Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Síða 4
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þetta: öll þau einkenni sem jeg hef minst á, hjer í þessu erindi mínu, eru engan vegin einkennandi fyrir krabbamein, og stafa venjulega af öðrum góðkynja sjúkdómum, en þar sem illkynjaðar meinsemdir geta lýst sjer á þennan hátt, ættu menn að hafa þau í huga og um- fram alt að draga ekki að fá úr því skorið hvers kyns sjúkdómurinn er, þar til ef til vill alt er komið í óefni. Besta ráðið til að losna við ástæðu- lausan ótta er læknisskoðun. Jeg vona að jeg hafi ekki hrætt fólk um of með þessum orðum mín- um, en gætu þau orðið til þess að krabbamein fyndist á byrjunar- stigi, þó ekki væri nema hjá ein- um einasta manni eða konu, þá er tilgangnum náð. t t t Sannleikurinn er sa?na bestur UNGUR maður hafði lent á glapstig- um og var settur í fangeisi. Þá fell honum allur ketill í eld og hann var viss um að hann ætti sjer ekki fran- ar viðreisnar von. Hann talaði um þetta við fangelsisprestinn. — Þú getur byrjað nýtt líf og þjer mun ganga vel ef þú rækir boðorð guðs, sagði presturinn. Umfram alt verðurðu að gæta þess að segja altaf satt. Skömmu eftir að ungi maðurinn losnaði úr fangelsinu, sótti hann um atvinnu. Forstjóri fyrirtækisins spurði hann spjörunum úr um æviferil hans, og ungi maðurinn sagðist vera ný- kominn úr fangelsi. Forstjórinn rauk upp bálvondur. — Og heldur þú að við viljum hafa tukthúslimi hjer? Ungi maðurinn roðnaði og sagði að hann hefði lofað fangelsisprestinum því að segja altaf satt. Þetta kom við hjartað í forstjóran- um. Og nú spurði hann í mýkri tón: — Þú hefir kannske lofað honum því líka að gerast heiðarlegur maður í einu og öllu. Pilturinn játti því. — Þá dettur mjer ekki í hug að setja fyrir þig fótinn, mælti forstjór- inn. Þú skalt fá vinnuna. (D*r Volksbote, Innsbrueh). NAFNTOGAÐASTI BLEKKINGAMAÐUR LISTDÓMARARNIR í Haag sögðu um Hans van Meegeren að hann væri enginn listamaður, hann væri hálfgerður fúskari í málaralistinni og hann mundi aldrei verða fræg- ur. Þessu reiddist Meegeren óskap- lega og hann hjet því að hefna sín. Hann hjet því að láta listdómarana verða sjer til skammar. Þetta var árið 1928 og hann var þá 38 ára gamall. Hann fluttist frá Amsterdam og settist að í Nissa. Þar ætlaði hann að koma hefnd- inni fram, en hann gat ekki haft neinn í ráðum með sjer, því að fyrirætlan hans var óheiðarleg. Hann var fátæklega til fara, en hann kom á hvert málverkaupp- boð og har.n keypti ýmsar lítil- fjörlegar myndir frá 17. öld. Hafi nokkur veitt honum athygli, þá hefir það helst verið fyrir það, hvað hann gæti verið vitlaus að safna að sjer slíkum einkisverðum mál- verkum. En heima í vinnustofu sinni skóf hann málninguna af málverkunum og rannsakaði litina vandlega. Og svo keypti hann alveg sjerstaka liti og fekk sjer málarapensla af sömu gerð og notaðir voru á 17. öld. Hann hafði einsétt sjer að íalsa gömlu meistarana, og hann vissi að þá var allur varinn góð- ur. Þá þýddi ekki annað en nota sömu liti og þeir höfðu notað og samskonar pensla. Og nú kom það sjer vel að fangamark hans var J. v. M. (í Frakklandi breytti hann Hans í Jan), alveg hið sama og fangamark hins löngu liðna meist- ara Jan Vermeers. Hann mintist þess að meðan Vermeer var á ífi, vildi enginn líta við málverkum hans og listsalar höfðu reynt að koma þeim út undir því yfirskyni að þau hefði verið máluð af Peter de Hooch. En nú var Vermeer orð- inn frægur og málverk hans í geypiverði. Og listfræðingar skildu ekkert í því, að ekki fundust nema 37 myndir, sem hann hafði málað. Hann hlaut að hafa málað miklu fleiri myndir. Hvar gátu þær ver- ið niður komnar? Ef til vill komu þær smám saman fram í dagsins ljós. Og nú var það „fúskarinn" Hans v. Meegeren, sem ákvað að láta þær koma fram í dagsins ljós. Það vakti stórkostlega hrifningu og undrun í listaheiminum árið 1937 þegar það frjettist að í París hefði komið í leitirnar málverk eftir Vermeer, sem enginn hafði vitað um áður. Þessi mynd hjet „Lærisveinainir í Emaus“. Sag- an, sem fylgdi þessari frjett og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.