- an við hálskirtla kemur líka fyrir, en er fremur sjaldgæft. Það lýsir sjer einnig með sársauka við kyng- ingu og kekki í hálsi, er fram líða stundir, en bytjunaréinkenni lítil eða engin. Er því ekki annað að gera, en að leita læknis, ef þrálát óþægindi eru á þessum stað í koki og vilja ekki hverfa t. d. á 2—3 vikum. Þá ætla jeg að minnast dálítið á krabbamein í barkakýli. Það er alyeg sjerstök ástæða til að hafa það ríkt í huga, því fáar tegundir krabbameins gera svo fljótt vart við sig og eru svo auðveldar að lækna fullkomlega á bytjunatstigi. Langoftast situr barkakýliskrabb- inn á raddbandi, eða í 60—80 af hundraði, og veldur hæsi. Hæsin er venjulega lítil fyrst, en er stöðug og fer vaxandi, en getur þó verið nokkuð breytileg, minkað og aukist á víxl. Ekki ósjaldan segir sjúkling- urinn, að hæsin hafi byrjað við kvef. Hafi fólk yfir fertugt, stöðuga, langvarandi hæsi, er það æfinlega mjög grunsamlegt, en allir, jafnt ungir sem gamlir, sem hafa haft hæsi 2—3 vikur eða lengur, ættu skilyrðislaust að leita læknis Sjúk- dómsgreining er að jafnaði auð- veld, og varanleg lækning, með hreinni rödd, fæst í nær öllum til- fellum, eða í um 90 af hundraði, með geislalækningu einni saman, ef sjúklingur kemur til læknis inn- an fárra vikna frá því hæsin byrjar. Fyrir um það bil 4 árum síðan skoðaði jeg mann á fimmtugsaldri, sem hafði verið hás í hálfan annan mánuð, eftir kvef. Jeg fann hjá honum dálítið þykkildi á hægra raddbandi. — Smásjárrannsókn á smábita, sem jeg tók úr þykkild- inu, leiddi í Ijós, að um krabbamein var að ræða. Eftir viðeigandi geisla -meðferð (röntgengeislun) hvarf meinið algjörlega og röddin varð skýr. Jeg hef skoðað hann nokkr- um sinnum síðan, en ekki fundið neitt athugavert. Jeg' geri ráð fynr að hann sje albata, en rjett er þó að íylgjast með honum enn um skeið. Enda þótt möguleikar til að finna krabbamein í raddböndum á byrj- unarstigi og. lækna það fljótt og vel, sjeu sjerstaklega góðir, er það sorgleg staðreynd, bæði hjer og er- lendis, að fólk með meinsemd í raddböndum, leitar oft ekki læknis fyr en um seinan. Mjer er þó nær að halda, að flestir fullorðnir viti, að langvarandi hæsi getur stafað af krabbameini, þó að í flestum til- fellum sje raunar meinlausum bólg -um eða góðkynja æxlum um að kenna. í vjelindi er krabbamein langt- um algengara, a. m. k. 4 til 5 sinn- um algengara en á þeim stöðum, sem jeg hef rætt um hingað til. Því miður er sjúkdómsgreining miklu erfiðari hjer, en t. d. í radd- böndum, þar sem hæsin segir fljótt til. Einkenni eru að jafnaði mjög óljós í fyrstu, e. t. v. dálítil óþæg- indi, þrýstingur eða kökkur bak við brjóstbeinið eða í hálsi og máske riokkrir kyngingarörðugleik- ar, en þeir fara þó fyrst að gera vart við sig, er fram líða stundir og meinið stækkar. Þeir þurfa ekki að vera stöðugir, og geta horfið að mestu öðru hvoru. En að því kem- ur fyr eða síðar, ef ekkert er að gert, að matarbiti vill fara að ganga illa niður, sitja fastur um stund eða kemur jafnvel upp aftur eftir nokk- urn tíma, ef mikið kveður að þrengslum. Verkir eru yfirleitt engir fyrsta kastið og koma ekki fyr en seint og síðar meir, þegar alt er komið í óefni. Því ættu allir, sem hafa óþægindi við kyngingu, kökk í hálsi eða fyrir brjósti, eina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.