Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Page 8
ERFIÐLEIKAR LANDNEMANS Frásögn íslendings, sem ruddi sér braut í Ameríku ÁRIÐ 1883 brugðu hjónin í Ljárskógaseli i Dalasýslu búi og fluttust vestur um haf. Þau hjetu Guðlaugur Bjarnason og Magdalena Skúla- dóttir. Höfðu þau með sjer Magnús son sinn þriggja ára gamlan. — Eftir fjögur ár þar vestra misti Magnús foreldra sína og ólst síðan upp í Árnesbygð, skamt fyrir norðan Gimli. Fimtán ára gamall fluttist hann suður til Norður-Dakota og gerðist þar vinnumaður á bóndabæ. Seinna stundaði hann skógarhögg og fiskveiðar í Winnipegvatni^ og stundum vann hann algenga verkamanns vinnu í Winnipeg. — Haustið 1906 kvæntist hann Ólínu Jónsdóttur, sem kom vestur með foreldrum sin- um, Jóni Ólafssyni og Geirdisi Ólafsdóttur árið 1902. Tók Magnús sjer þá land í Saskatchewan á afskektum stað. Þarna bjuggu þau hjón í þrjú ár. Eitt árið eyðilagðist uppskeran af frosti, annað-árið af þurk- um og þriðja árið var hún ekki nema í meðallagi. Þótti Magnúsi þá ekki lifvænlegt þarna og fluttist norður til Peace River County. Segir hann hjer sjálfur frá þeirri ráðabreytni og hvaða erfiðleika hann átti við að stríða. Er saga hans hvöt ungum mönnum að láta erfiðleika lifs- ins ekki beygja sig, heldur taka karlmannlega á móti og sigrast á þeim með kjarki og dugnaði. JEG haíði lesið mikið um Peace River County, og að stjórnin væri að leggja járnbraut frá Edmonton út á sljettuna og að sú járnbraut ætti að ná vestur að hafi. Fyrirheit höfðu og verið gefin um, að vegar- bót skyldi gerð milli Edson og Stórusljettu (Grande Prairie) svo að þar yrði fært meðalstórum vögnum sumarið 1911. Jeg seldi því land mitt í Saskatchewan, skildi konu mína eftir hjá kunningjum í Winnipeg og helt á stað til Stóru- sljettu vorið 1911. Jeg helt til Edson og slóst þar í för með Mr. Taft, sem þá hafði póstflutninga á þeim slóðum. Hann hafði vagn með fjórum hestum fyr- ir, en ekki var hægt að komast með vagninn nema 80 km. Eftir það varð að flytja farangurinn í klyfj- um. Hver maður greiddi 40 dollara fyrir að fá að vera með póstinum og það var gert ráð fyrir að maður fengi að sitja á hestbaki, en mest- an hluta leiðarinnar varð jeg að ganga. Tvisvar varð að taka klyfj- arnar af hestunum og bera þær yfir ótræði, þar sem hestarnir lágu í svo að við urðum að draga þá upp úr. Víða meðfram brautinni sáum við allskonar farangur landnema, sem höfðu gefist upp og snúið heimleiðis aftur. Við vorum átta daga á leiðinni. Jeg dvaldist vikutíma á Stóru- sljettu og svipaðist þar um. Að lok- úm valdi jeg mjer land og sneri svo til baka og fekk far til Grouard með umsjónarmanni stjórnarinnar þarna. Lá leiðin þarna norðan við Peace River til Grouard, en þaðan varð að fara vatnaleið til Athab- aska og síðan landveg til Edmonton og var þetta alls 800 km. leið. Við náðum ungum hjónum á leiðinni. Þau voru að hverfa heim aftur. Þau voru í tjaldvagni og höfðu fallega uxa fyrir. Þegar til Grouard kom keypti jeg vagninn, uxana og ýmislegt annað af þeirn, og bað Indíána kynblending að geyma það fyrir mig þangað til jeg kæmi aftur. Grouard er við norðurbotninn á Litla Þrælavatni og var þangað uin *••>* ' 1 v Magnús Guðlaugsson 320 km. leið frá Stórusljettu. Þarna varð jeg að tryggja mjer rjett til landsins, en þegar því var lokið komst jeg að raun um, að gufubát- urinn, sem jeg ætlaði að fara með, hafði farið þaðan daginn áður. • Einn á báti. Jeg var þá strandaður þarna í Grouard. En vegna þess að jeg vildi ekki bíða eftir því að bátur- inn kæmi aftur, keypti jeg mjer lítinn pramma fyrir 5 dollara og lagði aleinn á stað, og átti fyrir höndum nær 320 km. vatnaleið um óbygt og ókunnugt land. Mjer var ráðlagt að fylgja norðurströnd vatnsins þangað til jeg kæmi að þrengslunum, róa þar yfir og fylgja svo syðri bakkanum. Jeg fór frá Grouard um hádegi. Vatnið var spegilsljett og jeg reri knálega all- an daginn og fram á kvöld. Þá leit- aði jeg lands og svaf þar á vatns- bakkanum um nóttina. Um hádegi daginn eftir var jeg kominn að þrengslunum og meðan jeg fór þar yfir hrepti jeg illviðri, og risu þá öldur á vatninu en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.