Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Side 8
r 8 K LESBÖK MORGUNBLAÐSINS LÍNA Zígeunatangó - ÁRAMÓTASAGA - ‘ ÞAÐ var gamlárskvöld. Ég hafði verið á þönum allan daginn frá því snemma um morguninn. í hugum okkar er gamlárskvöld kveðju- stund hinna tólf mánaða, sem eru að líða í 'skaut aldanna. Og þessir tólf mánuðir koma aldrei aftur. Hver mánuður er vinur okkar eða óvinur. Allt eftir því hvort þeir hafa fært okkur sorg eða gleði. Stundum er því þannig farið, að við munum betur eftir því, sem okkur er miður gert, heldur en því góða. Það er eins og við teljum það góða alltaf sjálfsagt. En á gamlárs- kvöld er kveðjustundin. Þá þökk- um við það góða og kveðjum gamla árið með söknuði. Það var því um að gera að fegra og prýða allt þenn- an dag skilnaðarins. Á morgun var fyrsti nýársdagur og hann mátti ekkert óhreint sjá. Ég var dauð- ' þreytt. Klukkan var tuttugu mín- útur gengin í tíu. Enn hafði ég ekki lokið því, sem ég þurfti að gera. Ég var húsmóðir og þerna. Allt ' var heimtað af mér. „Mamma,“ sagði ein dóttirin. „Lagaðu kjólinn á mér.“ Ég hafði einmitt vakað við að sauma þennan kjól á hana nótt- ina áður. Og nú ætlaði hún að ■k ^lansa í honum í kvöld. „Mamma, fi viltu leita fyrir mig að hönzkun- | um mínum?“ sagði önnur dóttirin. !t Ég fór að svipast um eftir hönzk- ' unum, fann þá og rétti henni. — ‘ „Mamma, mamma! Hún Lilla er að ! íara út í sparisokkunum mínum. ! Taktu þá af henni.“ Eg gekk á milli, * stillti til friðar og jcétii hverjuni Svo kom maðurinn minn heim með kunningja sína. Hann bað um heitt vatn og glös. Þeir voru að kveðja í^amla árið á sinn hátt. Nú voru þeir farnir aftur út og ég var orðin ein í húsinu. Það var gott að fá hvíld. Það er að segja, þegar ég hafði gert það sem gera þurfti. Enn var margt eftir. Ég fór upp á loft. Lagaði teppi á legubekkjum. — Hreinsaði ösku úr bökkum. Tíndi upp bréf af gólfi og hengdi upp föt. Fór svo niður aftur. Hristi upp púða, þurrkaði af og þvoði upp. Loks var allt orðið gljáandi og hreint. Dagsverkinu var lokið þennan daginn. Nú mátti ég hvíl- ast. Bezt að hita sér kaffi, hugsaði ég og setti rafmagnsketilinn í sam- band. Ég beið á meðan vatnið sauð, svo hellti ég á könnuna. Það ilmaði af nýlöguðu kaffi. Svo lét ég bolla á borðið, settist á stól og byrjaði að drekka. Þetta var veizla fyrir mig eina. Enginn hafði tíma af- gangs handa mér. Ég var orðin gömul og hafði lifað mitt fegursta. Á meðan ég var ung og andlitið hrukkulaust, hreyfingarnar léttar og mjúkar, þá sóttist eiginmaður- inn eftir návist minni. Nú var sá tími liðinn. Það tók því varla nú orðið að gera sér ómak mín vegna. Hann vissi alltaf hvar mig var að finna. „Láttu dæturnar vera þér til skemmtunar,“ var hann vanur að segja. „Þú hefur alltaf gengið undir þeim og slitið þér út fyrir þær aö nauðsynjalausu." Og það gat satt verið. En hver getur láð móður, bótt hún dáist að litlu fiðr- ildunum sínum, eða þótt hún horfi hugfangin á ljósu kollana og bros- andi andlitin? Mér þóttu þær svo yndislegar, þegar þær voru litlar. Nú voru þær orðnar stórar og héldu áfram að vera yndislegar í mínum augum. Nú sat ég ein r,g sá þær fyrir mérú huganúm, dansa rjóðar og hamingjusamar. Ó, já. Svona er lífið. Maður gerir sitt bezta og endar svo einmana. Hávaði frá götunni vakti mig upp frá hugleiðingum mínum. Ég s-tóð upp og leit út um gluggann. Það rigndi. Götuljósin glömpuðu á rennvotri, malbikaðri götunni og hellurnar í gangstéttinni virtust nærri svartar. Það heyrðust hvæs frá púðurkerlingum hér og þar, mest í miðbænum. Ljósrákir þutu með eldingarhraða upp í loftið. Alla vega lit smáljós tvístruðust og fellu til jarðar. Ég stóð lengi og horfði út í rigninguna. Einmana- skapur og þreyta lögðust yfir mig eins og mara. Bezt að hátta og reyna að sofa, ef taugagigtin í handleggjunum gefur mér svefn- frið. Fólkið' getur þá þjónað sér sjálft, þegar það kemur heim, hugs- aði ég, ekki alveg laus við gremju. Ó, nei. Það þótti líklega skrítið, ef ég sæti ekki og biði. Ég hrökk við. Klukkan sló tólf. Nú byrjuðu skipin að blása. Mis- munandi tónar, sumir háir og sker- andi, aðrfir dimmir og djúpir. Ég sneri frá glugganum og fór inn í stofu. Þar var hlýtt og nota- legt. Ég settist í bakháan hæginda- stól, út við glugga, án þess að kveikja, og hallaði mér aftur á bak. Ég fann hvernig ‘þreytan leið smátt og smátt úr líkama mínum. Mildur friður umvafði mig og vaggaði mér fram og aftur eins og í mjúkri sæng. Ég heyrði óm af söng frá næsta húsi. „Árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kem- ur til baka.“ Skyldi ég líka v_rJa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.