Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Síða 13
■£. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 málin aftur. Veturinn áður hafði timbursög verið flutt til nýlend- unnar og verið sett niður hjá Wapiti River, um 35 km. frá heim- ili mínu. Þarna var hægt að fá gólf- borð og þiljuborð. Jeg fjekk ná- granna minn, einhleypan mann, sem J. Weston hjet, til þess að fara með uxavagninn þangað og sækja timbur fyrir mig til þess að hafa í gólf og veggi íbúðarhússins og í eldhús, sem jeg ætlaði að byggja. Weston gerði þetta trúlega, eins og hans var von og vísa. Og svo þiljaði jeg bjálkakofann innan í hólf og gólf. Þegar þessu var lokið vantaði mig kalk innan á veggina. Jeg hafði frjett að Henry Roberts og synir hans hefði brent kalk. Þeir áttu heima sunnan við Bjarnarvatn og þangað voru um 24 km. Jeg lagði því á stað með hestvagninn til að reyna að fá kalk hjá þeim. Fyrir sunnan Bjarnarvatn voru nokkrir landnemar, sem höfðu búið þar tvö eða þrjú ár. Einn þeirra var að slá ofurlítinn hafraakur þegar jeg fór þar fram hjá. Jeg hafði ekki annað fóður handa hestunum en ofurlítið af heyi og spurði því hvað hann vildi fá fyrir eitt knippi af höfrum. 25 cent, sagði hann. Þegar jeg kom til Roberts höfðu þeir þegar snætt miðdegisverð. Jeg ætlaði ekki að tefja þá neitt, heldur flýta mjer þangað sem jeg gæti beitt og vatn- að hestunum. En þeir voru nú ekki á því drengirnir hans Roberts. Þeir leystu hestana frá vagninum, fóru með þá út í hús og gáfu þeim. Mjer var boðið inn og frú Roberts bar fyrir mig ágætan mat. Og matur var mikils virði norður þar á þess- um dögum, þegar hveitið kostaði 12 dollara og sykurinn 25 dollara. En svona var gestrisnan og hinn sanni frumbýlings andi hjá Ro- bertsf j ölskyldunni. Þegar jeg hafði náð í kalkið bar jeg það á alla veggi og hinn 18. október gátum við flutt í húsið. Og þá lá vel á okkur. Næst var að byggja fjós og hlöðu úr bjálkum og gekk það greiðlega. Hún var með torfþaki. Nágranni minn hjálp- aði mjer nokkra daga með þyngstu bjálkana. Jeg hafði nú eignast nokkra hænuunga og brúnu Leghorn hæn- urnar mínar, sem jeg keypti á leið- inni, urpu ágætlega og kýrin mjólk aði vel. Þess má geta hjer að hægt var að fá hafra hjá elstu landnem- unum fyrir 1 dollar bushel. Lítið var um hveiti, en þó tókst okkur að ná í ofurlítið handa kjúklingun- um okkar. ' Jólakertin keypt, en----- Jeg ætlaði mjer nú að koma upp eldhúsi, en þá spiltist tíðarfar. Með nóvemberbyrjun gerði frost og norðvestan storm, svo að jeg varð að hætta alveg við það, og fresta byggingunni til næsta vors. Jeg hafði líka nóg að gera að höggva eldsneyti til vetrarins áður en snjórinn færði alt í kaf, og saga það síðan niður, því að engin vjel- sög var þarna nærri. Að minsta kosti varð jeg að eiga nóg brenni áður en jeg færi í kaupstaðarferð- ina í janúar, að sækja helstu nauð- synjar til Edson, en þangað voru um 400 km. Jeg hafði því sannar- lega nóg að gera að saga í eldinn. Rjett fyrir jólin skrapp jeg til búðar Hudson-flóa fjelagsins hjá Saskatoon vatni, en þangað eru um 30 km. Við þurftum ekki á miklu að halda, enda var vöruverð svo hátt að við gátum ekki keypt mik- ið. En eitt þurfti jeg endilega að ná í og það voru kerti til jólanna. Jeg keypti kertin og lagði þau á búðarborðið meðan jeg var að skoða mig um í búðinni. Og svo steingleymdi jeg þeim þegar jeg fór, og uppgötvaði það ekki fyr en jeg kom heim. Fáum dögum seinna fór nágranni minn þangað og jeg skrifaði brjef með honum viðvíkj- andi kertunum. En þeir í búðinni þóttust engin kerti hafa sjeð, svo að einhver hlyti að hafa gripið þau. UM ÆTT MAGNÚSAR Guðlaugur bóndi í Ljárskógaseli (f. 15. des. 1829) var iaunsonur Bjarna bónda í Lækjarskógi í Laxárdal (f. um 1790, d. 20. des. 1842), Magnússonar bónda í Hlíð í Hörðudal (d. 1800) Guð- mundssonar. Kona Magnúsar í Hlíð var Sigríður (d. 14. maí 1821) Jóns- dóttir bónda í Tjaldanesi Sveinssonar, og Elínar Einarsdóttur, sýslumanns í Strandasýslu (d. 1779) Magnússonar. Var Sigríður í Hlíð hálfsystir (sam- mæðra) Gríms Thorkelíns leyndar- skjalavarðar í Kaupmannahöfn. — Móðir Guðlaugs Bjarnasonar hjet Sig- urlaug Bjarnadóttir vinnukona í Lækj- arskógi, áður á Skógarströnd. Magdalena kona Guðlaugs (f. 15. júní 1840) var dóttir Skúla bónda á Tann- staðabakka í Hrútafirði (d. 29. júlí 1846) Einarssonar, og seinni konu hans Kristínar (d. 26. sept. 1870) Andrjes- dóttur bónda á Kolbeinsá (d. 19. jan. 1837) Guðmundssonar. Hálfbræður Magdalenu (samfeðra) voru þeir Ein- ar gullsmiður á Tannstaðabakka og Jón bóndi á Söndum í Miðfirði. Þar sem Magnús Guðlaugsson reisti bjálkakofa sinn stendur nú stórt og fallegt hús og býr þar nú einn sona hans. Tveir synir hans og dóttir eru þarna í Peace River County, ein dóttir þeirra í Toronto og hin þriðja í Alberni í British Columbía. Magnús og kona hans hættu búskap 1948 og fluttust þá til White Rock í British Columbia ásamt yngsta syni sínum. Æ: & & FRYST MJÓLK Nú er byrjað að hraðfrysta mjólk og gera úr henni ísklumpa. Er svo sagt að innan skamms muni þessir mjólkurklumpar koma á markaðinn í Bandaríkjunum. Mjólkin heldur öllum eiginleikum sínum þótt hún sé fryst og það fer miklu minna fyrir hcnni á þennan hátt í ísskápnum heldur en mjóikurflöskunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.