Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
337
lýsti ferli myndarinnar, var á
þessa leið:
Fátæk hollensk stúlka, sem átti
heima í Delft, einmitt þar sem
Vermeer hafði átt heima, giftist
frönskum manni árið 1885 og flutt-
ist með honum til Parísar. Meðal
brúðargjafa þeirra, sem þau fengu,
var málverk svo stórt, að það komst
ekki fyrir á neinum vegg í íbúð
þeirra. Myndin hafði því verið sett
inn í ruslakompu og þar hafði hún
legið allan tímann. Árið 1937
bjuggu í þessari íbúð hjón, sem
bæði dóu skyndiega. Og þegar lög-
fræðingurinn, sem átti að ráðstafa
búi þeirra, fór að rannsaka húsa-
kynni þeirra, fann hann myndina.
Van Meegeren var skemt þegar
hollenski listfræðingurinn dr. A.
Bredius lýsti yfir því að þetta
málverk væri sannarlega eftir
Vermeer. En hann ljet ekki á
neinu bera. Boymans Museum í
Rotterdam keypti listaverkið fyrir
verð er samsvaraði 10 miljónum
íslenskra króna.
Skömmu seinna, eða riett eftir
að Þjóðverjar höfðu hernumið
Holland, kom í leitirnar annað mál-
verk eftir Vermeer og var selt
fyrir of fjár. Sagt er að Herman
Göring hafi keypt þriðja málverk-
ið „Kristur og bersynduga kon-
an“ fyrir það verð, er nema mundi
rúmlega 12 miljónum íslenskra
króna nú á dögum.
En'þetta var van Meegeren til
falls. Hann var' nú kominn heim
til Amsterdam aftur og lifði þar
svo ríkmannlega að enginn „fúsk-
ari“ í málaralist gat leyft sjer
slíkt. Með eftirgrenslan tókst lög-
reglunni að komast á snoðir um að
hann hefði selt Göring þetta mál-
verk. Var hann þá grunaður um
að ganga erinda fjandmannanna,
og var ákærður fyrir að selja þeim
hollenskt listaverk.
Þegar Meegeren kom fyrir rjett
lýsti hann yfir því, að hann hefði
málað „Lærisveinana í Emaus“,
„Krist og bersyndugu konuna“ og
þær aðrar Vermeer myndir, er
komið höfðu á sjónarsviðið þá að
undanförnu.
Listdómararnir sögðu að þetta
næði ekki neinni átt,, og þeir kröfð-
ust þess að hann færði sönnur á
að hann væri hinn mesti blekk-
ingamaður í list, er nokkru sinni
hefði uppi verið. Hann bað þá lög-
regluna að láta sig fá málaraáhöld.
„Jeg ætla að mála enn eitt lista-
verk’ eftir Vermeer", sagði hann,
„og það skal verða meira listaverk
en nokkur maður hefir áður mál-
að“.
Svo var gerð málarastofa handa
honum í hegningarhúsinu, og þar
málaði hann mynaina „Jesús
kennir í musterinu“. Hún fekk
þann dóm að hún væri sannkallað
listaverk og alveg með handbragði
Vermeers. Myndin var máluð í
viðurvist eftirlitsmanna frá lög-
reglunni og stjórninni.
Vegna þessa afreks fell niður
kæran á hendur honum fyrir það
að hafa samvinnu við óvinina. En
nú kom fram ný kæra fyrir svik
og hann var dæmdur í árs fangelsi.
Hann dó af hjartabilun áður en
hann hefði afplánað dóminn.
En honum hafði tekist það, sem
hann ætlaði sjer, að koma fram
hefnd á listdómarana og gera þá
hlægilega. Hann hafði sannað að
hann var mjög mikill listamaður,
og hann hafði grætt um 80 miljón-
ir króna á blekkingunum. En þetta
hafði hann grætf á lygi, og hann
dó ekki sem sigurvegari heldur
sem sigraður maður.
Fyrir skömmu voru eignir hans
seldar til greiðslu skatta. Hið fræga
málverk hans „Jesús kennir í
musterinu“, sem hann hafði mál-
að í fangelsi, seldist fyrir sem
svarar 1,25 miljón íslenskra króna.
En aðrar stælingar hans á Ver-
meer seldust fyrir lægra verð.
Sá einkennilegi atburður var á
uppboðinu, að þegar eitt mátverk-
ið var boðið fram; hrópaði einn af
viðstöddum:
„Svik! Þes^a mynd hefir Meeger-
en ekki málað. Jeg hefi málað
hana“.
Og svo hótaði hann málsókn.
Uppboðshaldarinn hættí við að
bjóða upp myndina. Hjer virtist
ekki staður nje stund til þess að
þrátta um falsaða iölsun é hai'mili
hins mesta listfalsara, sei.i segur
faia af.
W
Hann íorðaði sjer
undan stríðinu
ÞEGAR þrælastríðið hófst í Banda-
ríkjunum í júlí 1861, bjó sá bóndi, er
Wilmer McLenn hjet, í norðanverðu
Virginiaríki. Hann var iðjusamur og
duglegur bóndi, óáreitinn og friðsarh-
ur. En nú hófust orustur skamt þaðan,
því að báðir herirnir viidu ná haldi á
járnbrautarmiðstöðinni í Manasses.
Bóndi heyrði skotin dynja og hann
óskaði þess heitt og inniiega að her-
irnir færu fram hjá bæ sínum.
En orustan barst nær og nær og inn
á akrana hans. Og svo kom P. G- T.
Beauregard hershöfðingi sunnanmanna
og gerði heimili hans að herbúðum
fyrir sig. Riddaralið hans þeysti.yfir
akrana og hlífði ekki ávaxtagarðinúm.
Og einu sinni kom fallbyssukúla frá
norðanmönnum niður um : reykhófinn
og eyðilagði eidhúsið!
Þegar nú vigstöðvarnar færðust fjær,
var alt niðurnítt og Mc Lenn afrieð
að flytjast burtu, langt í burtu, þar
sem ekkert stríð væri. Hann fluttist
því langt inn í Virginiaríkið og settist
þar að á afskektum stað, þar sem hann
þóttist viss um að hann mundi aldrei
sjá hermann, nje heyra í fallbyss-
um.
En þarna á þessum nýa stað heyrði
hann seinustu skotrin í styrjöldinni. í
húsi hans undirrituðu þeir hershöfð-
ingjarnir Grant og Lee vopnahljes-
skiimálana hinn 9. april 1865. .