Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1952, Blaðsíða 15
LÉSBÓK MORGtíNBLADSINS 187 „l>eir hafa býtti á eins og hrossum LA MOSCUITA eða Mosquito-ströndin, sem nær yfir héraðið Colon í Honduras og héraðið Cabo Gracias a Dios í Nic- aragua, er enn byggð frumþjóðum, enda þótt heimsmenningin umkringi landið á alla vegu. Mosquito-ströndin dregur nafn aí Indíánaþjóðflokki, sem nefnist Miss- kito, en afbakaðist seinna vegna þcss hvað nafnið var líkt og á eiturflugunni „moskito" og vegna þess að þarna eru flugur þessar landplága. — Misskito- Indíánar skiptast nú í ýmsa sérstaka flokka, sem ncfnast Zarnbus, Payas, Viccntinos, Toacas og Secos. Indíáriar þcssir hafa alltaf lifað sínu lífi, óáreittir af menningunni og lifnaðarhættir þcirra eru hinir sömu og fyrir mörgum öldum. Carib-Indíánarnir í Honduras eru ekki lengur eirrauðir. Þeir eru orðnir svartir. — Á síðastliðinni öld leituðu þangað svartir strokuþrælar hópum saman og afleiðingin hefur orðið sú, að nú líkjast íbúarnir miklu fremur Svertingjum heldur en Indíánum. Blóðblöndunin hefur orðið til þess, að menn af þessurn þjóðflokki eru stærri Og sterkari en aðrir Indíánar. Þeir eru með flalt nef eins og negrar, en kinn- beinaháir og með mikið og slétt kol- svart hár eins og Indiánar. Þegar komið er til Mosquito-héraðs er farið upp eftir ánni Patuce og inn í vatn, sem nefnist Brewster Lagoon. Þegar yfir vatnið kemur er enn farið langt upp með Patuca ánni og þa verður Zanibus-þjóðflokkurinn fyrir manni. Þeir eru enn óblandaðir og eir- rauðir á hörundslit, og hafa lítið sam- neyti við Cariba, sem búa á ströndinni. Zambu-Indíánar búa í litlum þorp- um og elzti maðurinn í hverju þorpi er nokkurs konar yfirvald þar. Liía þeir mjög einföldu og óbrotnu lífi ög láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Siðir þeirra eru mjög einfaídir og ó- brotnir. Helztu hátíðir þeirra eru gift- ingar og jarðarfarir. „Giftingardagur“ er haldinn einu sinni í hverjum árs- fjórðungi og þangað verða allir að koma. Þa giftist ur.ga folkið í fyrsta sinn Og ungar stúlkur, sem hafa att bam, eru mest eftirsottar. Giftir menn konuim þar“ taka líka þátt í þessari hátíð, því að þá mega þeir selja konur sínar eða hafa kvennakaup. Konurnar ráða auðvitað engu um það, hvaða mann þær hrcppa. Það fer allt eftir því hvað bændur þeirra eru slungnir að fá sem mest fyrir þær. Hátiðin er haldin í skógarrjóðri iangt frá byggð. Þar er fyrst kynnt afar mik- ið bál. Umhverfis það raða menn sér í þrcfaldan hrirtg ög eru konurnar innst. Þegar "túnglið er komið á loft og bálið logar glatt, hefst fagnaðurinn. Karl- ménnirnir stökkva á fætur og byrja að dansa og syngja. Dansinn er aðallega i því fólginn að stappa niður fótunum svó að jörðin dynur undir. Eldbjarm- ann frá bálinu leggur á eirrauða líkarrta þeirra. Dansinn verður æðisgengnari þangað til mennirnir eru komnir í hálfgerðan trylling. Þá er gefið hlé. Hinn æðsti öldungur heldur ræðu og svo geta kvennakaupin byrjað. Nú hefst mikill hávaði og köll. Menn lýsa kostum kvenna sinna og hrópa upp þau boð, sem