Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORCUNBLAÐSINS 351 Helenu, en Chateaubriand var grafinn í eynni Grand-Bé, nærri Saint-Malo). í Jersey og Guernesey skrifaði Vitor Hugo aðalverk sín. Frá þeim tíma eru L’histoire d'un crime, Napoléon ie petit og Les Chátiment (1853), þar sem hann húðstrýkti keisaraveldið. Er Hann hp’lt úr skálum reiði [ sinnar, skrifaði hann enn af kappi og lét skammt stórra höggva í milli, Contemplations (1856), La chute d’un ange, La fin de Satan, Dieu, La légende des siécles, sem er eitt hinna fáu sögulioða á franska tungu, Les Misérafcies (1862), Les travaiileurs de la mer (1886) og L’homme qui rit. Meðan keisaraveldið hélzt, neit- aði Victor Hugo að snúa heim til Frakklands. Eftir hina hryggilegu atburði ársins 1870, fall Napóleons þriðja og niðurlægingu og iranrás- ina í Frakkland, stóð útlaganum opin leið til föðurlandsins. Iíann gat ekki tára bundizt, er hann héít yfir landamærin, en París tók hon- um tveim höndum. Hann tók þátt í baráttunni gegn óvinunum, sat stuttan tíma í þinginu í Bordeaux, því að hann var því ósammála, o.g komst í kynni við Kommúnuna. í þeirri borgarastvrjöld kvnntist hann tveimur mönnum, sem létu mikið til sín taka í þriðja lýðveid- isríkinu, þeim Georges Clemenceau og Aristide Briand. ÞINGMAÐUR OG ÞJÓÐSKÁI.D Er friður var kominn á að nýju, var Victor Hugo kosinn öldunga- deildarþingmaður. Hann talaði til þess eins að krefjast upþgjafar saka fyrir uppreistarmenn Komm- únunnar og mælti gegn klerkaveld- inu. Með þessu skipaði hann sér fremst í flokk í baráttunni fyrir lýðveldi, og margir hafa aldrei fyr- irgefið honum það. Hann skrifaði L’année terrible (1872), L’art d’étre grand-pére (1877), Quatre-vingt- treize, Religion et religions, nokkra fagra kafla úr La légende des siécles (1881), Toute la lyre, þar scm er hið dásamlega Ijóð Adieu á Théophi’e Gautier, og loks Les quatre vents de l’esprit. Á ellidögum sinum varð hann að bera þungar sorgir, ert honum var mikil huggun að barnabörnum sín- um, Jeanne og Georges. París um- vafði hann ástúð og fræðarlióma, svo sem berlega kom fram, er hann dó, áttatíu og þrigg.ja ára gamall eíns og Voltaire og Goethe. Við útför hans var farið með hann sem dýrling. „Heil þjóð“ grét þanh, som vpgn fátæklinganna færði' til Panthéon (1885). Slík var ævi Victor Hugo, auðug að atburðum, sem allir hafa mark- að spor í verk skáldsins. Þegar hefur verið bent á, hversu útlegð- in var örlagarík. Þarf nú að geta tveggja atriða úr einkalífi skáld3- ins, sem svo voru mikilvæg, að verk hans verða ekki skilin, sé þeim gleymt. Er hér um að ræða ást þeirra Victors Hugo og Juliette Drouet og hinn sviplega dauðdaga dóttur skáldsins, Léopoldine Hugo; og eiginmanns hennar. IIJÓNABAND OG ÁSTIR Árið 1822 kvæntist Victor Iíugo brenskuvinkonu sinni, Adéle Foucher. Hjónabandið var ekki miög hamingjusamt, og varð það liósf, er hjónin tóku á móti vini stnum, ungtt skáldi, sem hét Sainte- Beuve. Hann gerði sér títt við Adéle Hugo, og tók hún því ekki fálega. Hin furðulega hegðun Sainte-Beuve hafði ekki einungis í för með sér vinslit tveggja skálda, heldur einnig eyðileggingu hjóna- bands. Victor Hugo kynntist sorg heimilisbölsins, beiskleika svik- anna og eftirsjá glataðrar ham- ingju. Hann skildi ekki við konu sína, en var henni bundinn áfram vináttuböndum einum. Hann elsk- aði hana ekki, en felldi nú hug til minni háttar leikkonu, Juliette Drouet, sem var fremur léttúðug og hafði eignazt dóttur eítir skammar samvistir við mynd- höggvarann Pradier. Hún yfirgaf allt fyrir Victor Hugo. Hin róman- tíska hugmynd um aflausn fyrir ástina kom þarna fram í sinni skýr- ustu mynd. í hálfa ö!d tókst Juli- ette að gefa skáldinu þá hamingju, sem það þráði. Fyrir sitt leyti sá Victor Hugo, sem var ætíð örlátur, fyrir þörfum móðurinnar og dótt • ur hennar, Claire, sem með dauða sinum varð tilefni eins fegursta Ijóðsins í Contemplat’ons. Frá 2. janúar 1833 fram á árið 1883 skipt- ust þau á fjölda bréfa, fimmtán þúsundum bréfa, sem bera ekki einungis vitni hrífandi ást, heldur eru einnig Ndýrmæt heimiid um ævi og skoðanir skáldsins. Án þess- ara bréfaviðskipta mundi ekki eins auðvelt að skilja Victor Hugo. Full- vrða má því, að fundur þeirra Juliette hafi verið hin örlagarík- asti fyrir Victor Hugo. ÞYNGSTA SORGIN Enn áhrifaríkari varð dagurinn 4. september 1843 1 lífi Victors Hugo. Þann dag drukknaði Léo- poldine, eftirlætisbarn skáldsins, þá nýgift Charles Vaquerie. Þetta slys vildi til gegnt litla þorpinu Villequier í Normandí. Skáldið var á ferðalagi og las fregni^a í blþð- unum. Hann fann til sárqsýu sorg* ar, vafalaust hinnar þyrij^tifþ hann varð að þola á lang'n^ífslfeið: Árum saman var hann fátala$ur og reyndi að finna fróun í afsiiipfum sínum af stjórnmálum. Ekk<fr?’gat fengið hann til að gleyma doftur- inni, sem hann syrgði, og ekki þifrí' annað en lesa nokkra kafla ! ur „pausa meae“ í Contemplations til 1 þess að finna þungann í hugarkvöl, hans. Þegar ömurleiki útlegðar bættist svo ofan á hugarangur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.