Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Síða 5
§ F LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ^ 5 þau bæði uppi í Dofrafjöllum og norður á Svalbarða, að okkur ætti að vera í lófa lagið að hafa þau hér uppi á heiðum og inni í óbyggð- um, ef okkur tækizt að koma þeim þangað, án þess að eitra þau með einhverjum óþverra byggðanna, eins og raunin yarð á hér fyrr meir. Inni í óbyggðunum við ræt- ur jöklanna, ættu þau að una hag sínum. Þar geta þau glímt við hungurvofu vetrarofsans og baðað sig í sólskini sumarblíðunnar, en milli þessarra tveggja andstæðna virðist lífsþráður þeirra liggja. .. VIÐ ZACKENBERG Klukkan er 8 að kvöldi...... Við lentum um sexleytið í dag, rétt hjá norska skipinu Sjannöy, en það liggur í námunda við Zack- enbergfjall, innst í Youngsundi, sem gengur inn úr Gael Hankes flóa, ef marka má það, sem stend- ur á landabréfinu. í vestri er Moltkes fjall, 4110 feta hátt. Dana- borg, veðurathuganastöðin, er tveggja stunda ferð héðan með vél- báti, að austanverðu fjarðarmynn- isins. Veður er indælt, sólskin, nokkurra stiga hiti, andvari. Tals- vert íshröngl er í fjarðarmynninu og jakar á flækingi inni um allan fjörð. Hættulegust eru lítil jaka- brot, sem geta marað í vatnsskorp- unni, án þess að þau sjáist úr lofti, en ef þau lenda á belg flugvélar- innar við lendingu eða flugtak, er voðinn vís. — Sjannöy er 184 tonna skip, byggt fyrir þrem árum, eign hlutafélags í Álasundi, einkum ætlað til selveiða. Áhöfnin er 11 manns. Skipstjórinn heitir Jón Hamar, fámáll en traustlegur, auð- sjáanlega ófeiminn við að taka til hendinni, því að hann vinnur sjálf- ur við færzlu varningsins úr lest- arrúmum skipsins og stýrir bátn- um, sem flytur varning til flugvél- arinnar. Við eigum að borða og sofa um borð í skipinu, meðan við erum hér. Kvöldverðurinn spáði því að vel yrðum við haldnir í mat og drykk. Norðmennirnir eru mjög alúðlegir og auðheyít er, að þeir vilja leggja sig alla fram til þess að flutningunum veirði lokið sem fyrst, svo að Sjannöy geti haldið aftur heim. SELVEIÐAR V ] NORÐMANNA Norseman flugvél Kochs sótti farþegana okkar, skömmu eftir að við lentum og flutti þá norður til Elínareyjar, en þar eru aðalbæki- stöðvar dönsku leiðangursmann- anna. Mér lék forvitni á að frétta eitt- hvað um selveiðar Norðmanna og bað því tvo háseta að segja mér frá einni veiðiför. Þeir skýrðu svo frá: Um miðjan marzmánuð s. I. var farið frá Álasundi og var þá 20 manna áhöfn um borð. Haldið var til norðuríssins, sem þeir nefna svo en það var á 72. gráðu n. br., í námunda við Jan Mayen. Komið var aftur heim eftir þriggja vikna útivist og höfðu 3200 selir veiðst á því tímabili, en það var óvenju góður afli, enda hásetahlutur 8 þúsund krónur. Aftur var haldið að heiman 28. apríl s. 1., en þá var farið til vesturíssins, eigi alllangt frá Grænlandi, og leitað á svæði, sem var á 76. gráðu n. br. Lítið sem ekkert veiddist og var þá gef- izt upp við selveiðarnar og aftur haldið heim, en skipið búið til ann- arrar tegundar veiðiskapar. — Sel- veiðar þeirra Norðmanna virðast hin versta rányrkjay.því að ekk- ert er hirt nema skinn og spik. j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.