Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Side 1
Halldór Ahsalon .vatnskarl glNN af hinum kunnari vatns- körlum Reykjavíkur hét Hall- dór Narfason en var alltaf nefndur Halldór Absalon. Ekki er kunnugt hvernig eða hvers vegna hann fékk það auknefni. En svo var það fast við hann, að eftir miðja 19. öld, mundu fáir Reykvíkingar hafa kannast við Halldór Narfason, ef þeir hefði verið spurðir um hann á götu. En ef nefndur var Halldór Absalon, þá vissi hver maður við hvern var átt, og allir Reykvíking- ar þekktu þann mann. Foreldrar Halldórs voru Narfi Sigurðsson, ættaður úr Árnessýslu og kona hans Helga Guðmundsdótt- ir. Áttu þau lengi heima í Stöðla- koti í Reykjavík og þar ólst Halldór upp hjá þeim þar til hann var tví- tugur. Mun hann hafa verið fædd- ur árið 1804. Er þess getið í hús- vitjunarbók 1820 að þá sé hann 15 ára, sé fermdur og læs. Vorið 1825 er hann orðinn vinnumaður hjá Ólafi yfirdómara Finsen, er þá bjó í hinu svokallaða Stýrimannshúsi. Fær hann þá þann vitnisburð hjá sóknarpresti, að hann sé „fávís“. Þarna er hann svo vinnumaður fram undir 1830, en hverfur þá af manntali hér. Þegar Menntaskólinn var byggð- ur, varð fyrsti dyravörður hans Jóhann Pétursson gullsmiður og hjá honum er Halldór vinnumaður um tveggja ára skeið, eða „vinnu- kind“, eins og séra Ásmundur Jónsson kallar hann, en það þarf ekki að vera niðrandi nafn fyrir Halldór, því að prestur kallar allt vinnufólk „vinnukindur“. Síðan gerðist Halldór vinnumað- ur hjá Diðrik Knudsen snikkara í Þorfinnsbæ og var hjá honum fram til ársins 1851. En þá gerðist hann lausamaður, eða „sjálfs sín“ eins og það var kallað og fékk sér leigt herbergi uppi á lofti í Hákonarbæ. Þar dvaldist hann síðan til ævi- loka, en hann andaðist 19. septem- ber 1871. Er hann þá talfrin 61 árs í kirkjubókinni, en hefir verið 67 ára. Hann mun hafa farið að stunda vatnsburð þegar hann gerðist lausamaður og fluttist í Hákonar- bæ, og þá atvinnu hafði hann til dauðadags, eða um 20 ára skeið. ---------------o---- Það er fullyrt af kunnugum, að smásaga Gests Pálssonar „Hans Vöggur“ sé um Halldór Absalon. Sú saga hefst þannig: „Hans Vöggur hafði verið vatns- karl í Reykjavík nær því svo lengi sem menn mundu eftir. Og jafn- lengi hafði hann raulað sömu vís- una með sama vísnalaginu fyrir munni sér, þegar hann var búinn að pósta vatnið upp í föturnar sín- ar úr póstinum í Aðalstræti og var kominn á stað. Hann gekk raulandi upp allt strætið. Og hvar sem menn hittu Hans Vögg á ferð með föt- urnar sínar, raulaði hann alltaf með sama lagi þessa vísu: Vöggur karlinn vatnar borg, Vögg þó flestir gleyma, enga gleði, enga sorg á hans líf að geyma. Það er eigi gott að vita hvort vísan var gerð um Hans Vögg, eða hún var gamall húsgangur. Hitt er víst, að hún átti ósköp vel við Hans, hann var kallaður Vöggur af því að hann vaggaði dálítið út á hlið- arnar“. Þetta er nú sennilega skáldskap-_ ur hjá Gesti. En hitt mun víst, að Gestur hefir þekkt Halldór Absa- lon. Gestur var hér í skóla árin 1868—1875, er kominn hingað þremur árum áður en Halldór deyr. Reykjavík var þá ekki fjölmenn- ari en svo, að kalla mátti að allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.