þeir bjóða í enn betri konu. Það er hreint ekki víst að menn komi sér saman um að hafa kvenna- kaup, og þá verða þeir fyrst að selja konur sínar, áður en þeir geta keypt aðrar. Hávaðanum slotar smám saman, því að hópurinn minnkar stöðugt. Hin nýju hjón draga sig óðar út úr sollin- um og hverfa út í skóginn. Seinast eru ekki aðrir eftir en þeir, sem ekki hafa getað losnað við konur sínar. Þeir fara vónsviknir heim og verða að sætta sig við að búa við konur sínar í þrjá mán- uði enn. Máske geta þeir losnað við þær á næsta giftingardégi. Það er harð- bannað að hafa "kvénnakaup nema á þéssum sérstoku giftingardögum, því að það mundi áreiðanlega verða til þess að vekja gremju illra anda, og það gæti bitriað á öllum jafnt. Zambu-Indíánar trúa ekki á ódauð- leik sálarinnar, en þrátt fyrir það er lítil sorg á ferðum þegar menn hrökkva upp af. En mikil viðhöfn er við jarðar- fai'ir óg niargs verður þá að gæta til þess að egna ekki yfir sig reiði illra artda. Líkin eru flutt langar leiðir frá þorpinu og er það gert til þess, að illir andar, sem eru a sveimi í kring um þau, geri þorpsbúum engar skráveifur. Valinn er staður, þar sem auðveldast er að taka gröfina, eða eins og Indíán- ar segja, „þar sem jörðín «r viljugust til að veita hinum framliðnu viðtöku“. Lengra upp með ánni eiga Paya- Indíánar heima. Þeir gr i^jmærri vexti en hinir, en miklu gMnúáii og standa á hærra stigi. — Tungujwrál þeirra er tvenns konar. Annað málið er fyrir karlmenn eingöngu, e,rj..hitt fyrir konur og þegar karlmenn tala við þær. Þeir trúa því að til sé tvenns lronar máttar- völd, góð og ill, og eigá þau í sífelldu stríði. Þegar illa gengur er það því að kenna að hin illu máttaryöld hafa sig mjög i frammi, cða þq ,að hin góðu máttarvöld skeyta ekki um að sinna þörfum mannanna. Æðsti maður í hverjú'þorpi er nefnd- ur Suquia og hann er áBt í senn, dóm- ari, læknir og stjórnandi. Hvert þorp er heild út af fyrir sig og .þar eiga allir allt í félagi. Þeir trúa ekki á ódauðleik sálarinnar og greftrunársipir þeirra eru svipaðir og hjá Zambus. Hinir þjóðflokkarnir búa hjá Guar- unta ánni og eru landkostir þar miklu betri, fagrir skógar og blómahaf. Vatnið í ánni er líka tært. Þarna eiga heima Secos og Toacas Indíánar. Hús þeirra eru stærri og þorpin hreinlegri heldur en hjá hinum. Þeir stunda líka nokkuð akuryrkju, en aðrir þjóðflokkar lifa á ávöxtunum úr skógunum. Þegar neðar dregur með ónni fer kynblöndunar að gæta meira, eins og hjá Patuca og ibú- arnir verða dekkri og dekkri. Það er negrablóðið, sem segir til sín (Úr ,,Awake“). Á hverjum morgni hringdi einhver maður til simstöðvalinnar og spurði hvað klukkan væri. Þegar þetta hafði gengið lengi var símastúlkan orðin for- vitin og spurði hvernig á því stæði að hann væri álltaf að spýrja um klukk- una. — Ég sé unr hádegismerkið og þess vegna hringi ég alltaf til ykkar til þess að ganga úr skugga um hvað rét.t klukka sé. — Hamingjan góða, hrópaði stúlkan, og við set.jum alltaf klukkuna okkar eftir hadegismcrkinu..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.