Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Side 6
í' 6 W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r ! . r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r í ÆVINTÝRALEIT . i Sæbratt er mjög Jiérvvið fjörð- inn, en þó er nokfcurt undirlendi við Zaekenberg-fjallið. Þar eru tveir kofar með alllöngu millibili og neðan þeirra við sjóinn eru bát- ar, tunnur og eitthvað annað, sem bendir til útgerðar. Danskur fáni blaktir yfir öðrum kofanum, og fullyrtum við, að það væri gert okkur til vegsemdar. Þar búa danskir veiðimenn, en norskir í hin um. Meðan flugvélin er fermd skjótumst við til fundar við dönsku piltana tvo, sem standa við kofa- dyrnar undir rauða og hvíta kross- fánanum, sem blaktir í kvöldgol- unni. Þetta eru ungir menn, rúm- lega tvítugir. Þeir eru ekki bein- línis fátæklega til fara, en naum- ast myndi ofmælt þótt einhver segði, að ekki væri þeir nýþvegn- ir. Báðir eru í allgóðum holdum, sólbrenndir og hraustlegir. Þeir bjóða okkur inn. Við lítum í kring um okkur: Tvö rúmflet, eldavél, óhrein matarílát og fatnaður á víð og dreif, útvarpstæki, byssur, skot- færi. Við spyrjum frétta en þeir svara: Fyrir rúmum tveim árum var annar þeirra veitingaþjónn í Dan- mörku, hinn hafnarverkamaður. Þriðji félagi þeirra, sem skroppið hefir að heiman í kvöld, var sjó- maður. Þeim þótti öllum lífið til- breytingalítið og gleðisnautt, og á- kváðu að leita einhverra æfintýra. Þess vegna undirrituðu þeir samn- inga við veiðifélagið Nanok og héldu norður til Grænlands. Með samningagerð þessarri skuldbatt Nanok ag til þess að greiða þeim 1000 krónur í árslaun, útvega veiði- kofa og mat, en áskildi sér rétt til 55 hundraðshluta af söluverði væntanlegrar veiði. Nú eru þeir búnir að vera hér í rúmt ár. Á því tímabili hafa þeir drepið 84 refi, þar af nokkra blárefi og veitt allmikið af laxi. Nýlega hafa þeir framlengt ráðningarsamninginn við Nanok um eitt ár, og á morgun flytja þeir til nýrrar bækistöðvar, sem er í 100 km. f jarlægð frá Zack- enberg, en þar er meiri veiðivon, að því er þeir telja. Hver þeirra hefir 7 hunda, sem eru hér bundn- ir við festar. Þegar hundarnir sjá ókunnuga stökkva þeir upp, rykkja í böndin og fjöllin bergmála af góli þeirra og ýrfri. FVrst hélt ég mig í hæfilegri fjarlægð, hálf- smeykur við þessar stóru skepnur, sem börðust við að slíta sig lausar og beindu að mér organdi kjaft- inum, en þegar heimamenn gengu ugglausir til þeirra og rifu kump- ánlega í lubbann á þeim, þá sann- færðist ég um að þetta væru mein- laus, mannelsk dýr, sem gerðu all- an 'þenna böjvaða hávaða líklegast í því 'skyni einu að fá einhvern til þess að klappa sér á trýnið, eitt- hvert salt í þann vatnsgraut sum- arsins, að standa bundnir á bás og geta ekkert nema látið sig dreyma um endalausar hvítar fannbreið- urnar, þar sem hlaupið er með sleða veiðimannsins í tunglskini grænlenzku vetrarnæturinnar. VÍÐAR VEIÐILENDUR Ég virði piltana tvo fyrir mér. Hvor þeirra skyldi hafa verið veit- ingaþjónn? Það er ekki auðvelt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.