Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1952, Side 8
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gönus! hús í Reykjavík 1. Á ÞESSU ári cr liðin ein öld síðan fyrsta byggingarlóðin í Reykjavík var seld. Áður höfðu aiiar lóðir verið a hentar mönnum ókeypis tii eignar. 1852 fær Knutzon kaupmaður keypta ióð austur hjá læk og þá um sumarið reisti hann þar einlyft íbúðarhús, sem cnn síendur á horni Lækjargötu og Austur- strætís, að vísu mikið stækkaí og breytt. Sá, scm fyrstur bjó í húsi þessu var Martin Smith konsóll. En þegar Ólafur Pálssson var kosinn dómkirkjuprest- ur hér og fluttÍEt hingað 1854, keypti hann húsið af Knudtzon og bjó þar fram til ársins 1871. Var það þá jafnan kailað Prófastshúsið. Þá voru aðeins tvö liús í Lackjargötu og bjo Helgi Thordersen biskun í hinu. Þenuan litla götu- spctta, cr var vísir hinn?r mikiu Le kjargötu, kölluðu gárungarnir þá Heilags- aríaítræti, vegna þess að tveir helztu kennimennirnir bjuggu þar. Þegar Ólaf- ur Páissou fór héðan keypti Sigfús Eymundsson húsið, og upp frá því vár það kallað Eymundsenshús, og má mikið vera ef sumir gamlir Reykvikingav r.efna það ekki því nafni enn í dag. Sigfús lét setja hæð ofar á húsið og stækka það að öðru leyti. Hafði hann þar Ijósmyndastofu og bókbandsstofu uni fjöida ára. 1887 keypti hann prentsrr.iðju Sigmundar Guðmundssonar og flutti hana í húsið og var hún þar til 1809. Sigfús bjó í húsinu til æviloka <d. 1911). Nú eru þai* skrifatcfur og verslanir. Eir.a sinni var afgrciðsla Morgunblaðsirs og skrifstofa þar í suðurendanum uppi. Hér á myndinni má sjá þetta 100 ára gamla hús cins og það cr nú útlítandi. fjármálaráðuneytinu fékk lausn frá embætti samkvæmt eigin ósk, en við þvi tók Sigtryggur Klemensson lögfr. Ný mótmæli. Sendiíulltrúi Breta af- hcnti utanríkisráðherra ný mótrr.GjIi frá brczku stjórninni vegna hinr.ar r.ýu landhelgi. Alþingískosning. Aukskosning til Aiþingis fór fram i ísafirði 15. júní vcgna fráfalls Finns Jónssonar a!þm. Kosningu h'.aut Hannibal Valdimars- son (A) með 044 atkv., Kjartan Jó- hannesson Iæknir (S) fékk 635 atkv. Stúdentar. 103 stúdentar útskriíuð- Ust úr Memitsskóianum í Rcykjavik, 15 frá Verslunarskóianum og 63 frá Mcnntaskclanum á Akureyri. Glaumbær. Gamli bærinn í Glaum- bæ i Skagafirði, sem vernda skal, og bygðasaín Skagfirðinga, scm þar er geymt. var opnað almcnni.ngi til sýr.is un miðjan rr.ánuðinn. Sjémanuadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt hinn 8. I Reykjavík sigrsði Jón Kjartansson í sjííunda sinn í stakkasundi. en skiD- verjar á togaranum ,,Aski“ unnu „Piskimann" Morgunbiaðsins í kapp- róúi*í. Erynjólfur Jóhanrxsron lcikari var kcsinn íormaíur I.eikíé'ags Reykja- vikur á aðaifundi þcss hinr. 12. Efidgc-kcppni fór fram í öndverð- um Tnánuðínum og var kcppt um það hver sveit skuli sendast á Evrópu- meistarsrnót í bridge, rcm haldið verður í Dubiin í haust. Hiutskörp- ust varð sveit Gunngcirs Pcturssonar, cn með hcnum spila þeir Einar Ágústs- son, Sigurhjörtur Pétursson og Örn Guðmundsson. Afráðið cr að þcssi sveit skuli keppa á mótir.u og rncð her.ni þeir Einar Þorvaldsson og Láruc Karlsscn. Kirltjubygging var hafin c.ð Scl- íossi. Kynnisför. Um 70 bændur úr Húna- vatnssýslu fóru kynr.isför um Suður- land og allt austur að Kirkjubæjar- klaustri. , Einar Ingimurdarícn fulltrúi saka- dómara var skipaöur bæarfógeti á Siglufirði. • Útgerðarráð Rcykjavíkur ákvað að koma upp kælikcríi í fiskgeymsluhús- um bæarins til þess að geymsla á salt- fiski verði öruggari. Gert er ráð fyídf að það kosti um 340 þús. kr. Friurik ólafsson vaið skákmeistari - ^eykjavikur eítir harðvítugt einvígi við Lárus Johnscn. Friðrik er aðcins 17 ára að aldri. (Jtsvarssferá Reykjavíkur kom út. Jafnað er niður 82.9 milljónum króna. Skógræktarfolkið sem fór til Norcgs (60 munn6) kom heim 22. júni og lét liið bezta yfir íör sinni. ★ ★ ★ 'A’ HVAÐ KOSTA STRÍÐ? Hermáiaráðuneyti Bandaríkj- anna heíir nýlega tilkynnt, að eít- ir eins árs styrjöld í Kóreu haíi herkostnaðurinn numið 5000 milj. dollara. Ilér er aðeins talinn liinn beini kostnaður. Til þcss að menn skijji betur hvað hér cr um mikla íjáríúlgu að ræða, skulum vér setja svo að einhver maður hafi unnið sér inn 10.000 dollara á dag í þann mund er kristni var lög- tekin á Alþingi og haldi áfram jafnt og þétt að auðgast svo mikið á hverjum degi, þá værí hann samt sem áður ekki kominn upp í 5000 miljónir enn, og ekki fyr en eftir 500 ár frá þessum degi að telja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.