Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Blaðsíða 6
434 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að hafa þrjú sæljón í þetta skifti, en stakk upp á því að hann skyldi koma með björninn á næst' dansleik. Kvöldið sem veisla. átti að vera var Durov alveg úttaugaður, því að hann hafði ekki sofið í margar næt- ur af áhyggjum. Jeg gaf honum þvi vænan drykk af whisky til þess að hressa hann. Við röðuðum gestum upp að vegg inst í danssalnum og siöktum ljósin. Og rjett á eftir kemur lítið.jólatrje ljósum skreytt inn í hinum enda sal- arins og var eins og það svifi í lausu lofti, nema hvað undir því var líkt og skeggfótur. Svo var kastljósi beint á það og þá sást að þar kom Lyubn með trjeð standandi á trýninu. Á eftir henni komu Misha og Shura og bar önnur bakka með vínglösum en hin kampavínsflösku. Durov tók flöskuna, helti á tvö eða þrjú glös og rjetti gestunum. Siðan setti hanr. flöskuna sjer á munn og tæmdi hana i einum teyg — ->n til þess hafði ekki verið ætlast. Sæljónin ljeku listir sinar, heldu knöttum í jafnvægi, skriðu upp tröpp ur og ljeku jafnvel jólasálm á har- r- rikuna. Þegar sýningunni var lok- iö, .'■neri Durov sjer að áhorfendum, hneigði aig djúpt, og !eið út af. Sæ- Ijónin biðu dálitla stund eftir frekari fyrirskipunum. Svo þustu þau að -•ínum, skoðuðu hann i 1 . g ærðust svo. •«t beint inn í gestahóp- inr i.yuba lagði leið sína niður 1 eldhús. on jeg fór að fást við Shura (af því að hún var sú eina sem beit ekki) og gat flæmt hana inn í rang- alann. Þo'»ar jeg hafði lokað hana inni þar . nún átti að vera, heyrði jeg mikir-> hávaða neðan úr eldliu.'i, sæ- l.ió" "enja, kvenfólk æpa og bölvað ! ó rni á þýsku Je," flýtti mjer Jongað og kormi allar matreiðslu- stúlkurnar eins og fjaðrafok á móti mjer, en austurriski matreiðslumað- urinn hoppaði uppi á eldhúsborðinu og Lyuba hentist í kringum borðið öskraði eins og blótneyti og velti þar öllu um koll. kolakörfum, stólum og Z~ 'onmetisdöllum. Matreiðslumaður var með steikarpönnu á lofti og ætl- nð'i að lemja Lyuba á trýnið. Hún virtist hafa gaman að þessu, því að í hvert skifti sem höggið reið, skaust hún undan og rak upp siguróp. Þegar matreiðslumaðurinn sá mig æpti hann: „Reynið að gera eitthvað í öllum hamingjunnar bænum. Það er gagnslaust að standa þarna og hlaeja eins og asni." Einhvern veginn hafði þetta borist til aðstoðarmanns Durovs, sem var að skemta sjer hjá þjónustufólkinu Hann kom nú og byrjaði á því að draga Durov út úr salnum. Svo dró hann upp úr pússi sínu skál með úldnum fiski. Hann ljet mig halda undir hendurnar á Durov og lyfta honum upp, fór svo á bak við okkur, rjetti fiskskálina í áttina til Lyuba og rak upp allskonar hljóð líkt og Durov mundi hafa gert. Það var eins og við manninn mælt. Um leið og Lyuba fann þefinn af fiskinum rendi hún sjer yfir gólfið. Við hörfuðum þrír undan að stigan- um upp á loft og selfærðum okkur upp stigann og hún á eftir. En þegar hún kom í miðjan stigann fipaðist henni og hún rann niður á gólf aftur. Við fórum á eftir henni og jeg hristi Durov svo að hann skyldi sýnast lif- andi. — Aðstoðarmaðurinn hampaði fiskinum og aftur kom Lyuba á eftir okkur, en það fór á sömu leið. Þegar hún var komin í miðjan stigann rann hún niður aftur. Þjónustufólkið stóð þarna um kring og allir hrópuðu einhverjar leiðbeiningar og heilræði. „Náið 1 bursta," kallaði jeg. „Setjið þá undir hana þegar hún fer að skrika, hún þarf ekki nema svolítinn stuðning/ Að lokum komumst við upp á loft og skifti þá engum togum að Lyuba var komin inn í búrið til Shura. Og nú snerum við okkur að Misha, sem hafði verið að leika ýmsar óumbeðn- ar listir meðal gestanna. Eftir nokk- urt þref náðum við henni líka, og svo voru öll sæljónin rekin eftir rangalanum og út í bílinn og ekið með þau til cirkuss. Seinna frjetti jeg að það ferðalag hefði gengið hálfskrykkjótt. Á miðri leið hafði Lyuba brölt út úr bílnum. Nú er það svo á vetrum að flugháit hjarn er um allar götur Moskva, og eftir því hentist Lyuba í loftköstum og bifreiðarstjórinn á eftir henni. Hún náðist ekki fyr en helmingurinn af herliðinu í Arbat-hverfi sló hring um hana og var hún þá komin út að Moskvaánni. í sendiherrahöllinni var Durov einn eftir af þeim, sem áttu að skemta. Hann var nú raknaður úr rotinu, en við vorum lengi að koma honum í skilning um að skemtaninm væri lokið og það væri mál komið fyrir hann að fara heim, Hann fekst þó ekki til að fara fyr en jeg lofaði að fara með hann í nýa bílnum mín- um. Við ókum svo þrír til cirkus og þa var klukkan orðin þrjú um nótt. Við tveir hjálpuðum Durov út úr bílnum og inn í einhvern skála, þar sem flcst dýrin voru geymd. Þar kom laumu- legur maður út úr skugganum. Það var varðmaðurinn. Hann var í loð- feldi upp yfir eyru. „Uss“, kom út úr þessari loðnu. „Hafið lágt, fíllinn sefur.“ Jeg leit spurnaraugum á aðstoð- armanninn. „Þetta er alveg rjett,'* hvíslaði hann. „Hann á við það að fíllinn hefur lagst. Fílar eru ekki vanir því að sofa liggjandi. Það er skrítin sjón.“ Nú var kveikt á ofurlítilli týru, og alveg rjett, þarna lá fíllinn steinsof- andi og teygði frá sjer alla skanka — skynsamasta skepnan, sem jeg hafði sjeð þá um kvöldið. Við stóðum þarna og horfðum á hann nokkra stund. En svo heyrðist glamra í hlekkjum lengra inni í skál- anum. „Dushka, hjartað mitt,“ hrópaði Durov, sleit sig lausan og æddi inn í myrkrið. Við fórum í humátt á eftir honum. Jeg sá aðeins óljóst að þar stóð heljarmikill björn á afturfótun- um og togaði í járnfesti, sem hann var bundinn með við vegginn. Hann veifaði hrömmunum og rykti í fest- ina. „Dushka, ljúfurinn minn,“ hróp- aði Durov og bjóst til að faðma hann að sjer. í sömu svifum þreif aðstoðarmað- ur í hann og heldur hranalega og dró hann til baka. — „Bölvaður glópur ertu,“ sagði hann, „þetta er hinn björninn.“ & W & W UNG stúlka kom í bókabúð og sagði við afgreiðslumanninn: — Fær maður ekki gallaðar bækur endurgreiddar? — Það er nú eftir því hver gallinn er, sagði hann. — Jeg keypti bók hjerna um daginn og mjer líkar ekki hvernig hún endar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.