Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 fatakistu sína til góðrar lyktar. Hljóp allt þetta hátt á uppboði. Upphæðina munum vér ekki“. Af peningum fannst ekki annað þarna en 5 ríkisdalir. Var þá hafin leit að sjóvettlingunum, sem menn vissu að hann geymdi peninga sína í. Kom það þá fyrst upp úr kafinu, að hann hafði fengið þá geymda um tíma í húsi Bjarna amtmanns Þorsteinssonar. Það stóð þar sem nú er Landssímastöðin og hafði Bjarni keypt það af Edvard Siem- sen 1855. Þegar Halldóri þótti óráð- legt að hafa peningana þar lengur, kom hann og sótti þá, og fór nú með þá heim til frú Ingileifar Mel- sted og bað hana að geyma þá fyrir sig. Frú Ingileif bjó í litla húsinu Suðurgötu 2, sem enn stendur (var áður kallað Dillonshús). Hafði hún keypt það 1862. Þarna voru nú peningar Halldórs geymdir um hríð. En það fór sem fyrri, að hon- um þótti það of mikil áhætta að hafa þá þar til langframa; hefir eflaust hugsað sem svo, að smám saman mundi það vitnast hvar þeir væri niður komnir, þar til það yrði á almanna vitorði, og væri þjófar þá vísir til að reyna að ná í þá. Nokkru fyrir andlát sitt hafði hann svo komið til frú Ingileifar og sótt peningana. En hvert hann fór með þá, vissi enginn maður og aldrei hafa þeir peningar komið til skila. Seinasti maðurinn, sem hann bað að geyma þá fyrir sig, hver sem hann hefir nú verið, gaf sig ekki fram. Einhvern grun hafa menn þó sennilega haft um, hvar þeir lentu, því að Jón Borgfirð- ingur segir um það: „Líklega hafa þeir (peningarnir) ekki komizt í 2. ættlið hjá geymandanum“. Þannig fór þá um ævilaun Hall- dórs Absaions, sem hann hafði dregið saman með súrum sveita og gætt eins og sjáaldurs auga síns. Varkárni hans að láta menn ekki vita hvar hann geymdi peningana, ALEXIS CARREL: BÆIMIINi í DESEMBER 1940 skrifaði höfundur þessara hugleiðinga grein á ensku um „Mátt bænarinnar“ fyrir hið víðlesna, ameríska tímarit „Reader’s Digest“. Greinin var birt snemma á árinu 1941, er einn útgefendanna hafði stytt hana og umsamið. Síðan var hún þýdd á frönsku, sennilega í Sviss, og prentuð í „Journal de Genéve". Enn síðar birtist hún í „Semaine religieuse" í Frakklandi. Þá fyrst frétti höfundurinn af þýðingunni. Hann var ekki ánægður með hana og ákvað í janúarbyrjun 1944 að IJJÁ okkur, Vesturevrópubúum, ^virðist skynsemin standa hug- sæinu framar. Við tökum skilning- inn langt fram yfir tilfinningarnar. Vísindin blómgast meðan trúin visnar. Við fylgjum Descartes en yfirgefum Pascal. Þess vegna leggjum við líka mesta stund á að auka skilning okkar. Hæfileikar þeir, sem ekki heyra greindinni til, eins og til- finningin fyrir því, sem gott er og fagurt, og þá sérstaklega guðdóms- kenndin, mega heita í algerðri van- hirðu. Ef grundvallarhæfileikat nútímamannsins lamast, verður hann andlega bhndur. Slík örkuml svipta hann getu til að leggja viðgangi þjóðfélagsins lið. Við hljótum að kenna ágöllum einstak- varð seinast til þess að þeir hurfu og komust í óverðugra hendur. Sem betur fór gerði Halldóri þetta ekkert til, því að nú var hann dauð- ur og hafði enga þörf fyrir pen- inga, og laus við allar áhyggjur af þeim. Og sýnu betra var að þeir skyldu hverfa þannig, heldur en ef þeim hefði verið rænt frá honum í hfanda lífi. Sá missir hefði honum eflaust gengið hjarta nær. Á. Ó. skrifa nýa grein um bænina. hnganna um hrun menningar okk- ar. Það er staðreynd, að andleg þróun er jafn nauðsynleg til vel- gengni og skynræn og efnisleg þróun. Þess vegna ber nauðsyn til að lífga við hina andlegu hæfileika, sem veita mönnum þrótt og per- sónleika í miklu ríkari mæli en skilningurinn. Sá af þessum and- legu hæfileikum, sem minnst hefur verið hirt um, er guðdómskenndin eða trúhneigðin. Guðdómskenndin kemur gleggst í ljós í bæninni. Bænin er að sjálf- sögðu andlegt fyrirbæri eins og guðdómskenndin. Og — vísinda- menn okkar hafa enn ekki náð að kanna heim andans. Hvernig eig- um við þá að afla okkur jákvæðrar þekkingar á bæninni? Vísindin ná yfir allt það, sem hægt er að skoða og rannsaka, og fyrir milligöngu lífeðlisfræðinganna geta þau náð til andlegra fyrirbæra. Þess vegna getum við fræðzt um bænina, upp- haf hennar og áhrif, með því að athuga á kerfisbundinn hátt fólk, sem biðst fyrir. gÆNIN virðist fyrst og fremst vera þrá sálarinnar eftir hinum ólíkamlega kjarna heimsins. Venju- lega er hún harmatölur — skelf- ingaróp — ákall um hjálp. Stund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.