Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Síða 8
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐIST í JANÚAk Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson FORSETI ÍSLANDS, herra Asgeir Asgeirsson, flutti útvarpsávarp til þjóðarinnar á nýársdag. Hann sagði þar meðal annars: „Ég er ekk- ert hræddur við ungu kynslóðina. Hún er ekki verri en unga fólkið var áður, og raunar hávaxnari og háleitari en sú eldri var. Hin unga kynslóð gerir alltaf nokkura upp- reist gegn þeim gömlu. Því segja öldungarnir að heimur fari versn- andi, og samt miðar áfram, og þó bezt ef vér getum varðveitt nokkuð af gömlum uppeldisvenjum“. VEÐRÁTTAN í þessum mánuði var með ýmsu móti. Árið gekk í garð með mildu veðri og kyrru og helzt svo nokkra daga. Um miðbik mánaðarins voru frosthörkur miklar imi allt land og lagði þá marga innfirði, svo að siglingar gerðust örð- ugar og löskuðust nokkur skip lítils háttar í ísnum. Mestu tjóni olli frostið arþrek, fyrir betlara eða heigla. Nietzsche skrifaði: „Það er skömm að því að biðja.“ En það er stað- reynd, að það er ekki meiri skömm að því að biðja en að drekka eða anda. Maðurinn þarfnast Guðs eins og hann þarfnast andrúmslofts og vatns. — Þegar guðdómskénndin tengist hugsæinu, sálinni, fegurð- arskynjuninni og ljósi skynseminn- ar, nær persónuleikinn fullum þroska. Á því leikur enginn vafi, að til þess, að okkur miði áfram í lífinu, þörfnumst við fullkominnar þróunar hvers einasta hæfileika okkar og eiginleika, hvort sem þeir eru lífeðlisfræðilegir, skynrænir, andlegir eða á sviði tilfinninganna. Við eigum því að elska fegurðina í vísindunum eins og við elskum fegurðina í Guði. Við eigum að hlýða á Pascal með jafn mikilli at- hygli og við hlýðum á Descartes. með því að stífla Laxá í Þingeyjar- sýslu, svo að raforkustöðin þar varð óvirk. Var klakastíflan í ánni orðin um 10 km löng og hafði Akureyri og aðrir staðir, sem fá þaðan orku, verið raf- magnslausir í 5 sólarhringa. En svo var klakastíflan sprengd hinn 21. og upp úr því tók stöðin til starfa aftur. Nú breytti enn um tíð og gerði stórhríðar og stórviðri. Tepptust þá margir vegir, en víðast hvar urðu samgöngur á landi mjög erfiðar. Til dæmis um það má geta þess, að áætlunarbíll var 11 klukkustundir á leiðinni frá Reykja- vík til Keflavíkur, Menntaskólanem- endur voru 15 klukkustundir á leiðinni frá skólaselinu í Ölvesi til Reykjavik- ur, og Stykkishólmsbíllinn var 23 klUkkustundir á leið frá Reykjavík þangað vestur. Víða voru settar stór- virkar vélar til þess að opna vegina að nýu. — Seinustu daga mánaðarins voru umhleypingar, einkum nyrðra og vestra, en kyrrara og betra veður um suðvesturland og tók upp snjóinn sem kominn var í byggð. AFLABRÖGÐ Um áramótin stöðvuðust róðrar við Faxaflóa, vegna þess, að ekki hafði verið samið um hver fríðindi bátaút- vegurinn mundi fá (bitagjaldeyri), en úr þessu rættist brátt. Afli var síðan mjög misjafn og gæftir oftast stirðar. í Vestmanneyum var ágreiningur milli útgerðarmanna og sjómanna og lágu róðrar niðri allan mánuðinn af þeim sökum. — Togarar fóru nokkrir á salt- fiskveiðar, en til þess að geta komið þeim úr höfn varð að ráða hingað fjölda sjómanna frá Færeyum, vegna þess að ekki’ fengust íslenzkir menn á skipin. Aðrir togarar stunduðu ísfjsk- veiðar og lögðu aflann upp hjá frysti- húsunum. Einn togari var á Jónsmiðum vestur við Grænland og aflaði vel. — Um áramótin kom stórkostlegt hláup af smáupsa inn á Keflavíkurhöfn og mokuðu bátar upsanum upp, jafnvel inni við bryggjur. — Smásíldarhlaup kom einnig inn á Skagafjörð og var síldin veidd til niðursuðu. — Mat- reiðslumenn og framreiðslumenn á far- þegaskipunum gerðu verkfall 21. og stöðvuðust skipin eftir það um leið og þau komu í höfn, svo að 8 skip lágu bundin í Reykjavíkurhöfn um mánaða- mótin. HEIÐIJRSMERKI Á nýársdag sæmdi forseti íslands þessi heiðursmerkjum: Davíð Stefáns- son skáld, frú Guðrún Pétursdóttir í Rvík, Helgi Arason bóndi ó Fagurhóls- mýri og Páll ísólfsson dr. fengu stór- riddarakross Fálkaorðunnar, Ólafur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.