Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1952, Blaðsíða 1
SLIPPFÉLAG REYKJAVÍK UM aldamótin seinustu var svo komið, að bylting hafði orðið í öðr- um aðalatvinnuvegi landsmanna, útgerðinni. Gömlu árabátarnir voru að hverfa úr sögunni hér syðra, en kútterar voru komnir í staðinn. Þilskipaútgerðin reyndist mörgum sinnum arðvænlegri, heldur en bátaútgerðin. Meiri fiskur barst á land en áður. Skipin voru stærri og öruggari og menn sóttust eftir að komast á þau, enda þótt aðbúnaður væri þar svo, að hann þætti nú ekki boðlegur nein- um mennskum manni. I kjölfar þessa sigldu margar aðrar breytingar er breyttu lífi og lifnaðarháttum hér í Reykjavík. Áður en þilskipin komu höfðu bát- SAMTÍMIS og hinni miklu iðnsýningu lauk hér, átti eitt af elztu iðn- fyrirtækjum bæarins 50 ára afmæli. Það er Slippfélagið í Reykjavík, sem stofnað var haustið 1902 fyrir forgöngu Tryggva heitins Gunnars- sonar bankastjóra, sem þá var einn af framsýnustu mönnum hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum þykir hlýða að rifja hér upp ýmis- legt úr sögu félagsins, því að það er einn þáttur úr sögu Reykjavík- ur á 20. öldinni. ar af Inrmesjum stundað róðra „suður með sjó“ á vetrarvertíðinni. Útgerðarmenn áttu uppsátur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, Njarð- víkum, Keflavík, Garði og Leiru og þar lágu bátarnir við. En þetta hvarf úr sögunni þegar þilskipin komu. Þau lögðu afla sinn á land í Reykjavík. Þau veittu fleiri mönnum atvinnu, og í landi skap- aðist aukin atvinna við fiskverk- un. Afleiðingin varð sú að fólk tók að flytjast búferlum til Reykjavík- ur í æ stærri stíl. Meðan „karl- amir“ voru á sjónum, höfðu kon- ur og krakkar atvinnu við fisk- þurkun. Það þótti því hinn mesti búhnykkur fyrir fjölskyldumenn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.