Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1952, Page 10
[ 10 > LESBÓK MORGUNBLAÐSINS uruar- komu heim úr vinnu, rétti önnur þeirra mer bref. „Þetta er frá harmonikkuspilaranum,“ sagði ' hún. „Það er naumast að þú hefur töfrað hann.“ „Það var hann, sem töfraði mig,“ sagði ég, sannleikan- um samkvæmt. Þá fóru stúlkurnar að hlæja ,en ég fór hjá mér. Ég var nýkomin úr sveit og þótti ekk- ert athugavert við að segja sann- leikann. „Það er engin utanáskrift,“ sagði ég og skoðaði bréfið í krók og kring. „Þið vitið ekkert hvort það er tií 'rhín.“ — „Ó, jú. Hann gerði okkur það skiljanlegt,“ svöruðu þær og bættu svo við: „Kannske •< harrn sé að biðja þín.“ Ég opnaði ■! bréfið með skjálfandi höndum. En |)gð var ekki bónorðsbréf. Það bar _ekki einu sinni kveðju eða undir- skrift. Á mjallhvíta pappírsörkina var skrifað með fallegri rithönd aðeins ein vísa: yni íji Spil Zigeuner, spil min ungdoms melodi. Engang har jeg elsket, men alt forbi. Bort fra alle falske kvinder . Lykke der man aldrig finder Spil sájeg kan glemme alle minder. Spil Zigeuner, spil min ungdoms melodi Spil sá jeg kan glemme had og jalousi, ' So tárefuld var hendes öjne. v Tim du mig, jeg kender livets lögne. V „Þetta er bara vísan við fallega lagið,“ sagði ég og geymdi blaðið 1 ■ eins og helgidóm. — Ég lét mig dfeyma um piltinn og lagið hans, það sem eftir var sumarsins og all- an næsta vetur, en sá hann aldrei framar. Oft hef ég heyrt þetta lag síðan. Alltaf þykir mér það jafn fallegt og nú var dóttir mín að spila það. Tónarnir svifu inn í sál mína þunglyndislegir og minntu á tár. Það.var líka einhver að gráta ytan við gluggann. Ég heyrði það svo vel. Ég leit upp. Utan við rúðuna var konuandlit ófrítt, stórskorið og hrukkótt. Munnurinn lá dálítið a skakk út í aðjra kinnina. Hárið var 'L grátt og iá x lufsuxa um hoi'uð og háls. Hún grét. Tárin runnu í lækj- um niður hrukkótta vangana. Þetta var tröllkonu andlit. Ég kenndi í brjósti um þessa tröllkonu. „Hví grætur þú?“ fannst mér ég segja, þótt varir mínar væru luktar. „Hví grætur þú? Líklega hefur þú mann legt hjarta, þótt ásjóna þín sé tröll- aukin.“ Hún leit ekki á mig, bara grét og grét. „Komdu inn til mín í hlýjuna,“ sagði ég. Svo fannst mér ég rétta út hendurnar í áttina að glugganum til hennar. Mig lang- aði til að strjúka tárin af hrukk- óttum kinnunum og vefja hana ástúð. Þá leit hún á mig döprum augum sem færðust nær og nær. Tónarnir frá píanóinu hækkuðu og hækkuðu og urðu að óþolandi kveinstöfum. Þeir voru alls staðar í stofunni, komu úr öllum áttum og sameinuðust í eina heild, sefjandi og dularfullir. Mér fannst ég vera að deyja. Stofan luktist saman bak við mig og nýtt útsýni birtist fram- undan. Há fjöll, skógur og snjór. Tré stóðu blaðlaus upp úr snjón- um. Sum til hálfs. Á þeim minni stóðu aðeins blátopparnir upp úr fönninni. Ég veit ekki hvort ég var þarna sjálf eða sá þetta í mörg þúsund mílna fjarlægð. En ein- hvern veginn fann ég harmþrungin augu tröllkonunnar hvíla á mér. Útsýnin leið áfram. Nýir dalir og fjöll, alltaf snjór. Sveitaþorp með litlum kirkjum liðu fram hjá aug- um mínum. Sleðar með hestum fyrir á fljúgandi ferð og hvítklædd- ir menn á skíðum með skotvopn við hlið. Inn í skóginum á milli blaðiausra trjánna lá hvítklæddur maður í snjónum.' Byssa lá við hlið hans. Þetta var eldri maður, svart- hærður, örlítið farinn að grána í vöngum, alskeggjaður og þreytu- legur. Hann var dáinn. Ég starði á hann. Allt í einu fannst mér hann opna augun og brosa þunglyndis- legu brosi. Guð almáttugur, nú þekkti ég hann. Það var ekki um að villast. Hann hafði einu sinni áður brosað til mín þessu sama þunglyndisbrosi. Þetta var draumaprinsinn minn, sem fyrstur hafði spilað fyrir mig Zigeunatango. Svo luktust augu hans aftur og hann lá kaldur í snjónum. Mig langaði til þess að æpa en gat það ekki, því augu tröllkonunnar störðu á mig. Hún var að mestu leyti hætt að gráta. Aðeins eitt og eitt tár hrundi niður vangana, „Hví gerir þú þetta?“ fannst mér ég segja, því einhvern veginn hélt ég að hún ætti sök á þessu, sem fyrir mig hafði borið. Þá var stofan opnuð og kveikt ljós. „Situr þú þarna alein í myrkr- inu, góða,“ sagði maðurinn minn, um leið og hann kom inn. Ég anz- aði engu, bara stundi. „Hefur þér leiðst?“ spurði hann vingjarnlega. Svo sneri hann aftur fram og sagði við mennina, sem með honum voru: „Blessaðir komið þið inn og gleðjið frúna, henni hefur leiðst.“ „Við viljum ekki gera ónæði,“ svöruðu þeir, drafandi röddu. „Þið gerið ekkert ónæði. Klukkan er ekki nema tvö. Hún gefur okkur kaffi. Er það ekki, góða?“ sagði maðurinn og beindi orðum sínum til mín. Ég svaraði honum ekki, en leit út í gluggann. Hún hlýtur að vera þar enn, hugsaði ég. Ekkert andlit var á glugganum. Það var hætt að rigna og rúðurnar farnar að þorna. Dálítill stormur feykti til trjágreinunum utan við glugg- ann, svo þær slengdust á rúðuna. Ég hrökk saman. Ég reyndi að standa á í'ætur, en gat það varla. Ég titraði. „Ertu veik?“ spurði maðurinn minn. Þrátt fyrir sljóvgun vínsins hafði hann tekið eftir því. „Nei,“ stamaði ég og reikaði fram gólfið. „Við getuin íarið,“ sögðu gest- irrúr, „ef iruþx er lasin.“ _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.