Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Síða 2
350 LFSBÓK MORGUNBLAÐSINS athygli á sér, og brátt voru hæfi- leikar hans viðurkenndir opin- berlega, því að hann fékk tvö þús- und franka styrk frá stjórn Loð- víks átjánda. Hann hafði rétt um þær mundir gefið út ljóðasafn (Odes, 1822). Skömmu síðar kom skáldsagan Han d'Islande. í einka- lífi var hann eins sæll og á varð kosið, því að hann hafði kvænzt bernskuvinkonu sinni, Adéle Foucher. Noklfrir rithöfundar, skáld og listamenn komu reglulega saman heima hjá honum. Hann gerðist forvígismaður rómantísku stefn- unnar og gaf út leikritið Cromwell (1827) með forspjalli, sem vakti geysiathygli. Hann var í raun réttri foringi nýrrar bókmennta- stefnu, sem undir nafninu Cénacle, sameinaði rómantísku höfundana. í fyrsta skipti síðan á seytjándu öld var komið fram með skilgrein- ingu á nýrri liststefnu, og gekk hún í berhögg við þá klassísku. í stað hins ópersónulega viðhorfs klassísku rithöfundanna, sem beindu huga sínum einkum að grískum og latneskum skáldskap, og strangleika þeirra í kveðandi kom rómantíska stefnan, — sem fædd var af róti ástríðna, sem bældir höfðu verið niður of lengi, — með upphafningu mannlegra tilfinninga, Ijóðrænar játningar og íhuganir, með trúhneigð undir áhrifum frá Rousseau og vilja til að lýsa mannlífinu í öllum marg- breytileik ,sinum. Victor Hugo hafnaði rqglúnni um einingarnar þrjár, seip höfðu verið klassísku höfundunum lögmál í leikritagerð. Hann hætti að aðskilja bókmertnta- greinirnar, sýndi hlið við hlið hið sorgieg^ og hið skoplega. Hann auðgaéi tunguna með því að taka upp forn orð, sem fallin voru í gleymsku. Sorgarleikurinn Marion de Lorme, sem saminn var sam- kvæmt hinum nýju reglum, var að vísu bannaður af stjórninni, en ljóðasafnið Les Orientales, sem bar vitni frábærri hstgáfu, fékk góðar viðtökur og hafði mikil áhrif. Á árinu 1830 urðu tvær bylt- . ingar, stjórnarfarsleg og bók- menntaleg. í hinni fyrri valt Karl X. úr valdastóli. Hann var síðast- ur af Bourbon-ættinni, sem hafði í meir en tvær aldir samfleytt stjórnað landinu fyrir guðlegan rétt konunganna. Hin síðari var „orrustan um Hernani“ í franska þjóðleikhúsinu. STJÓRNMÁL OG BYLTINGAR í ÞJÓÐLÍFINU í bókmenntum stóð Victor Hugo í fylkingarbrjósti, en hann var ekki heldur afskiptalaus um stjórn- mál. Hann hafði verið fylgismað- ur hinnar réttbornu konungsættar, en hann batt sig ekki við krúnuna af neinni þrælsund. Hann skynjaði veilur þeirrar stjórnar, sem hann var mótfallinn. Júlíbyltingin fékk á hann, og hann var það hugrakk- ur, að hann vogaði sér að votta konungi samúð sína. Síðan svipað- ist hann un\ eftir nýjum leiðarljós- um í stjórnmálum. Hugur hans beindist að syni Napóleons fyrsta, en „arnarunginn“ dó um þessar mundir (1832), og gekk Victor Hugo þá í lið með Louis Philippe og gerðist vinur Héléne de Meklem- bourg, hertogafrúar af Orléans, sem veitti honum dýrmætan stuðn- ing. Nú rak hvert verkið annað: Notre-Dame de Paris, Les feuilles d’automne, Marie Tudor, Les chants du crépuscule, Les voix intérieures, Les rayons et les ombres, Ruy Blas. Dyr akademí- unnar opnuðust fyrir honum árið 1841, og 1845 varð hann öldunga- ráðsþingmaður. Hann var þing- maður aðeins skamma stund, því að febrúarbyltingin 1848 kollvarp- aði stjórnarfyrirkomulaginu á ný. Victor Hugo gleymdi ekki vinfengi sínu við hertogafrúna af Orléans og studdi hana áfram. Engu að síð- ur varð hann þingmaður í öðru lýðveldisríkinu. Hann hafði sig lít- ið í frammi. Þegar um þessar mundir hallaðist hann að alþýð- unni. Eftir hina hryggilegu daga í iúní 1848, þegar verkamennirnir voru brytjaðir niður, af því að þeir höíðu minnt á loforð þau, sem þeim höfðu verið gefin, sneri hann sér-að hinum tilvonandi Napóleon þriðja og studdi hann í blaðinu L’événement. Hann hugði, að hann mundi verða hliðhollur hinum óhamingjusömu og losa landið við stjórn Cavaignac, hershöfðingja, sem sigrað hafði alþýðuna. Victor Hugo vonaði líklega, að hann yrði ráðherra, en auðséð var, að hann ætlaði samt ekki að stinga sam- vizkunni svefnþorn. Enda varaðist hinn nýi forseti lýðveldisins að kalla til metorða mann, sem taldi sig bundinn loforðum, og Victor Hugo, sem skildi brátt, hvað Napóleon ætlaðist fyrir, barðist miskunnarlaust gegn stjórninni. Þegar stiórnlagarofið kom, 2. des- ember 1852, varð skáldið líka að flýja land, eftir að hann hafði, einn af fáum, risið gegn glæpnum. Hann flúði til Jersey, síðan til Guernesey. I lífi hans urðu þátta- skil. í ÚTLEGÐ Hinn kunni gagnrýnandi Albert Thibaudet hefur bent á, hversu mikilvægur þáttur í lífi skáldsins útlegðin var. Thibaudet segir: „Þá hófst fyrir hann þessi langa útlegð átján ára, þegar hann skrifaði beztu verk sín og skapaði af sjálf- um sér handa framtíðinni hina voldugu og undursamlegu mynd spámannsins í ey, þar sem runnu saman myndir frá Patmos, Sankti Helenu og Grand-Bé“. (Sem kunn- ugt er, var Jóhannes postuli í út- legð í Patmos, Napóleon á Sankti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.