Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1955, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89 Nokkrir vinir Davíðs Stefánssonar skálds færðu Þjóðleikhúsinu að gjöf brjóstmynd af honum, er danskur myndhöggvari hefur gert (22.) Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson, hefur verið kosinn heið- ursvemdari Hins evangeliska-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi (25.) Séra Ragnar Fjalar Lárusson var skipaður sóknarprestur í Siglufirði (25.) Magnús Gislason námstjóri var ráð- inn framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins (26.) Ríkisstjórnin ákvað að afnema vega- bréfsskyldu milli íslands og hinna Norðurlandanna (26.) Fulltrúar íslendinga í Norðurlanda- ráði fóru utan til þess að sitja þing ráðsins í Stokkhólmi (26.) Þjóðleikhúsið fekk að gjöf mynda- styttu af Guðmundi Kamban, eftir Ein- ar Jónsson myndhöggvara. Hafði hann ánafnað Þjóðleikhúsinu þessa mynd, sem er meðal seinustu verka hans (27.) G. Eyford, Vestur-íslendingur, kom hingað á vegum Kvikmyndaráðs Kan- ada til þess að ræða um skifti á ís- lenzkum og kanadiskum fræðslukvik- myndum (27.) íslenzkum leikara hefur verið boðið til vikudvalar í Kaupmannahöfn, og varð Herdís Þorvaldsdóttir fyrir valinu (28.) AFMÆLI Ólafsfjarðarkaupstaður átti 10 ára afmæli og jafnframt var 60 ára af- mæli barnaskólans þar. Var þessa minnzt þar með viðhöfn (8.) Húsmæðrafélag Reykjavíkur átti 20 ára afmæli (20.) Samband íslenzkra bankamanna átti 20 ára afmæli (28.) ÝMISLEGT Álfadans og brenna var á Akranesi á gamlárskvöld og þótti mikið til koma. Voru þar viðstaddir flestir bæarbúar (4.) Nýtt íslenzkt leikrit, „Þeir koma í haust", eftir Agnar Þórðarson, var tek- ið til sýninga í Þjóðleikhúsinu (6.) Jarðskjálftahræringar voru á suð- vesturlandi (16.) <L-^T>®®®<5^_? Bréf frá Finnlandi Forsetakjör JJINN 1. marz 1956 eiga að verða forsetaskifti í Finnlandi, því að þá er kjörtíma Paasikivi lokið. — Hann er nú orðinn gamall, verður 85 ára í lok nóvembermánaðar n.k., og þess vegna kemur ekki til greina að hann verði í kjöri. Væri ekki ellin, mundi hann sennilega verða endurkjörinn með jafn almennu atfylgi og seinast. En nú verður einhver annar að koma í hans stað. Það er ekki venja í Finnlandi að ræða opinberlega um forsetakjör og forsetaefni löngu áður en ganga skal til lcosninga. En að þessu sinni hefur verið brugðið út af venjunni. Seint í nóvember helt bændaflokk- urinn í Kajanhéraði fund og sam- þykkti þar að Kekkonen forsætis- ráðherra skyldi vera forsetaefni. En viku seinna helt bændaflokkur- inn í Austurbotni fund, og þar var samþykkt að Kalliokoskis landbún- aðarráðherra skyldi vera forseta- efni. Voru Austurbotningar jafn ákafir fylgismenn hans eins og þeir í Kajanhéraði höfðu verið ákveðn- ir fylgismenn Kekkonens. Það lætur að líkum að þessar tvær samþykktir hafi valdið all- miklu umtali, einkum í herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo helt miðstjórn bændaflokksins fund í Helsingfors hinn 9. desember til þess að ræða þetta málefni. Þar kom fram tillaga um að ákvörðun um forsetaefni flokksins skyldi frestað, en hún var felld með 55 atkvæðum gegn 26. Var þá gengið til atkvæða um forsetaefni og fekk Kekkonen 62 atkvæði, en Kallio- koski 10 atkvæði. Var mikið um þetta rætt í nokkra daga, en svo Paasikivi fell það tal niður með stjórnar- kreppunni. Þannig hefur einn stjórnmála- flokkur þegar ákveðið forsetaefni sitt. Annars hafa blöð hinna flokk- anna lítið rætt málið, en almenn- ingur því meira. Áhugi kjósenda er þegar mjög mikill á forsetakosn- ingunni, en blöðin hafa sýnilega reynt að drepa málinu á dreif. Bændaflokknum hefur verið legið á hálsi fyrir það að hann skyldi ríða á vaðið og tilkynna af- stöðu sína svo snemma, fjórtán mánuðum áður en kosning á fram að fara. Flokkurinn hefur svarað því, að forsetakjör sé svo þýðingar- mikið fyrir þjóðina, að ekki veiti af að ræða það rækilega og því sé ekki ráð nema í tíma sé tekið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.