Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Síða 7
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'TT 7 sjá. Það hlýtur annars að vera tals- verður töggur í þeirri þjóð, sem .getur á einu ári breytt veitinga- þjóni af Vesturbrú í grænlenzkan vetursetumann. „Okkur þykir vænt um Útvanp Reykjavík“, segir annar þeirra allt í einu. „Gott er nú það“, svara ég, „en skilurðu nokkuð af því, sem þar er flutt?“ „Ekkert nema músikkina", svarar hann, en bæt- ir svo við: „Mig varðar ekkert um hitt. Okkur verður sama um allar almennar fréttir, en það er alltaf gaman að heyra spilað og sungið, og músikin í Útvarp Reykjavík er alveg unaðsleg. Okkur þykir öllum afar vænt um hana hérna á aust- urströndinni, og svo erum við þakklátir fyrir jólakveðjurnar." — „Hann hefir auðheyrilega ekki lesið bæklinginn eftir Björgvin þessi“, hugsaði ég. Við vikum nú talinu að annarri dægrastytting en þeirri að hlusta á íslenzka útvarpið og spurði ég hver hún væri. Hann svaraði: „Þegar stórhríðar geysa dögum saman, eins og oft er á veturna, lesum við, röbbum, spilum og bætum föt. Öðrum þykir það ugglaust ekki tilbreytingaríkt, en við unum því vel. Eftir næsta vetur verða senni- lega allar sögur okkar þrotnar, og þegar við kunnupi hver annan al- veg utanbókar, þá' fer okkur lík- lega að leiðast, en til þess er ekki komið enn, svo að við erum mjög ánægðir og langar hreint ekkert heim.“ — Enda þótt ég vildi ekki eyða einu ári hér, þá finnst mér að ég skilji þessa ungu menn. Það hlýtur að vera ógaman að hugsa til þess að eiga að tipla með bjór- flöskur í brennivínsþef og tóbaks- daun á einhverri knæpunni, eftir að hafa verið hér herra víðra og fag- urra veiðilanda.... Framh. '■ "r ^ ^ 4/ T-”" Gáfnapröf í Jóla-Lesbök HIN rugluðu nöfn, sem ráða átti fram úr á 10 mínútum, eru þessi: Karlmannsnöfn: 1. Ólafur. 2.Hjörmundur. 3. Sumar- liði. 4. Sveinungi. 5. Sigurkarl. 6. Daní- el. 7. Valdimar. 8. ísleifur. 9. Vilhjálm- ur. 10. Bæringur. 11. Hilarius. 12. Gunnlaugur. 13. Magnús. 14. Dýr- mundur. 15. Hallgrímur. Kvennanöfn: 1. Fanney. 2. Elisabet. 3. Valgerður. 4. ísleif. 5. ísafold. 6. Gíslína. 7. Kristín. 8. Hólmfríður. 9. Ketilríður. 10. Guðlaug. 11. Ingigerður. 12. Lára. 13. Klara. 14. Messiana. 15. Ragnheiður. --------------«------------------- Skipulag Reykjavíkur SNEMMA á árinu 1904, eða fyrir 48 árum, skrifaði Páll Briem amt- maður grein í Norðurland um skipulag í Akureyrarbæ og öðrum bæjum hér á landi. Mun það vera hið fyrsta, sem skrifað er um þau mál hér á landi. Hann minntist þar einnig á Reykjavík og gerir þar meðal annars ráð fyrir því, að spor- vagnabrautir hljóti að koma þar, torg og leikvellir. Þetta segir hann um Reykjavík og skipulagið eða skipulagsleysið þar: Á síðari árum hefur Reykjavík tekið mjög miklum þroska, en það lítur eigi út fyrir, að menn hafi búizt við því, að hún yxi svona mikið, hvað þá held- ur meira. Strætin í Reykjavík eru svo mjó, að nú þegar er orðinn hnekkir ’ að því. Laugavegur er einhver helzta gatan í bænum, en þessi gata er svo mjó, að ríðandl i+renn geta oft jafnvel eigi haldið hiklaust áfram. Þgð er eigi hægt að sjá, hvar Reykvíkingar hugsa sér að hafa sporvagnabrautir um bæ- inn. I Kaupmannahöfn geta menn farið á hjólhestum um allt, en þetta mun vera allerfitt í Reykjavik, bæði af því að göturnar eru mjóar og svo vegna annars, og það er hallinn. Ýmsar af götum bæjarins virðast vera lagðar beint upp brekkuna. Skólavörðuhæðin er ljómandi fallegt sVæði, en því miður hafa göturnar þar verið lagðar of brattar og of mjóar, svo að þar hefur sannarlega komið fram óhagsýni. — Annað, sem sérstaklega er einkenni- legt í Reykjavík, er það, hversu víða eru byggð hús þvert fyrir göturnar. Ein gata í bænum, Lindargata, virðist liggja ágætlega við allri umferð. Þegar vegur verður lagður yfir Arnarhóls- túnið liggur hún beint við; auk þess er hún hallalítil og því miklu betri sem akvegur en Bankastræti. En fyrst og fremst er gatan gerð svo mjó (18 ál.) að þar getur engin veruleg umferð orðið með flutningavagna; en auk þess er franski spítalinn byggður þvert fyrir hana. Hús eru byggð þvert fyrir Tjarnargötu, Amtmannsstíg og víðar. Það sýnist vera sannkallað velferð- armál fyrir Reykjavík og aðra bæi hér á landi, að fá fast ákveðið plan um húsaskipun, vegi, leiksvið og torg —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.