Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1956, Blaðsíða 4
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS greiöa menn aðeins 4% í vexti af þeim. En þá koma önnur vandræði til greina, skortur á býggingarlóð- um, sem ekki eru ætlaðar stórhýs um. Aðkomumenn fá ekki að kaupa hús fyrr en eftir nokkur ár, og ekki má leigja þeim íbúðir nema með öllum húsgögnum. Eitt af því sem borgarstjórnin ætlar að gera til þess að rýma fyrir fólki inni í borg- inni, er að nú á að flytja allar verk- smiðjur þaðan og út fyrir borgina. Er þeim þar ætlaður sérstakur staður og svo rúmt svæði, að verka- menn geti byggt yfir sig þar í grendinni. Einkennilegt er það, að langflest hús i Höfn eru byggð úr tígulsteini, jafnt gömui sem ný. Það er inn- lent byggingarefni að öllu leyti. En þótt Danir eigi stórar sementsverk- smiðjur, og hafi þar einnig innlent byggingarefni, eru mjög fá hús reist úr steinsteypu. —o— Eitt setti öðru frsmur svip sinn á Kaupmannahöfn þá daga sem við dvöldumst þar. Það var baráttan gagn lömunarveikinni. í öllum strætisvögnum og fjölda bíla, í járnbrautarlestum, í búðum, á torg- um og söluskálum, í ljósatilkynn- ingum og blöðum, var áskorun til manna að láta bólusetja sig gegn lömur.arveiki. Alla skyldi bólusetja frá barnsaldri til fertugs, og það kostaði ekki neitt. Danir framleiða sjálfir bóluefnið í „Serum“-stofnun sinni Er það gríðarmikið fyrirtæki, og svo að segja heilt hverfi í höfuð- borginni. —°— Höfn er þrifaleg borg og ber hvarvetna vitni um snyrtimennsku þeirra, sem þar eiga heima. Hún er ef til vill glæsilegust á kvöldin, þegar „neon“-ljósin sveipast um hana og stórhýsin eru uppljómuð með öllum regnbogans litum frá grunni að efstu brún. En mikið er og ger.t til þess að gera borgina að- laðandi á daginn. Stórir skógar- garðar eru þar með stuttu milli- bili, þar sem fólkið getur leitað hvíldar og friðar. Af þessum görð- um er Grasgarðurinn (Botanisk Have) merkastur. Hygg ég að þar sé saman safnað öllum þeim jarðar- gróðri er þrifist getur í Danmörk. Eru prentuð nöfn tegundanna alls staðar sett við, og geta þeir, sem einhverja þekkingu hafa á jurta- fræði, reikað þar um tímunum saman og aukið þekkingu sína með því að sjá og skoða. Slíkur garður er ómetanleg eign, og skil ég vel þá menn, sem vilja koma upp gras- garði hér í Reykjavík. Slíkur garð- ur er betri en nokkur kennslubók. Margir ágætir baðstaðir eru víðs- vegar í nágrenni borgarinnar, svo sem á Amager, úti hjá Charlotten- lund, uppi á Salröd Strand og niðri á Bröndby Strand. Sækir fólk þangað í stórhópum, þegar gott er vsður og er þar öllum stundum. Þess má geta hér viðvíkjandi átt- unum, að Hafnarbúar kalla „upp“ til norðurs og „niður“ til suðurs. Mikið er gert fyrir íþróttirnar og er þar stórkostleg íþróttahöll, þar sem hægt er að æfa allskonar íþróttir, allt frá sundi að skauta- hlaupi, en úti fyrir eru víðir vellir til knattleika og annara útiíþrótta. Göturnar eru breiðar og yfirleitt allar sléttar. Kemur það sér betur því að umferð er geisilega mikil, sporvagnar, allskonar bílar og hjól- andi fólk. Er mælt að í engri borg í álfunni sé eins mikið um hjólreið- ar eins og þar. Sums staðar eru lögregluþjónar til þess að stjórna umferðinni, en yfirleitt stjórnast hún af ljósmerkjum og virðist fólk mjög aðgætið og fara nákvæmlega eftir þeim. Mikið kapp er lagt á að kenna börnum umferðareglur. Sögðu bílstjórar að þau trufluðu miklu síður umferðina heldur en þeir sem eldri eru. Fólkið er glaðlegt og frjálsmann- legt og allir eru reiðubúnir að greiða götu ókunnugra. Það fer ekki hjá því ef útlendingur er í einhverjum vandræðum, að þá kemur einhver af sjálfsdáðum til að leiðbeina honum, og telur þá ef til vill ekki eftir sér að fylgja hon- um langar leiðir til þess að koma honum á réttan veg, eða á þann stað, er hann gat ekki fundið. Þessi greiðvikni virðist öllum í brjóst borin, jafnt almenningi á götunum og í sporvögnunum sem æðri stétt- ar mönnum. Hafa Danir lengi verið annálaðir fyrir vilja sinn að greiða götu einstaklinga, jafnvel á kostn- að heildarinnar. Sú saga er sögð að rétt fyrir aldamótin var norskur strákur á leið frá Þýzkalandi og ætlaði til Kristianíu, eins og Oslo hét þá. En lestin sem hann var í varð fyrir töfum og hann var hræddur um að ná ekki Kristianíu- lestinni í Kaupmannahöfn. Hann símaði þá til stöðvarstjórans þar: „Kem með Gjedserlestinni og ætla að halda áfram með Kristianíulest- inni. Gerið svo vel að láta hana bíða“. Og svo setti hann sitt ó- þekkta og einskisverða nafn þar undir. Og sjá, þegar hann kemur til Kaupmannahafnar þá stendur Kristianíulestin þar troðfull af far- þegum og hefir beðið eftir honum í 20 mínútur. —o— Hestvagnarnir, sem áður voru algengir í Höfn, eru nær alveg horfnir. Nú eru það aðeins brugg- húsin, sem nota hesta, þessa háu, digru og hófastóru hesta, er troða göturnar svo að dynur undir, og vekja nú athygli hvar sem þeir fara, vegna þess hvað þeir eru orðnir sjaldgæfir. Þannig þurkast in eldri einkenni út smám saman. En sumt er þó enn óbreytt. Póst-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.