Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1951, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33 D
PÓSTSAMGÖNGUR
FYRIR 80 ÁRUM
Villi, fjogurra ára að aldri,
kom skælandi inn og sagði að
stórir strákar hefði verið vondir
við sig og barið sig.
— Þú átt ekki að skæla út af
því, sagði pabbi. Þú átt að berja
þá aftur.
Nokkrum dögum seinna varð
mömmu litið út um glugga og sá
hún þá hvar Villi var með stóra
skóflu og ætlaði að berja annan
dreng með henni. Mamma kallaði
hástöfum:
— Villi, Villi, þetta máttu ekki.
Pabbi ætlaðist ekki til þess að þú
berðir drengina með skóflu. Þú
getur skaðskemt drenginn svo að
hann verði að fara til læknis.
— Það gerir ekkert til, sagði
Villi. Hann á að fara til læknis
hvort sem er, því að hann er með
hita.
----o----
Siggi litli kom í búð.
— Jæja, Siggi, liggur ekki vel
á þjer núna, spurði búðarmaður-
inn. Jeg frjetti að þú hefðir eign-
ast lítinn bróður áðan. Heidurðu
að hann verði ekki altaf hjá þjer?
— Jú, það held jeg, hann var
kominn úr hverri spjör.
----o----
Bjössi kom heldur hróðugur til
pabba sins og sagðist hafa selt
hvolpinn sinn fyrir 10.000 krón-
ur.
— Það er lifsins ómögulegt,
sagði pabbi. Hvernig fórstu að
því?
— Jeg fekk tvo fimm þúsund
króna* ketlinga fyrir hann.
----o----
Börnin voru mörg og voru al
hávaðasöm, svo að ömmu gömlu lík-
aði það ekki. Hún hastaði á þau:
1 — Hvaða læti eru í ykkur, krakk
ar, getið þið ekki verið stilt?
— Þú skalt ekki skamma okkur
amma, sagði Siggi litli, því að þú
átt okkur það að þakka að þú er
amma.
ÞAÐ var árið 1858 að gufuskip var
fyrst notað til póstferða milli ís-
lands og Kaupmannahafnar. Áður
höfðu öll brjef verið send með segl-
skipum. En síðan hefur póstur altaf
verið sendur með gufuskipum.
Árið 1872 var stofnað póstmeist-
araembætti í Reykjavík og fyrsta
pósthús landsins sett þar á lagg-
irnar. Áður hafði póstur verið af-
greiddur í skrifstofu stiptamt-
manns.
Mikil breyting til hins betra varð
á öllum póstflutningi milli landa
eftir að „gufupóstskipið“ kom. En
póstsamgöngur innan lands voru
næsta bágbornar eftir því sem seg-
ir í „Þjóðólfi" 1869. Og til þess að
menn sjái hvernig þessum póstferð-
um var þá hagað, skal hjer birtur
kafli úr grein blaðsins um þetta:
— Að öðru leyti er vonandi að
lögstjórnin leggist á eitt með póst-
málastjórninni til þess að gjörum-
breyta því óhafandi fyrirkomulagi
á póstgöngunum hjer innan lands,
sem haldist hefur hjer að vísu alt
að því um 200 ár, en eins fráleitt
af því hvað það er tafsamt og ónógt
í samanburði við kostnaðinn, sem
það hefur í för með sjer, hve vand-
fengnir að menn eru til þessara
svonefndu amtpóstferða, og hversu
allir 3/4—5/6 brjefburðareyrisins
missast hinu opinbera á meðan
þessu fyrirkomulagi er haldið.
Póstferðir hjer um land geta
aldrei orðið vissar, reglulegar og
nokkurn veginn nægar, nema með
því að upp sje teknir sýslupóstar á
ákveðnum aðalstöðvum nálægt
miðbiki hverrar sýslu, og skifti svo
um tösku, eftir að þeir eru af-
greiddir þar á sömu stöðvunum.
Það er, áþreifanlegt hve öfugt
þetta amtpóstferða fyrirkomulag
er, ekki síst af þvi, að þeir koma
að norðan og vestan hingað til
Reykjavíkur, og eru svo látnir bíða
hjer von úr viti, ýmist eftir póst-
skipinu, og ýmist eftir umburðar-
brjefum og öðrum afgreiðslum æðri
embættismanna hjer á staðnum
Hjer hefur verið og er enn í hefð
og gildi trúarjátningin gamla:
„póstarnir eru til einungis vegna
embættismannanna og umburðar-
brjefanna frá þeim, en alls ekk:
fyrir almennings sakir; almenningi
liggur ekkert á sínum brjefum ut-
anlands að og innanlands.“
Það er svo augljóst sem orðið
getur, að aðalpóstferðirnar hljóta
að vera einbundnar við póstskips-
samgöngurnar eftir því, sem fram-
ast verður við komið, og miðaðar
við fyrstu póstskipsferðina á hverju
ári. Póstarnir, eða póstgöngurnar
verða því að hafa upptök sín frá
Reykjavík eins og miðbikinu, víðs
vegar út um landið og svo þangað,
en ekki frá amtmönnunum til
Reykjavíkur, og svo þaðan heim
aftur.
Hitt segir sig sjálft, að aðalpóst-
amt eða póstmeistaraembætti verð-
ur eigi hjá komist að stofna, eins
og stjórnin sjálf viðurkendi og ráð-
gerði í póstmálafrumvörpunum
fyrir Alþingi 1865.---
Þegar póststofa var sett á fót hjer
í Reykjavík, varð miðstöð allra
póstsamgangna hjer og hefur hald-
ist svo síðan. En sú breyting, sem
orðið hefur á póstsamgöngum á
þessu 80 ára tímabili, er næsta æv-