Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 545 Kjarnorkustöðvarnar þurfa mikið vatn til kælingar. Hér sést vatnsdælukerfi einnar stöðvar og flytur það 44.400 gallón af vatni á hverri mínútu. Hagnýting orkugjafans Undanfarna áratugi hefur kostnaður við framleiðslu raforku með venjulegu eldsneyti ekki breytzt að mun. Skýr- ingin á því er sú, að aðferðir voru fundnar til þess að nýta betur elds neytið, svo að verð raforkunnar hélzt nokkurn veginn stöðugt, enda þótt elds- neytið sjálft hækkaði í verði. Einum þriðja hluta þess' hita, sem fæst við brennslu, er nú breytt í raforku. Það verður miklum erfiðleikum bundið að finna nýar leiðir til þess að nýta eldsneytið betur, svo að nokkru nemi frá því, sem nú er, og reyndar alls ekki framkvæmanlegt, nema hægt verði að auka hitastigið meðan á nýt- ingu eldsneytisins stendur. En þá þarf líka betri — og sennilega dýrari — byggingarefni, sem geta þolað þennan mikla hita, og einnig er líklegt, a<5 tækin gangi fyrr úr sér í svo miklum hita. Ef gengið er út frá því, að erfitt verði að nýta eldsneytið betur í fram- tíðinni, verður að draga þá ályktun, að verð á raforku muni fylgja fast eftir verðinu á eldsneyti. Það hefur aftur á móti verið að hækka í verði, eftir því sem helztu kola-, olíu- og gasnámur þverra. Við þurfum ekki að nafa áhyggjur af kola- og olíunámum í náinni framtíð, en undir lok aldar- innar megum við búast við því að þurfa að greiða töluvert hærra verð fyrir þessar tegundir eldsneytis. Kjarnaeldsneytisnámurnar eru ekki heldur óþrjótandi. En ef gert er rað fyrir, að hin tæknilega þróun á þessu sviði haldi áfram, þá ættu allar stæ.’ri námur að endast langt fram á 22. öld, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að mann kyninu haldi áfram að fjölga með sama hraða og hingað til. Menn spyrja ef til vill, hvað svo taki við, þegar h»n kjarnkleyfu efni eru gengin til þurrð- ar. Að mínu áliti er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af því. Það er áreiðanlegt, að á næstu 150 árum ve.-ð- ur hægt að nýta langtum betur orku- iindir heimsins með nýjum aðferðum og uppfinningum. Við skulum leggja til hliðar að sinnl allar áhyggjur vegna ókominna a'da og snúa okkur heldur að nútímanum og náinni framtíð og athuga aðstæðurn ar í lok þessarar aldar. Nýar aðferðir munu koma fram Reynslan er hið fyrsta, sem kemur til greina í sambandi við lækkun fram- leiðslukostnaðar á kjarnorku í framtið- inni. Við munum læra af reynslunn, og stöðugt fullkomnari og ódýrari að- ferðir munu koma fram varðandi starf- rækslu kjarnaofna og meðferð tilhev/- andi kjarnaefnasambanda. Annað er lækkað verð á kjarna- eldsneyti. Allar áætlanir, sem nú eru gerðar í sambandi við nýtingu kjarn- orkunnar, eru miðaðar við notkun al- tölulega dýrs málms. Það eru U-23Ó, sem fyrirfinnst í venjulegu úraníum, og er magnið einn hluti á móti 140. Þann- ig verðum við að vinna mikið magn af úraníum til þess að geta nýtt aðeiní lítinn hluta þess. En það, sem mema máli skiptir, er, að það er nokkuð erfitt að aðgreina hina dýrmætustu tegund af úraníum frá hinu gagns- minna afbrigði þess. Undanfarin 15 ár hefur verið unnið frábært starf á þessu „Gjallið“, sem safnast fyrir í kjarnorkuofnunum, er mjög geislavirkt og það má einnig nota til nýrrar brennslu. í kjarnorkustöðvunum eru mjög margbrotin tæki til þess að ná gjallinu úr ofnunum og flytja það úr einum stað í annan. Hér sjást tveir menn vera að vinna að þessu og hafa mælitæki sem sýna hvernig verkinu miðar áfram. ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.