Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Page 1
XXVII. árg. 25. Ibl. Sunnudagur 13. júlí 1952 E. Schydlowsky, franskur scndikennari .við Háskóla Islands: Á ÞESSU ári cr þcss hátiðlega minnzt í París, að eitt hundrað og íimmtíu ár eru liðin írá íæðingu íranska skáldsins Victors Hugo. í Sorbonne-háskóla spreyta ráðherr- ar og félagar akademíunnar sig á þvi að reyna að lýsa af sem mestri mælsku ritum og ævi skáldsins. í smæstu skólum landsbyggðarinn- ar, í afskekktustu héruðum, segja barnakennarar frá hinum furðu- legu örlögum höfundar Vesaling- anna, lesa nokkra kaíla úr því verki og einnig úr Listinni að vera afi fyrir litil börn, sem fá þá ef til vill fyrstu kynni sín aí skáld- skap. Bókmenntablöð og tímarit hafa ekki beðið hátíðahaldanna til þess að gera grein fyrir stöðu Victors Hugo í bókmenntaheimin- um nú. Af skrifum þeirra er Ijóst, að þrátt fyrir ofsafengnar árásir og ákafa gagnrýni heldur Victor Hugo velli. Hann hefur ekki „horf- ið af himni bókmenntanna“, eins og skáldið Leconte de Lisle spáði, heldur svífur andi hans hvarvetna yfir bókmenntum nútímans. Ókleift væri í stuttri blaðagrein að skýra í senn ævi skáldsins og verk, þ. e. a. s. gefa nákvæma mynd af löngum æviferli hans og brjóta til mergjar ýmis cinkenni rita hans, fylgja þróun viðfaftgsefna, rannsaka þau í Ijósi sögunnar og sýna, að hvaða leyti ,hvert þeirra er frumlegt eða hversdagslegt. Hér verður því látið nægja að segja frá helztu æviatriðum skáldsins og verkum hans, en síðan verður reynt að sjá, hvaða sess hann skip- ar meðal rómantískra höfunda nítjándu aldar, og loks, hvert hlut- skipti hans er nú á dögum. NÝTT SKÁLD KEMUR Á SJÓNARSVIÐID Fáir rithöfundar eiga örlög sín jafnfast fléttuð þjóðarsögunni sem Vjctor Hugo. Hann var fæddur árið 1802 í Besancon, sonur hers- höfðingjans og greifans Hugo, og bernskuár hans liðu við frægðar- glaum keisaraveldisins. Napóleon fyrsti hætti sér til Spánar. Hers- höfðinginn fylgdi honum þangað og tók með sér Victor litla, sem kynntist þannig hinu kynlega og DGO Victor Httfo. tigna landi, er varð honjjpi æ síð- an ríkt í huga. Skömrsm--#ður en keisaraveldið hrundi, váÝííu Hugo komin til Parísar, en þar bjó hún, skilin frá manni sínum. Aafyrstu friðarárunum eftir fall Napú^earis gat sonur hennar, hið unga $ká d, gert fyrstu tilraunir sínar. Fím n- tán ára að aldri vakti hann þe| ar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.